Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 48
alla föstudaga og laugardaga Peter Andre flytur Peter Andre hefur keypt fyrrum hús Hollywoodleikarans Tom Cruise í Sussex á Englandi. Þar ætlar hann að búa með eiginkonu sinni og börnum þeirra, þar með talið þeim sem hann á með fyrirsætunni Jordan. Conor að fjárfesta á Íslandi? Lítið hefur frést af áformum íþróttafélagsins Mjölnis um að flytja í gömlu Keiluhöllina Öskju- hlíð að undanförnu. Fréttatíminn greindi frá hugmyndum þess efnis síðasta haust og til stóð að allt væri komið á fullt nú síðsumars. Sú er ekki raunin og mun snúa að fjármögnun þriðja aðila. Nú heyr- ist að unnið sé að því að fá nýjan fjárfesti til að taka þátt í þessu verkefni og sá er enginn annar en Conor McGregor, bardagakappi og vinur og æfingafélagi Gunnars Nelson. Gummi messar á ný Enski boltinn fer aftur af stað í dag eftir sumarfrí. Stöð 2 Sport er sem fyrr með sýningarréttinn hér á landi og verður með öfluga umfjöllun, þó hún sé reyndar minni að umfangi en undanfarin ár. Athygli vekur að Guðmundur Benediktsson verður aftur um- sjónarmaður Messunnar og tekur þar með við keflinu af Hjörvari Hafliðasyni. Frægðarsól Guð- mundar er í hæstu hæðum eftir lýsingar hans á EM í sumar og því kom væntanlega ekki annað til greina en að hann yrði aðalmað- urinn. Hjörvar verður þó áfram fastur álitsgjafi í þáttunum. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.