Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 20.08.2016, Side 2

Fréttatíminn - 20.08.2016, Side 2
Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þarf að endurnýja umboð sitt hjá framsóknarmönnum í Norð- austurkjördæmi og hugsan- lega einnig sem formaður á flokksþingi ef blásið verður til þess. Staða hans í kjör- dæminu er veik, segir oddviti Framsóknarflokksins á Ak- ureyri. Fundaði með fram- sóknarmönnum á Húsavík á fimmtudaginn. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Kjördæmisráð Framsóknarflokks- ins í Norðausturkjördæmi mun í dag, laugardag, ákveða hvernig val- ið verður á lista flokksins í komandi þingkosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, var efsti maður á lista hans í kjör- dæminu fyrir síðustu kosningar og lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vilji vera það áfram í næstu kosning- um. Oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, Guðmundur Baldvin Guð- mundsson, segir að hann eigi ekki von á því að kjördæmisráðið breyti því hvernig valið verði á listann á fundi ráðsins í Mývatnssveit. „Ég reikna með að menn haldi sig við sama kerfi á áður: Tvöfalt kjördæm- isþing. Þetta verður bara ákveðið á laugardaginn og svo verður næsta kjördæmisþing haldið sem fyrst.“ Þar verður svo kosið um sæti manna á lista flokksins. Um stöðu Sigmundar Davíðs í kjördæminu segir Guðmundur Baldvin að skiptar skoðanir séu á henni. Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra fyrr á ár- inu í kjölfar opinberana í Panama- -skjölunum um að hann hefði átt félag í skattaskjólinu Tortólu. „Ég hef haft sagt að við þurfum að kjósa okkur nýja forystu í flokknum. Mér heyrist vera vilji hjá flestum sem ég tala við um að það þurfi að boða flokksþing þar sem flokksforystan þarf að endurnýja umboð sitt. […] Stærri spurning er því eig- inlega hvort framsóknar- menn vilji að hann stýri flokknum á landsvísu.“ Sigmundur Davíð reynir nú að tryggja stöðu sína í kjördæminu með fundahöldum með fram- sóknarmönnum. Á fimmtu- daginn fundaði hann til dæm- is með framsóknarmönnum í Kiwanishúsinu á Húsavík. Hagsmunir hans snúast bæði um að hann verði efstur á lista flokksins í kjördæminu auk þess sem flokksþing kæmi sér illa fyrir hann. 2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016 Sigmundur reynir að tryggja stöðu sína Sigmundur Davíð Gunn- laugsson er í erfiðri stöðu í kjördæmi sínu á Norðausturlandi þar sem pólitískt bakland hans er lítið eftir erf- iðleika hans síðustu mánuði. Minjastofnun fær 600 milljóna kröfu frá lögfræðingi Minjavernd Steinarnir úr gamla Hafnargarðinum eru í Örfirisey en það kostaði 600 millljónir að koma þeim þangað. Framhaldið getur kostað skattgreiðend- ur milljarða ef svo fer fram sem horfir. Að öðrum kosti er líklegt að steinarnir verði áfram í geymslu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Minjastofnun ríkisins hefur feng- ið senda kröfu upp á 600 milljónir króna vegna gamla hafnargarðsins frá 1928, sem var við Austurbakka, sem fyrrverandi forsætisráðherra hafði frumkvæði að í fyrra að láta færa, stein fyrir stein, meðan fram- kvæmt yrði á lóðinni. Málf lutningsstofa Reykjavíkur sendir Minjastofnun kröfuna fyr- ir hönd Reykjavík Development. Krafan er tvíþætt. Farið er fram á að greiddur verði útlagður kostn- aður eigenda lóðar á Austurhafnar- reitnum við Tollhúsið við að færa hafnargarðinn stein fyrir stein, merkja og setja í geymslu. Þá er gert ráð fyrir að bættar verði taf- ir á framkvæmdum vegna málsins. Kostnaðurinn er um 600 milljón- ir, samkvæmt erindi lögmannsins sem nú er á borði Minjastofnunar. Auk þess er farið fram á viðræður um kostnað við að koma steinun- um fyrir aftur þannig að þeir geti verið til sýnis fyrir almenning, eins og ráðgert var. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur segir að, þar sé verið að tala um stórar upphæðir. Sá kostnaður geti hlaupið á milljörðum. Ann ar hafn argarður inn er frá því fyr ir alda mót in 1900 og er því sjálf rafa friðaður en hinn, sem er frá 1928, var skyndifriðaður í fyrra. Steinarnir eru nú í geymslu úti í Örfirisey en gert var ráð fyrir því að þeir yrðu til sýnis í bíla kjall- ara bygg ing anna sem til stend ur að reisa á svæðinu. Óljóst er hinsvegar hvað verður um málið ef kostnað- urinn getur hlaupið á milljörðum. „Það var alltaf ljóst að reikningur- inn fyrir þetta myndi lenda í vasa skattgreiðenda,“ segir Bjarki Þór. Kristín Huld Sigurðardóttir, for- stjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Hafnargarðarnir voru tveir, annar frá því fyrir aldamót og hinn frá 1928. Það var alltaf ljóst að reikningurinn fyr- ir þetta myndi lenda í vasa skattgreið- enda, segir Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður verktak- anna. Framkvæmdaaðili beri kostnaðinn Í lögum um menningarminjar frá 2012 kemur fram í 28. grein að framkvæmdaraðili greiði kostnað við þær rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar vegna fyr- irhugaðra framkvæmda. „Við allar umfangsmiklar framkvæmd- ir skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum og vettvangsskráningu fornleifa.“ Ljóst er að deilt verður um hvort þessi lagagrein nær yfir þetta tiltekna mál. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi styrkja engin stjórnmálasamtök og það samrýmist ekki stefnu þeirra að gera það. Þetta segir Karen Kjartans- dóttir, upp- lýsingafull- trúi SF. Heims- sýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fékk áður fjár- styrk frá útgerðarmönnum, sam- kvæmt heimildum Fréttatímans, en eftir að nýir stjórnendur tóku við árið 2013 var þeim gerð grein fyrir því að ekki þætti við hæfi að samtökin styrktu pólitísk samtök. Karen Kjartansdóttir staðfestir að ein önnur stjórnmálasamtök hafi beðið um fjárstuðning, nefnilega Píratar, en það var beiðni um lítið fjárframlag vegna alþjóða- hátíðar sem var synjað á sömu forsendum. Samkvæmt heimild- um Fréttatímans fékk Heimssýn einnig fjárstuðning frá Bænda- samtökunum um hríð, en þar var hreyfingin einnig með skrifstofu- aðstöðu um nokkurra mánaða skeið, áður en skrifstofan var flutt í núverandi húsnæði við Ármúla. | þká Stjórnmál Heimssýn og Pírötum neitað um fjárstuðning Heimssýn fékk fjárstyrki frá út- gerðinni fram til 2013 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Nr. 12799 Skoðið útsöluna á www.grillbudin.is GrillbúðinÁ R A ÚTSALA gasgrill 4ra brennara • 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Gaumljós í tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur: 70,5 x 49,5 • Grillið er afgreitt 95% samsett • Afl 18,7 KW 129.900 FULLT VERÐ 189.900 Peningar Tíu stærstu inn- lánseigendur í hverjum banka eiga um 1 prósent af innstæðum. Um 66 prósent af innlánum einstaklinga eru lægri en 16,5 milljónir. Aðeins fjórir einstaklingar eiga innstæður í bönkum sem eru meira en milljarður og 200 eiga meira en hund- rað milljónir. Í lok júní 2016 voru heildarinnlán í innlánsstofnunum rúmlega 1.720 milljarðar króna þar af um 1.710 milljarðar króna í viðskiptabönk- um. Um 40 prósent fjárins eru í eigu einstaklinga. Þetta kemur fram í greiningu Seðlabankans á mögulegu útflæði við losun fjármagnshafta. Fram kemur að þjóðarbúið þoli töluvert fjármagnsútflæði enda sé gjald- eyrisforðinn stór, útlit fyrir áfram- haldandi innstreymi gjaldeyris á komandi árum og lausafjárstaða viðskiptabankanna sterk. | þká Fjórir eiga meira en milljarð á bankareikningi 200 eiga hundrað milljónir en 4 meira en milljarð.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.