Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 13. ágúst 2016 Hvað er að því að þrífa klósett? Borghildur Vilhjálmsdóttir er yfirþerna á stærsta hóteli Íslandshótelkeðjunnar, Grand hóteli. Hjá henni eru alla jafna 18 til 22 herbergisþernur að störfum á dag. Allt útlendingar og aðeins þrír karl- menn. „Flestar koma þær frá Póllandi en hjá okkur eru líka þernur frá Portú- gal, Tælandi, Filippseyjum, Króatíu og Gana. Það eru engar íslenskar í þessu, þær sækjast ekki eftir svona störfum.“ Hún segir alltaf einhverja starfs- mannaveltu vera í þessum geira, en þó sé stór hópur þernanna með langan starfsaldur á hótelinu. „Sumar hafa verið hér í meira en fimm ár og aðrar hafa einhverja ára reynslu. Ég held að þær hyggi á áframhaldandi störf hjá okkur og þær virðast ánægðar. Þetta er harð- duglegt fólk og það er ekki sá hlutur sem maður biður þær um að gera, sem þær veigra sér við. Mér finnst að það mætti alveg veita því meiri athygli hvað þetta fólk vinnur mik- ilvægt starf.“ Að sögn Borghildar eru kjör þern- anna samkvæmt kjarasamningum Eflingar og starfsfólk vinnur sér inn 24 sumarfrísdaga og tólf vetrarfrís- daga. Það sé algjör skylda að taka út fríið. „En ef þú spyrð þau um kjör, þá vilja allir meira.“ Aðspurð um lýsingar þernanna á því að starfið sé erfitt, svarar Borg- hildur: „Þetta er kannski ekki erfið- isvinna sem slík, en hún getur ver- ið erfið á álagsdögum. Þá reynum við að kalla út auka fólk. Það er heitt að vinna svona inni. Þær eru meðal annars að taka af rúmum og setja á rúm og það er nú ekki það auð- veldasta sem við gerum. Við reynum líka að biðja þær um að skiptast á að þrífa salerni og skipta á rúmum, svo þær breyti til og séu ekki of mikið í sömu stellingum.“ Hvernig koma gestir fram við her- bergisþernur? „Mjög vel, það eru allir gestir ánægðir með stelpurnar. Við vorum að fá niðurstöður úr könnun og þær koma flott út. Bæði í framkomu og standa sig vel í þrifunum.“ En er kannað hvernig gestirnir koma fram við þernurnar? „Nei, það hefur ekki verið gert. En það væri mjög sniðugt og áhuga- vert að skoða líka hvað þær hafa að segja.“ Eru herbergisþrifin störf sem þessar konur ætluðu sér að vinna við? „Já, ég hef unnið í þessum bransa í 20 ár, bæði í mannaráðningum og þrifum hjá Hreint og ISS. Ég hef oft hvatt gott starfsfólk til að fara að læra íslensku svo það geti fengið aðra vinnu en að skúra. En þá segja þau bara nei. Þau eru ekkert óör- ugg með þetta og vilja ekki breyta neinu. Þeim finnst þetta bara ljóm- andi gott.“ Er algengt að fólk sinni öðrum störfum meðfram herbergisþernu- starfi hjá ykkur? „Já allavega tvær sem ég veit um. Ég gæti trúað því að það væru heimaþrif. Voðalega margir fara í heimaþrif ef það gefst kostur á því.“ Ferðamanna- straumurinn skilar meiru í þjóðarbúið en sjávarútvegur- inn og áliðnaður- inn. En það væri enginn ferðaþjón- usta nema ef allar erlendu konurnar kæmu ekki að þrífa upp eftir hótel- gesti. Nánast engir Íslendingar taka að sér þau störf. Fréttatíminn ræddi við nokkrar þeirra. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ramphai Saikham er 54 ára og flutti frá Tælandi til Íslands árið 1995. Systir hennar hafði þá verið búsett hér á landi í nokkur ár og skömmu síðar kom bróðir þeirra líka til landsins. Hún er í óða önn að ljúka við þrif á tveimur hótelherbergjum, þegar Fréttatí- mann ber að garði. Hádegishlé herbergis- þernanna er að skella á og hún vill klára það sem hún var byrjuð á, áður en hún tekur sé pásu. „Ég á stóra fjölskyldu hérna,“ seg- ir Ramphai á meðan hún snarar hrein- um rúmfötum um sængurnar. Börnin hennar tvö hafa dvalið hér á landi, 34 ára dóttir hennar er hárgreiðslukona og 23 ára sonur hennar lærir nú nudd í Iðn- skólanum. Eftir komuna til landsins fékk Ramp- hai fyrst starf við fiskflökun hjá Topp- fiski og starfaði þar í nokkur ár. Því næst vann hún hjá Osta- og smjörsölunni í tæpan áratug og síðar í fimm ár á hjúkr- unarheimilinu Eir. Undanfarin tvö ár hef- ur hún verið herbergisþerna á Reykjavík Natura. Hvernig líkar þér vinnan sem herbergis- þerna? „Bara ágætlega. Þetta er mjög erfið vinna, en vinna er bara vinna. Það er gaman að vera saman. Hér erum við 5 tælenskar konur en langflestar eru frá Póllandi. Svo eru nokkrar frá Víetnam líka. Sumrin geta verið svolítið erfið því þá eru margir gestir og mikið að gera. Stundum eru veikindi meðal starfsfólks- ins og þá eykst álagið á okkur.“ Ramphai segist ánægð á Íslandi og alla sína tíð hafa unnið mikið. Hún kvartar ekki undan vinnunni en viðurkennir að hún taki á. Ramphai hefur unnið láglaunastörf frá því hún kom til Íslands árið 1995. Hún talar góða íslensku og er nú herbergisþerna á Reykjavík Natura hótelinu. Mynd | Halla Vinna er bara vinna „Ég kom til Íslands sem „au- -pair“ fyrir þremur árum og ílengdist,“ segir Erika Leue, þýsk stúlka sem hefur dvalið á Íslandi síðan og unnið í hótelbransanum, aðallega við ræstingar. „Ég vann tvö sumur við að þrífa her- bergi og sjá um morgunmatinn á Eg- ilsstöðum. Það var mjög fínt starf því hótelið var fjölskyldurekið og andinn mjög góður. Allir voru eins og jafn- ingjar í vinnunni, sama við hvað þeir unnu á hótelinu, og jafnvel vinir. Eft- ir það fór ég að vinna á Hótel Ion á Nesjavöllum og reynslan þar var ekki alveg jafn góð. Þar var ég að vinna við þvotta, auk þrifa, og það var mun erfiðara og meira líkamlegt álag. Það var heldur ekki jafn persónu- legt hótel og þú fannst meira fyrir stéttaskiptingunni. Það var ekkert samband á milli þeirra sem þrifu og þeirra sem voru í öðrum störfum. Ég vann mjög mikið þar, 12 tíma vakt- ir sex daga vikunnar, en mér fannst ég aldrei vera metin að verðleikum fyrir störfin. Hótelið er töluvert fyr- ir utan Reykjavík svo við þurftum að fara á bíl klukkan sjö á morgn- ana til að vera mætt klukkan átta og vorum aldrei komin heim fyrr en í fyrsta lagi níu á kvöldin, samt fær maður bara borgað fyrir átta tíma og stundum var veðrið svo vont að við komumst ekki heim. Launin voru líka allt of lág miðað við hversu erfið vinnan var. Að þrífa hótel- herbergi er erfið vinna. Þetta eru langir vinnutímar og þú ert á fullu allan tímann.“ „Langflestir sem vinna við þrifin eru útlendingar en ég myndi held- ur aldrei ráða Íslending til að þrífa,“ segir Erika og hlær. „Mín reynsla af því að vinna með Íslendingum í þrif- um er að þeir kunna ekki að þrífa og gera alltaf eins lítið og mögulegt er. Ég mundi ráða þá í eitthvað ann- að. Pólverjar eru aftur á móti rosa- legir vinnuþjarkar í hverju sem er, gera alltaf sitt besta í öllu,“ segir Er- ika sem vinnur nú í móttökunni á Hótel Fróni og líkar það einstaklega vel. „Ég er mjög glöð að vera komin í móttökuna, þetta er draumavinn- an mín.“ Íslendingar kunna ekki að þrífa „Að þrífa hótelherbergi er erfið vinna. Þetta eru langir vinnutímar og þú ert á fullu allan tímann,“ segir Erika. Mynd | Rut Íslenskar konur sækjast ekki eftir starfinu Borghildur hefur tuttugu ára reynslu í skúringabrans- anum. Nú er hún yfirþerna á Grand hóteli. 37% aukning á þeim sem starfa í ferðaþjónustu frá 2010 31% af gjaldeyristekjum koma úr ferðaþjónustu 13.320 herbergi á 394 hótelum og gistiheimilum voru í boði á landinu í júlí 2015. 35,2% gistirýma landsins eru á höfuðborgarsvæðinu. 57.600 fermetra byggingar- magn fyrir nýja gisti- og veitingastaði var sam- þykkt í Reykjavík frá 2010-2015 Heimild: Ferðamálastofa

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.