Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að kannað verði hvort einkaaðilar geti komið að fjármögn- un nauðsynlegrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Rökin eru að umbreyting vallarins sé kostnað- arsöm, 70 til 90 milljarðar króna, og komi til á sama tíma og ríkið þurfi að standa fyrir umfangsmik- illi uppbyggingu innviða; byggingu nýs spítala, endurreisn vegakerfis- ins og margs fleira. Þarna er reyndar verið að bera saman epli og appelsínur. Þau flug- félög sem nota Keflavíkurflugvöll, eða öllu heldur farþegarnir sem taka sér far með þeim, greiða fyr- ir framkvæmdirnar á flugvellinum. Það er tiltölulega auðvelt verkefni að láta tekjustreymið frá starfseminni standa undir framkvæmdum. Ríkið er engu lakara til þess fallið en einka- fyrirtæki. Slík fjármögnun mun ekki trufla byggingu nýs spítala eða tvöföldun brúa víða um land. Þær framkvæmd- ir eru annars eðlis. Og þó. Notendur spítalans og brúnna munu greiða fyr- ir framkvæmdirnar þótt það sé ekki gert með notendagjöldum. Ef flytja ætti uppbyggingu innviða frá ríkinu til einkaaðila þyrfti að liggja fyrir reynsla um að einkaaðilar geri það betur en ríkisvaldið. Það má vissulega ímynda sér rök fyrir slíku en því miður höfum við Íslendingar ekki haft nein kynni af þessu. Við höfum heyrt þetta en aldrei séð. Ríkið rak bankana illa en einkaað- ilar ráku þá enn verr. Hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefði getað verið miklu betra en það hefur ekki skán- að með auknum einkarekstri. Hval- fjarðargöngin voru boruð af einka- fyrirtæki og síðan hafa vegfarendur borgað með vegatollum tvö göng í staðinn fyrir ein. Tilfærsla ríkisstofnana út úr ríkis- rekstri yfir í sambræðingsform ríkis- og einkarekstrar, ohf, hefur reynst afleitlega. Ríkisútvarpið og Íslands- póstur eru margfalt verri fyrirbrigði sem hlutafélög en þau voru sem hefð- bundnar stofnanir. Auðvitað er til slæmur ríkisrekstur eins og það er til góður ríkisrekstur. Lausn á vondum ríkisrekstri get- ur því allt eins verið að bæta ríkis- reksturinn eins og að selja hann eða gefa. Gott samfélag þarf að ráða við hvort tveggja, geta bæði rekið ríkis- stofnanir vel og einkafyrirtæki ágæt- lega. Samfélagsumræðan ætti að snú- ast um hvar draga eigi línuna. Hvaða verkefni ættum við að fóstra innan góðra ríkisstofnana og hver séu best vistuð hjá einkafyrirtækjum. Þessi lína þarf að vera skýr og óumdeild. Verstu mistökin og mesta spillingin grasserar á óljósum mörkum, á vatnaskilum opinbers reksturs og einkafyrirtækja. Það er vandamál í samfélaginu að þeir flokkar sem sögulega hafa helst staðið vörð um atvinnurekstur hafa báðir snúið sér að þessum vatnaskil- um. Landbúnaður og útgerð eru hálf- opinber rekstur sem nýtur gríðar- legs stuðnings úr ríkissjóði í formi styrkja, verndar og afsláttar af leigu fyrir auðlindir. Þetta eru helstu stoð- ir stjórnarflokkanna, einkarekstur sem gerir að stóru leyti út á eigur og fé almennings. Þannig er valdið. Til að sogast ekki niður í þessa stöðu hefðu flokkarnir þurft að vernda með sér hugsjónir um jafnan rétt allra til tækifæra og viðhalda trú á frjálsa samkeppni. En það gerðu þeir ekki. Þeir þjónuðu ekki fyrirtækjunum sem styrktu þá innan marka hugmyndastefnunnar heldur sveigðu hugmyndastefnuna að þjónkun sinni við fyrirtækin. Þessi virkni stjórnmálaflokkanna dró að þeim fólk sem vildi efnast af rekstri á hinum gjöfulu mörkum rík- is- og einkarekstrar. Það lagði til að flokkarnir beittu sér fyrir að færa verkefni, en þó fyrst og fremst tekj- ur, frá ríkinu til einkafyrirtækja. Það lagði til að ríkið veitti nýjum fyrir- tækjum skattaívilnanir og allskyns aðstoð gegn því að þau hæfu starf- semi. Og fólkið lagði til að ríkis- rekstur yrði sem fyrst seldur fyrir- tækjum í þess eigu. Því miður hefur fólk úr rekstri á þessum vatnaskilum opinbers rekstr- ar og einkarekstrar náð öllum völd- um í flokkunum tveimur. Þeir eru því lítið skjól fyrir fólk í hefðbundnum atvinnurekstri. Í stað þess að byggja upp almenn góð skilyrði til rekstrar hefur áherslan verið sett á sérstakar ívilnanir til fyrirtækja í eigu vildar- vina. Það er ekki síst vegna þessarar hugmyndalegu hrörnunar sem báð- ir flokkarnir standa veikt í dag. Þeir eiga lítinn hljómgrunn meðal al- mennings en sækja fyrst og fremst styrk til þeirra sem hafa efnast af tengslum sínum við flokkana. Til að ná fyrri styrk þurfa flokks- menn að segja þeim sem vilja auðgast af ríkiseignum, að snúa sér almenni- legum bisness, fjarri ríkisrekstri. Stofnaðu bara ísbúð eins og hinir, ættu þeir að segja við fólkið sem vill teygja sig í gruggið á mörkum opin- bers rekstrar og einkarekstrar. Gunnar Smári STOFNAÐU BARA ÍSBÚÐ EINS OG HINIR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Undirbúningur hafinn Í sumarbúðum Framsóknarflokksins voru Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð á fullu að undirbúa kjörkassa. Meira ruglið að tilkynna kjördag Ok, o k. 29 . okt . — ef við f áum að n ota þ essa . á Tenerife með GamanFerðum! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ALICANTE f rá 9.999 kr.* BARCELONA f rá 9.999 kr.* BERLÍN 7.999 kr.* LONDON f rá 7.999 kr.* *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. AMSTERDAM f rá 7.999 kr.* VERTU MEMM! sept . - nóv. ágúst - nóv. sept . - nóv. ágúst - nóv. sept . - nóv.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.