Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 36
…maraþon 8 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016 band við Sigga P. hlaupa- þjálfara, sem reyndar hristi hausinn í fyrstu. Sagði að hann gæfi meðalmann- eskju, eins og henni, tvö ár í svona stórt verkefni. „En við settum níu mánaða plan. Þetta hafa verið „hard core“ æfingar og ég á þrjú börn, þannig þetta er búið að vera mikið púsl. Þá hafa meiðsli og veikindi að- eins tafið fyrir. En mér er að fara að takast þetta.“ Krafturinn kemur að innan Eva Lind segir kraftinn sem komi að innan, réttur hugsunarháttur skipti jafn miklu máli og að mynda þol. „Maður þarf að vera með plan og stilla sig inn á það hugarfars- lega. Þegar líkaminn er farinn að kvarta, manni er orðið illt, komin með blöðrur á tærn- ar og búin að missa táneglurnar þá þarf maður að tala sjálf- an sig til,“ segir hún og ljóst er að gengið hefur á ýmsu. En nú styttist í annan end- ann á þjálfuninni og hún ætlar sér að klára hlaupið fyrir litlu frændur sína. Svo fékk Eva Lind til liðs við sig fimm aðra einstaklinga. Einn þeirra, Gunnar Beinteinsson, er að taka þátt í hlaupinu í fimmta skipti en hinir hlaupararnir eru; Hjördís Árnadóttir, Berglind Wright Hall- dórsdóttir, Kristinn Haraldsson og Sandra Dís Steinþórsdóttir. Hópurinn Eva Lind fékk fimm aðra til liðs við sig sem ætla að hlaupa henni til samlætis í Ölpunum. Eva Lind hleypur sitt fyrsta maraþon í Ölpunum eftir aðeins níu mánaða æfin- gar, til að styrkja litla frændur sem misstu föður sinn langt fyrir aldur fram. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Þetta er í rauninni algjör bilun“ „Ég hef aðallega verið í tíu kíló- metra hlaupum og er bara þannig manneskja. Hef reyndar einu sinni tekið þátt í hálfmaraþoni, en það var algjört draumaverkefni. Ég rétt meikaði það,“ segir Eva Lind Helgadóttir sem ætlar að hlaupa heilt maraþon í 1800 metra hæð í svissnesku Ölpunum þann 10. september næstkomandi eftir aðeins níu mánaða þjálfun. Svo- kallað Jungfrau maraþon. Hún er búsett í Sviss, en er stödd á Íslandi í sumarfríi og ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþon- inu til að hita sig upp fyrir Alpana. Hleypur fyrir föðurlausa frændur „Þetta er í rauninni algjör bilun og meira en að segja það. Það sem gerir hlaupið enn erfiðara er að það eru sóparar á ýmsum stöð- um sem sópa þátttakendunum út úr hlaupinu ef þeir standast ekki tíma. Þetta er því alvöru verkefni. Eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera og geri væntanlega aldrei aft- ur,“ segir Eva Lind kímin. En það er ærin ástæðan fyrir því að hún réðst í þetta verkefni. Hún er að safna áheitum svo hún geti styrkt tvo litla frændur sem misstu föður sinn, Vigni Grétar Stefánsson, rétt fyrir síðustu jól. „Frændi minn dó aðeins 39 ára að aldri. Árið 2009 fékk hann vírus í heila og greindist síðar með flogaveiki, en eitt slíkt kast olli dauða hans. Hann lætur eftir sig tvo syni, fjögurra og sjö ára. Því miður var hann ekki líf- tryggður,“ útskýrir Eva Lind. Þjálfarinn hristi hausinn Búið er að stofna Framtíðarsjóð Vign- issona, til að aðstoða drengina í framtíð- inni, en Eva Lind vildi gera eitthvað meira en bara auglýsa reikningsnúmerið á sjóðnum. „Ég hugs- aði með mér, hvað getur maður gert sem hljómar mikið? Til dæmis hlaupið upp Alpana. Við fjölskyldan létum bók ganga á gamlárskvöld, þar sem allir settu sér markmið fyrir árið. Þar gerði ég grein fyrir mínu, að ég ætlaði að hjálpa strákunum og fara í smá verkefni.“ Í kjölfarið hafði Eva Lind sam- Synir Vignis Sindri Dan 7 ára og Snævar Dan 4 ára. Tilbúin Eva Lind segir æfingar hafa gengið þokkalega vel þrátt fyrir ýmis bakslög og hún telur sig tilbúna í hlaupið. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.