Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
Þegar hjónin Ólöf S. Sigur-
jónsdóttir og Guðmundur
Jónasson tóku við kjúklinga-
búinu í Straumi í Straums-
vík árið 1976 voru þau ung
og full bjartsýni. Eftir að
hafa misst alla fuglana úr
óútskýrðum veikindum og
háð níu ára baráttu vegna
flúormengunar við Íslenska
álfélagið voru hjónin hins
vegar í sárum.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þrjátíu ár eru liðin frá því að dóm-
ur var kveðin upp í máli Guðmund-
ar Jónassonar kjúklingabónda í
Straumi í Straumsvík gegn ÍSAL,
Íslenska álfélaginu.
Ólöf og Guðmundur eiga erfitt
með að horfa til baka og rifja málið
upp. Eftir að hafa misst fuglana sem
áttu að sjá sex manna fjölskyldunni
farborða og hafa síðar eytt níu
árum í baráttu við risavaxið al-
þjóðlegt álfyrirtæki án árangurs,
var fjölskyldan í sárum. Þau segjast
hafa grafið málið þegar dómur
féll og reynt að tala sem
minnst um það.
„Við þurftum að
halda áfram, það var
ekkert annað í boði,“
segir Ólöf. „Á þessum
tíma vantaði alla sam-
stöðu milli fólks um þessi
mál. Það var einhver kæf-
ing í gangi. Þetta var eitt-
hvað aðeins rætt í frétt-
um en svo bara gleymdist
þetta.“
Ung og full bjartsýni
Guðmundur og Ólöf áttu
fjögur börn og bjuggu í sinni
eigin íbúð í Hafnarfirði þegar þau
tóku ákváðu að taka kjúklingabú-
ið í Straumi á leigu sumarið 1976
og gerast kjúklingabændur. Þau
voru staðnum vel kunnug því Guð-
mundur hafði verið bústjóri á bú-
inu nokkrum árum áður og hafði
þá fjölskyldan búið í gamla bænum
og líkaði vel.
„Hefði maður vitað að eitthvað
gæti komið fyrir hefði maður ekki
farið út í þetta. Það var rekið þarna
bú áður og aldrei neitt komið fyr-
ir svo okkur datt þetta ekki í hug,“
segir Guðmundur.
„Okkur leist vel á að fara út í
þetta,“ segir Ólöf. Kjúklingur var
vinsæll og góður matur á þessum
tíma og okkur þótti þetta ákjósan-
legt. Þetta var góður markaður og
okkur langaði til að gera eitthvað
nýtt og spennandi. Okkur datt ekki
í hug að eitthvað kæmi fyrir enda
vorum við ung og full af bjartsýni.“
Grunaði flúormengun
Stuttu eftir að þau tóku við búinu
fóru fuglarnir að drepast og þó alltaf
séu einhver afföll í kjúklingarækt fór
Guðmund og Ólöfu að gruna að eitt-
hvað verulega mikið væri að þegar
minna en helmingjur fuglanna
komst á legg. Í lok ársins þurftu þau
að selja íbúðina sína í Hafnafirði til
að ná endum saman. Þau vonuðust
alltaf til að ræktin myndi ná sér á
strik en það gerðist aldrei og rúm-
lega ári eftir að þau tóku við búinu
þurftu þau að slátra síðustu fuglun-
um. Á þessum tíma var töluverð fjöl-
miðlaumfjöllun um mengun frá
Við ofurefli að etja
Kjúklingabændurnir í Straumi horfa til baka
Straumur í Straumsvík. Hjónin Guðmundur Jónasson og Ólöf S. Sigurjónsdóttir gerðust kjúklingabændur í Straumi árið 1976. Ári síðar höfðu þau misst allt sem þau áttu. Guðmundur og Ólöf
hafa aldrei rifjað málaferlin upp fyrr en nú og treystu sér ekki til að láta ljósmynda sig fyrir umfjöllunina. Þau segja þetta hafa verið hrikalegan tíma en þau hafi komist yfir erfiðleikana saman.
„Við bjuggum í fjórum leiguíbúðum þar til við enduðum á að byggja okkur hús hér í Hafnafirði. Hér höfum við verið síðan og lifað góðu og hamingjuríku lífi í mörg ár,“ segir Ólöf.
Mynd | Hari
Vildu byrja
upp á nýtt
Guðmundur
var bústjóri á
kjúklingabúinu
á Straumi á ár-
unum 1971-1973
en haustið 1976
tóku þau Ólöf
kona hans búið á
leigu og keyptu
bústofn og annað
til rekstursins.
Stuttu síðar
fóru fuglarnir að
drepast og um
veturinn 1977 voru
afföllin 54%.
“Þegar við tók-
um við kjúklinga-
búinu vildum við
byrja upp á nýtt og
gera það vel. Við
hugsuðum rosa-
lega vel um þessa
fugla. Svo fóru þeir
að deyja og við
skildum þetta ekki
fyrr en við fórum að
hugsa um meng-
unina frá álverinu.”
Ólöf Sigurjónsdóttir. Mynd | Skjáskot úr Helgar-
póstinum, 5.11.82.