Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 35
…heilsa kynningar7 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 Kolféll. Sigrún B. Ingvadóttir, einkaþjálfari í World Class. Spreyið slær strax á fótapirringinn og hann hverfur strax. Kom mér á óvart hvað spreyið virkar frábærlega Sigrún B. Ingvadóttir er einn af vinsælustu einkaþjálfurum og hóptímakennurum í World Class. Hún kolféll fyrir magnesíumspreyjunum frá Better You sem hafa minnkað vöðvastífleika, aukið orkuna og minnkað fótapirring. Unnið í samstarfi við Artasan Ég hefði aldrei trúað því hvað spreyið virkar fljótt og vel“ segir Sigrún sem hefur notað magnesíumspreyin frá Better You, bæði Orginal og Sport í nokkur ár og finnur mikinn mun á endurheimt vöðva eftir æfingar og á orkunni. „Ég fæ síður harðsperrur og mér finnst frábært að geta borið þetta beint á húðina og finna hvernig magnesíumið skilar sér strax inn í kerfið. Ég reif kálfavöðva fyrir nokkrum árum og finn stundum fyrir stífleika á því svæði og fæ vöðvakrampa þar við mikið álag en spreyið slær fljótt á það þegar slíkt gerist. Einnig hef ég notað spreyið á kvöldin því ég fæ af og til fóta­ pirring, sérstaklega ef ég drekk of mikið af kaffi eða fæ mér eitt rauð­ vínsglas, þetta slær strax á fóta­ pirringinn og ég sef mikið betur,“ segir Sigrún. Sigrún sýndi spreyjunum fyrst áhuga vegna starfs síns og langaði að prófa hvort þau hjálpuðu henni enda magnesíum eitt þeirra stein­ efna sem þarf að passa að líkam­ inn fái nóg af. Nú er hún farin að benda skjólstæðingum sínum á að prófa spreyin enda ansi margir sem fá harðsperrur eft­ ir æfingar, vakna upp við slæman sinadrátt eða eiga erfitt með svefn. „Ég mæli einnig með magnesíumflögunum sem hægt er að setja út í bæði fótabaðið og baðið“. Fjórða mikilvægasta steinefnið Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efna­ skiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvar­ legar afleiðingar í för með sér. Þetta steinefni hefur t.a.m. áhrif á: • Orkumyndun (ATP í frumunum) • Vöðvastarfsemi • Taugastarfsemi • Myndun beina og tanna • Meltingu • Blóðflæði • Kalkupptöku • Húðheilsu Allt að 80% í magnesíumskorti „Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt að fólk þjáist vegna magnesíumskorts og t.d. er talið að allt að 80% Bandaríkjamanna skorti magnesíum. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktun­ ar, lélegt/rangt mataræði, óhófleg áfengis­ og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast stein­ efni líka út þegar við svitnum,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, næringar­ og heilsuþjálfi hjá Artasan. Gegn stífum vöðvum, sina- drætti og fótapirringi (óeirð) „Margir sem stunda íþróttir af kappi eða eru að byrja í ræktinni eftir langt hlé, fá gjarnan slæmar harðsperrur, jafnvel sinadrátt og stífa vöðva eftir æfingar. Við þolum mismunandi tegundir af magnesí­ um misvel og stundum er meltingin ekki alveg í lagi og skilar því þá út aftur eða við fáum niðurgang. Þá er magnesíumið klárlega ekki að skila sér á þann stað sem við myndum helst vilja. Spreyin eru því frábær lausn þar sem þeim er úðað beint á vandamálasvæðið og virknin kemur nánast strax.“ Magnesíum borið beint á vandamálasvæðið „Stundum finnur fólk sem er ný­ byrjað að úða á sig magnesíumolí­ unni fyrir smá kláða eða hitatilf­ inningu í húðinni. Ef það gerist er það oft merki um að of lítið magn af magnesíum sé í líkamanum og er því ráðlagt að byrja á litlum skammti og auka hann svo smám saman eftir að einkennin minnka,“ segir Hrönn. Sölustaðir: flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana. Hentar öllum Sérs taklega fyrir íþróttafólk Fyrir svefninn og fótaóeirð VERÐUM Í HÖLLINNI Í REYKJAVÍKURMARAÞONI Verðum með Craft fötin, Enervit orkugel/duft og BLIZ gleraugu. SÉRTILBOÐ Á ÖLLUM VÖRUM www.craft.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.