Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 42
…heimili og hönnun kynning 14 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Fjölskyldufyrirtæki. Þær Guðrún og Auður Jóhannesdætur, til hægri, reka verslanir Dúka og Kokku ásamt þriðju systurinni, Magnýju. Enn til staðar. „Við höfum einbeitt okkur mest að eldhúsi, borðstofu og fylgihlutum fyrir stofur landsmanna.“ Meira úrval. Í nýrri verslun Dúka í Smára- lind er meira vöruúrval en áður. Nú hafa bæst við vörur fyrir forstofur, baðherbergi og svefnherbergi. Myndir | Rut Unnið í samstarfi við Dúka Það gengur ljómandi vel. Við höfum fengið góðar viðtökur hér á nýja staðn-um,“ segir Auður Jóhann- esdóttir, einn eigenda verslunar- innar Dúka. Ný og glæsileg verslun Dúka var opnuð í Smáralind í júlí. „Við erum búin að vera í Smáralindinni síðan 2011 en fengum augastað á þessu frábæra plássi sem var að losna og ákváðum að stækka við okkur. Þetta voru reyndar tvö rými þannig að við þurftum að fara í talsverðar framkvæmdir til að láta það henta okkur,“ segir Auður en mun meira vöruúrval er í nýju versluninni en þeirri fyrri. „Við höfum hingað til einbeitt okkur mest að eldhúsi, borðstofu og fylgihlutum fyrir stofur lands- Gæðavörur sem standast tímans tönn Mun meira vöruúrval í nýrri og glæsilegri verslun Dúka í Smáralind. manna en nú bætast forstofur, baðherbergi og svefnherbergi við flóruna auk smærri húsgagna, ljósa og gólfmotta.“ Auður segir að í Dúka sé áhersla lögð á breitt vöruúrval og að bjóða upp á gæðavörur sem standast tímans tönn. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu bara fal- legir. Þeir þurfa líka að virka vel. Best er þegar það fer saman.“ Auður rekur verslanir Dúka í Smáralind og Kringlunni með systrum sínum, þeim Guðrúnu og Magnýju. Þær reka einnig hina vinsælu Kokku á Laugaveginum. „Fyrirtækið er orðið fimmtán ára. Við byrjuðum með Kokku og tók- um við Dúka árið 2007 og bættum svo við búðinni í Smáralind árið 2011. Við gerum hlutina hægt og bítandi og þetta hefur gengið ljómandi hjá okkur.“ Splunkunýr Omaggio á leiðinni VVinsældir Omaggio keramikvasanna frá Kähler hafa farið fjöllunum hærra og ófáar fréttir skrifaðar um fólk sem bíður í röðum eftir að næla sér í nýjustu útgáfuna. Líklega hefur sá gyllti valdið mesta fjaðrafokinu en silfur og perlu voru einnig mjög umsetnir. Nú er að koma enn ein nýjungin sem er ansi ólík þeim sem fyrir eru, nefnilega úr lituðu og glæru gleri. Einkennis­ rendurnar eru að sjálfsögðu á sínum stað. Margir bíða í ofvæni eftir þessum nýju vösum og verður spennandi að sjá hvort vinsældirnar verði viðlíka og hjá forverum þeirra.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.