Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 2
Íþróttir Fjölmiðlar gagn- rýndir fyrir fréttaflutning sinn af kvenkyns keppend- um á ólympíuleikunum. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Frá því að ólympíuleikarnir hófust í Ríó þetta árið hafa erlendir sem inn- lendir fjölmiðlar verið gagnrýndir fyrir fréttaflutning sinn af afrekum íþróttakvenna á leikunum. Svo virð- ist sem gagnrýnisraddirnir hafi náð til eyrna fjölmiðlafólks og hefur leik- konan Leslie Jones til að mynda verið send til Ríó til að fjalla um sumarleik- ana á vegum NBC sjónvarpsstöðar- innar. Á vefmiðli Morgunblaðsins, mbl. is, birtist einnig grein um sundkon- una Eygló Ósk Gústafsdóttur þar sem afrek hennar voru tíunduð en Eygló keppir ólympíuleikunum í annað skipti. Margir voru þó óánægðir með fyrirsögn greinarinnar „Bætti dálítið mikið á mig á Wilson’s“ sem varð til þess að henni var breytt. Ákveðin vitundarvakning virðist því eiga sér stað og beinast nú allra augu að afrekskonum í íþróttum. Óhætt er að segja að stjarna leikanna um þessar mundir sé hin nítján ára gamla Simone Biles, fimleikakona frá Bandaríkjunum en hún vann bæði til gullverðlauna með bandaríska fim- leikahópnum, auk þess sem hún vann til gullverðlauna í einstaklingskeppn- inni. Bandaríska liðið skipa, auk Biles, þær Dabby Douglas, Laurie Hernand- ez, Madison Kocian og Aly Raisman, en sú síðastnefnda lenti í öðru sæti leikanna í einstaklingskeppni. Fim- leikakonurnar virðast eiga hug og hjörtu bandarísku þjóðarinnar og hafa andstæðingar Donald Trump, til að mynda, notfært sér slagorð kosn- ingarherferðar hans „Making Amer- ica Great Again“ þar sem vísað er til afreka hópsins auk þess sem fyrrum ólöglegur innflytjandi þjálfar hópinn, Béla Károlyo frá Rúmeníu. Þá var nýr kafli skrifaður í sund- söguna þegar fyrsta blökkukonan vann til gullverðlauna í sundi en það var hin bandaríska Simone Manuel sem fékk gullverðlaun í 100 metra skriðsundi. Ákveðinn viðsnúningur hefur því átt sér stað og halda má því fram að leikarnir í Ríó 2016 séu ólympíuleikar kvennanna. 2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Samfélag Félagsráðgjafanum Dagbjörtu Hákonardóttur var synjað um umönnunar- bætur þegar hún var að sinna móður sinni sem hafði fengið heilaæxli. Ástæðan var sú, að sögn Dagbjartar, að það þurfti að skilgreina móður hennar sem öryrkja til þess að Dagbjört ætti rétt á bótunum. Það nægði ekki að vera dauðvona með heilaæxli. Móðir hennar lést ári eftir að hún greindist með veikindin, eða í febrúar síðastliðnum. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is „Málið með þetta kerfi, og það sem ég upplifði á eigin skinni í þessu ferli, er að það var svolítið tómarúm þegar kom að aðstandendum,“ seg- ir Dagbjört Hákonardóttir, sem var 28 ára gömul og í námi, þegar móðir hennar, sem var hjúkrunar- fræðingur, veiktist skyndilega. Í ljós kom að hún var með heilaæxli og ekki voru miklar líkur á bata. „Ég ákvað því að flytja til hennar, enda þurfti hún að hafa manneskju í fullri vinnu við að sjá um sig,“ seg- ir Dagbjört. Í kjölfarið ákvað hún að sækja um svokallaðar umönnunar- bætur enda ekki á allra færi að tak- ast á við tekjutap í svona aðstæðum. Dagbjört segir að hún hafi fengið bréf heim þar sem henni var synj- að um bæturnar á þeim forsendum að móðir hennar væri ekki öryrki. „Og þegar maður er í svona aðstæð- um, maður stendur í því að vera að sinna deyjandi móður sinni, sem er ekki nema 54 ára gömul, og fær svona bréf frá Tryggingastofnun, þá hrynur bara allt,“ segir Dagbjört en bætir þó við: „Ég var nú samt fljót að jafna mig, enda í betri aðstæðum en margir aðrir.“ Dagbjört hringdi í Trygginga- stofnun og óskaði eftir ráðum varð- andi úrræði en var að lokum vísað á sveitarfélögin. „Og það er svona yfirleitt síðasta úrræðið,“ útskýrir hún. Á meðan beið hún eftir örork- umati móður sinnar, það kom þó aldrei á meðan móðir hennar lifði. Dagbjört segir að þarna sé aug- ljós brotalöm í kerfinu. Hún var svo heppin að eiga góða að. „Pabbi, sem var skilinn við mömmu, studdi vel við mig, og auðvitað reyndist kerf- ið líka gott á stundum,“ segir Dag- björt sem greindi frá reynslu sinni á Facebook á dögunum. Yfir þús- und manns deildu orðum hennar, en þar kom meðal annars fram að hún hefði að lokum þurfti að endur- greiða 3.000 krónur af 46 þúsund króna styrk sem móðir hennar fékk frá stofnuninni í veikindum sínum. Hún þurfti því að lokum að greiða ríkinu 3.000 krónur fyrir að sinna veikri móður sinni. Hún segir mikilvægt fyrir ríkið að átta sig á mikilvægi þess að aðstand- endur geti sinnt veikum ættingjum og ástvinum heima. „Það er rosa- lega dýrt að hafa fólk inni á stofnun- um, og líklega talsvert ódýrara fyrir kerfið að hjálpa aðstandendum við að hugsa um sitt fólk heima,“ seg- ir hún og bætir við að tíminn sem hún fékk að eyða með móður sinni síðasta árið hafi verið ómetanlegur að auki. Dagbjört Hákonardóttir sinnti móður sinni í ár en fékk lítinn fjárhagslegan stuðn- ing frá ríkinu á meðan. Raunar þurfti hún að lokum að greiða 3.000 krónur fyrir. Mynd | Rut „Það er rosalega dýrt að hafa fólk inni á stofnunum.“ Fékk ekki aðstoð þar sem dauðvona móðir var ekki öryrki Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir • Afl 10,5 KW Á R A grillbudin.is 98.900 50 ára Nr. 12934 FRÁBÆRT GRILL Justin Bieber Bæjarfulltrúar í Kópavogi hvetja skipuleggj- endur stórtónleika til þess að leyfa ekki áfengisdrykkju á tónleikasvæði en heimila engu að síður áfengissölu á tónleikunum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar í Kópa- vogi, beina þeim tilmælum til Senu, sem stendur að tónleikum með stórstirninu Justin Bieber, að leyfa ekki áfengisdrykkju inni á tónleika- svæðinu sökum ungs aðdáendahóps Biebers. Sömu bæjarfulltrúar heim- iluðu engu að síður að vínveitinga- sala væri heimili á tónleikunum og greiddu fimm bæjarfulltrúar atkvæði með tillögunni, sem og leyfi til þess að halda tónleikana, sem fram fara 8. og 9. september næstkomandi. Þá vilja bæjarfulltrúar að sérstök svæði verði fyrir þá sem vilja neyta áfengis. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Karen Halldórsdóttir, lagði fram sér- staka bókun á fundi bæjarráðs þar sem segir meðal annars: „Að ekki verði leyfð áfengis- drykkja inn á tónleikasvæðinu, held- ur verði hún á afmörkuðum svæðum utan þess.“ | vg Bæjarráð heimilar áfengissölu en vill takmarka drykkju Justin Bieber heldur tónleika í  Kópavogi í byrjun september. Þar verður áfengi selt. Hernaður Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, harmar heimsókn tveggja herskipa NATO flot- ans til Reykjavíkur. Jón reyndi á sínum tíma að koma í veg fyrir komur slíkra vígtóla til Reykja- víkur. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Skipin sem nú eru í höfn eru frá Portúgal og Spáni. Þau liggja við Skarfabakka og verða til sýnis al- menningi um helgina. Jón Gnarr náði á sínum tíma samkomulagi við þáverandi inn- anríkisráðherra, Ögmund Jón- asson, um að losa Reykjavíkur- f lugvöll undan lendingum herf lugvéla. Síðar kom í ljós að samkomulagið hélt illa því að utanríkisráðu- neytið heldur utan um heimsóknir eða komur herskipa og herflugvéla. Slíkar komur teljast milli- ríkjamál og eru ákveðin milli utanríkisráðuneyta. Jón Gnarr var einnig með hugmyndir um að banna að herskip legðust að höfn í Reykjavík, en hugmyndirnar náðu ekki fram að ganga. „Mér finnst mikilvægt að fólk sé meðvitað um til hvers slík skip eru smíðuð og hvernig þau hafa verið notuð. Hingað hafa komið skip sem hafa tekið þátt í mjög umdeildum aðgerðum úti í heimi,“ segir Jón. Jón vildi gera Reykjavík algjörlega herlaust svæði. „Það væri að mínu mati mikilvæg og merkileg afstaða herlausrar þjóðar sem ekki hefur staðið í hernaði frá Sturlungaöld, ef hernámsárin og vera varnarliðsins Friðelskandi fyrrum borgarstjóri leiður yfir herskipum eru frátalin. Eitt af takmörkum mannkyns hlýtur að vera að reyna að binda endi á hernað.“ Jón segir að herskipum sem hing- að koma beri engin skylda til að upp- lýsa stjórnvöld hér um hvaða vopn séu um borð. „Mér finnst bara að við eigum að standa fyrir utan svona og sama gildir um umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll.“ Freygátan ESPN Mendez Nunez er samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni eitt af flaggskipum NATO flotans. Skipið er í höfn í Reykjavík. Í Ríó fara fram ólympíuleikar kvennanna Leikkonan Leslie Jones er hvað þekkt- ust fyrir leik sinn í Ghost Busters. Fimleikahópurinn sem unnið hefur hug og hjörtu Bandaríkjamanna.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.