Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 34
Snjallsíminn er til margra hluta nytsamlegur eins og við flest við flest vitum sem eigum slíka græju. Í símanum er til dæmis hægt að fylgjast með ýmsu sem viðkemur heilsufari; tíðahring, frjósemi, mataræði, fjölda hitaeininga, æfingaplönum og fleiru. Hér eru fimm vinsælustu heilsusmáforritin fyrir android síma. Og það besta er, þau eru öll ókeypis. Period tracker – my calander Smáforrit sem heldur utan um tíðahringinn þinn, frjósemi og egglos. For- ritið hentar öllum konum á barneigna- aldri, hvort sem þær eru í barneignarhug- leiðingum eða ekki. Hægt er að stilla forritið þannig að það minni þig á að taka getnaðarvörn og vari þig áður en blæðingar hefjast, sem er sérlega hentugt fyrir þær sem eru á óreglulegum blæðingum. Calorie Counter – MyFitneessPal Vinsælasta heilsusmáforritið í heiminum í dag sem bókstaflega hvetur þig áfram í hreyfingunni. Hægt er að halda utan um bæði inntöku og brennslu hitaeininga á mjög einfaldan hátt. Forritið má tengja við fjölda annarra forrita og tækja sem auð- veldar þér að halda utan um æf- ingarnar þínar, hvort sem það eru hlaup, hjól eða eitthvað allt annað. 30 Day Fit Challenge Workout Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða 30 daga æfingaá- skorun sem hentar öllum, hvar sem er og hvenær sem er. For- ritið er þróað af faglærð- um einka- þjálfurum og íþróttafræðingum og sýnt hefur verið fram á að það bætir heilsuna – ef maður heldur út áskorunina. Æfingarnar er allar hægt að gera heima og þú getur valið það erfið- leikastig sem hentar þínu formi. Runtastic Running & Fitness Frábært forrit fyrir þá sem ætla að koma sér í form og vilja halda dagbók yfir æf- ingar, matar- ræði og hitaein- ingar, ásamt því að fá hvatningu til að gera enn betur. Þá gef- ur forritið þér einnig ábendingar um hvernig þú getur bætt æfingarnar þín- ar. Sérstaklega gott forrit fyrir hlaupara. Clue Forrit svipað og Period tracker sem heldur utan um tíðahring kvenna og allt sem honum tengist, meðal annars skap- sveiflur. Höfundar forritsins stæra sig af því að vera eina tíðahringssmáforritið sem ekki er í bleikum lit, inniheldur ekki myndir af fiðrildum eða blómum og fegrar ekki sann- leikann með neinum hætti. Sem er klárlega eitthvað sem höfðar til margra kvenna. Frábær hleðsla fyrir líkamann eftir góða hlaupaæfingu Hleðsla – hollur og handhægur íþróttadrykkur. Unnið í samstarfi við MS Hlauparar þekkja það vel að til að ná árangri er nauðsynlegt að huga vel að mataræði og nær- ingu því það getur reynst erfitt að koma sér í gott líkamlegt form og auka þol ef við hugum ekki að því sem við látum ofan í okkur. Við getum stritað og púlað en ef við hugsum ekki um hvað við borðum og drekkum eru töluverðar líkur á því að hreyfingin skili ekki þeim árangri sem við vonumst eftir. Ef stefnan er að ná góðum og varan- legum árangri er mikilvægt að ná góðu jafnvægi milli mataræðis og hreyfingar og hafa það hugfast að ein óholl máltíð skemmir ekki neitt, rétt eins og ein holl máltíð breytir ekki miklu. Lykillinn að jafnvæginu er að endurtaka góðar og hollar ákvarðanir á kostnað hinna óhollu og hafa það ætíð hug- fast að góð heilsa og gott líkamlegt form er ekki áfangastaður eða einhver endapunktur, heldur lífsstíll sem við viljum temja okkur til að vera betur í stakk búin til að takast á við lífið í öllum sínum margvís- legu myndum. Íþróttadrykkurinn Hleðsla er ferskur og bragðgóður prótein- drykkur frá MS sem kom fyrst á markað fyrir um 6 árum síðan. Neytendur tóku vör- unni vel frá byrjun og hentar hún bæði fljót- lega eftir æfingar og á milli mála. Á síðasta ári bættust við nýjungar í vörulínuna og er um að ræða kolvetnaskertar og laktósafríar Hleðslur í venju- legri fernu og fernu með tappa. Að sögn Björns S. Gunnarsson- ar, næringar- fræðings og vöruþró- unarstjóra MS, er kol- vetnaskerta Hleðslan „gædd öll- um þeim eiginleikum sem forveri hennar hefur, til að mynda inniheld- ur hún 22 g af hágæða próteinum, en til við- bótar hefur verið dregið úr kolvetnainnihaldi með því að notast við sætuefnið súkralósa í stað agaveþykknis. Til viðbótar hefur allur laktósinn, þ.e. mjólkursykurinn, verið klof- inn, sem þýðir að kolvetnaskert og laktósafrí Hleðsla hentar vel fólki með laktósaóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkur- vara, auk þess sem varan er kjörin fyrir þá sem vilja draga úr neyslu kolvetna.“ Þess ber að geta að sífellt er unnið að vöruþróun tengdri Hleðslu línunni og verður spennandi að fylgjast með fram- haldinu. Hleðslan hentar mjög eftir góða hlaupaæfingu og sem millimál, en drykkurinn er bæði hollur, handhægur og á sama tíma einkar bragðgóður. Við hlökkum til að hitta ykkur á FIT & RUN sýn- ingunni fyrir Reykjavíkurmara- þonið og óskum hlaupurum maraþonsins góðs gengis. Hugsaðu um heilsuna í símanum Hægt er að nálgast fjölda frábærra ókeypis smáforrita sem halda utan um heilsufarslegar upplýsingar. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum …heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.