Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 30
Britney og Christina gefa út lag sama dag Britney Spears gaf út nýtt lag í vikunni sem ber nafnið Clumsy og hefur það fengið svakalega góða dóma. Sama dag gaf Christina Aguilera út nýtt lag líka en það heitir Telepathy. Þær stöllur hafa verið þekktar fyrir að vera í mikilli samkeppni við hvor aðra svo það kemur ekki endilega á óvart að Christina hafi ákveðið að gefa sitt lag út rétt á eftir Britney. Bæði lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur og aðdáendur söngkvennanna halda ekki vatni yfir þessum frábæru lögum. Britney er að gefa út annað lag sitt á vænt- anlegri breiðskífu hennar sem mun heita Glory. Hitt lagið sem hún hefur gefið út heitir Private Show. Var afbrýðisöm út í systur sína Kendall Jenner segir frá því í viðtali við Vogue, í sept- emberhefti tímaritsins, að hún hafi oft fundið fyrir af- brýðisemi í garð systur sinnar Kylie. „Ég man eftir að hafa grátið í svefnherberginu mínu af því að Kylie átti svo marga vini, en ekki ég,“ segir Kendall. Hún segist hafa tekist á við einmanaleika sinn með því að fara í út- reiðartúr eða bara með því að læsa sig inni í herberginu sínu. Kendall segir líka í viðtalinu að hún eigi mjög erfitt með að fá að vera ein í dag. Hún segist stundum eyða miklum tíma á hverjum degi í að hrista af sér fólk sem er að elta hana út um allt. Hún fær lánaða bíla annarra og segir að hún fari stundum í afslappandi bað til þess að aftengjast öllu. Amma Adele í fullu fjöri Amma söngkonunnar Adele er í fullu fjöri, 73 ára gömul. Adele hefur alltaf verið náin ömmu sinni, Rose, en árið 2012 féll hún í gólfið í stórmarkaði en hún fékk alvarlegt hjartaáfall. Hún þurfti að fara í aðgerð strax og var Adele allan tímann við hlið ömmu sinnar á spítalanum. Hún afbókaði alla tónleika sína á meðan Rose var á spítalanum og neit- aði að fara frá henni, fyrr en hún næði bata. Vinur ömmunnar segir að Rose hafi ekki slakað neitt á eftir hjartaáfallið og sé mjög félagslynd, vinni mikið í garðinum sínum að dytta að plöntum og blómum. Hann segir líka að margir sem þekkja hana kalli hana Super Gran, eða súperömmu. Þórey Edda var aðeins búin að æfa frjálsar íþróttir í fjögur ár þegar hún komst á sína fyrstu ólympíulei- ka, árið 2000. Fjórum árum síðar varð hún í fimmta sæti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Ég hef ekki horft á ólympíuleika í sjónvarpi í tuttugu ár af því ég var sjálf á síðustu fernum leikum, þannig ég upplifi þetta öðruvísi en áður og get fylgst meira með en þegar ég var á staðnum,“ seg- ir Þórey Edda Elísdóttir, verk- fræðingur og ólympíufari sem var um tíma í hópi fremstu kvenna í heiminum í stangarstökki. „Það rifjast ýmislegt upp, margar mjög góðar minningar,“ bætir hún við. Skjálfandi á beinunum Þórey keppt sjálf á þrennum ólympíuleikum, þeim fyrstu árið 2000 og síðustu 2008, en árið 2012 var hún flokksstjóri hjá ís- lenska frjálsíþróttaliðinu. Hún seg- ir upplifunina á þessum árum hafa verið mjög mismunandi. „Fyrst auðvitað eftir því hvar ég var stödd reynslulega séð og svo að vera ekki að keppa, það var mjög áhugavert.“ Þórey var 23 ára þegar hún fór á sínu fyrstu leika og hafði þá að- eins æft frjálsar íþróttir í fjögur ár. Hún hafði hins vegar góðan grunn úr fimleikum sem hún hafði æft í tíu ár. „Það gekk mjög vel hjá mér strax. Ég var svo sem búin að æfa eins og vitleysingur alla ævi, en ég leit samt á mig sem byrjanda á mínum fyrstu ólympíuleikum. Vala Flosadóttir var stjarna á þessum tíma og gekk frábærlega vel,“ segir Þórey, en Vala lenti í þriðja sæti í stangarstökki á leik- unum árið 2000. „Ég var auðvitað Mismunandi reynsla Þórey hefur upplifað ferna ólympíuleika, þrenna sem hún keppti á sjálf og eina sem flokksstjóri íslenska hópsins. Skjálfandi á beinunum á fyrstu ólympíuleikunum hálf skjálfandi á beinunum inni í ólympíuþorpinu, til að byrja með. Þetta var allt mjög yfirþyrmandi. Það hafði blundað í mér draumur frá því ég var krakki, að komast á ólympíuleika, en mig óraði ekki fyrir að hann myndi rætast.“ Full af sjálfstrausti Fjórum árum síðar mætti Þórey hins vegar reynslunni ríkari á sína aðra ólympíuleika. Og var þá á há- tindi síns ferils. „Ég hafði bætt mig mikið um sumarið og kom með allt annað hugarfar inn í leikana. Ekki með hálfgerða minnimáttar- kennd heldur með sjálfstraustið í botni og ætlaði mér stóra hluti. Ég var mjög ánægð með að hafa náð fimmta sætinu, en ég fór inn í úr- slitin með því hugarfari að ég ætl- aði að vera í baráttunni um brons- ið. Mér tókst það um tíma. En ég var mjög sátt. Þetta var næstbesti árangurinn minn á ferlinum.“ Á síðustu leikunum sínum, árið 2008, vonaðist Þórey til þess að geta farið þetta á reynslunni og náð þokkalegum árangri, þrátt fyrir að líkaminn væri ekki í nógu góðu standi. „Þó ég væri í góðu formi þá var staðan á mér allt öðruvísi en fyrir hina leikana, í undirbúningi. Og ég varð fyrir miklum vonbrigðum þar. Þannig reynslan mín af ólympíuleikunum var upp og niður,“ segir Þórey létt í bragði. En hún lauk ferlinum á þeim leikum. „Líkaminn minn var ekki að þola þetta lengur og þá var eina í stöðunni að hætta. Ég var líka orðin 32 ára og vildi fara stofna fjölskyldu. Ég átti svo barn í september árið eftir. Þetta var á planinu,“ segir Þórey en hún er nú búsett á Hvammstanga ásamt manni sínum og tveimur sonum og starfar sem verkfræðingur á verkfræðistofu þar í bæ. Líður vel á Hvammstanga Þórey lauk BS-námi í verkfræði meðan á íþróttaferlinum stóð en bætti svo meistaragráðunni við síðar. „Það var mjög gott að vera í verkfræðinni meðfram. Ég leit á þetta sem hálfgert öryggisnet því það er mjög algengt að það sé ekk- ert sem bíður hjá íþróttamönnum þegar þeir hætta.“ Þóreyju líður vel á Hvamms- tanga og segir lífsgæði fjöl- skyldunnar í raun hafa aukist til muna eftir að þau fluttu úr borginni og út á land. Þau hafi allt til alls.„Ég mæli eindregið með því að fólk prófi að flytja út á land. Maður er alltaf svo dugleg- ur að víkka sjóndeildarhringinn í útlöndum, en maður gleymir að sjá sitt eigið land frá öðru sjónar- horni.“ …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI BARNA- GLERAUGU til 18 ára aldurs frá 0 kr. Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands. Þrátt fyrir að hafa unnið náið með Renée Zellweger í kvikmyndun- um um Bridget Jones þekkti Hugh Grant ekki leikkonuna í sjónvarps- þáttunum „Watch What Happens Live“ á dögunum. Hann var spurð- ur spurninga um nokkrar mót- leikkonur sínar en þegar kom að Zellweger sagðist hann aldrei hafa séð þessa manneskju áður. „Hver er þessi önnur frá hægri, ég hef aldrei séð hana áður í lífi mínu,“ sagði leikarinn og virtist nokkuð hissa þegar honum var sagt að um Renée Zellweger væri að ræða. Hann viðurkenndi að hann væri ekki í neinu sambandi við mót- leikkonur sínar. „Þær hata mig all- ar, held ég.“ Zellweger hefur verið borin þungum sökum varðandi lýtaaðgerðir og sætt harðri gagn- rýni fyrir að hafa farið í augnpoka- aðgerð og fleira. Gagnrýninni hef- ur hún svarað fullum hálsi og talað um tvöfalt siðgæði þegar kemur að útliti kvenna í Hollywood. Það komi engum við hvað hún gerir við sinn líkama og það sé óþol- andi að vera stanslaust að senda skilaboð um að konur séu ekki nógu góðar; of feitar, of mjóar, betri ljóshærðar, betri dökkhærð- ar, með appelsínuhúð og svo framvegis. Þessi skilaboð geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir yngri kynslóðina og þau sem eru áhrifagjörn. Zellweger vísar öllum vangaveltum um lýtaaðgerðir á bug. Þekkti ekki mótleikkonuna Hugh Grant og Reneé Zellweger Á frumsýningu Bridget Jones’s Diary. Þekkti ekki Zellweger Hugh Grant segir allar mótleikkonur sínar hata sig

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.