Fréttatíminn - 16.09.2016, Qupperneq 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
Dómsmálið
1976
Hjónin taka
kjúklingabúið í
Straumi á leigu.
1976–1977
54 af hverjum 100
kjúklingum drepast.
1977
Málarekstur hefst á
miðju ári.
1977-1980
Sáttalumleitanir
við Ísal, Íslenska
álfélagið.
1980
Hjónin ákveða að
höfða mál.
1981
Málið flutt í Bæjar-
þingi Hafnafjarðar.
Lennard Krook legg-
ur fram skýrslu sína
um tengsl flúors við
dauða fuglanna.
1982
Meðdómendur
sækja um frest til
að afla nýrra gagna
í maí. Í millitíðinni
var settur upp
hreinsibúnaður í
álverinu í Straums-
vík sem kostaði 360
milljónir.
1983
9. janúar tapa hjón-
in málinu í Bæjar-
þingi Hafnarfjarðar
og skjóta málinu til
Hæstaréttar þann
23. mars.
1986
Hjónin í Straumi
fara fram á 474.000
kr. auk dómsvaxta
í skaðabætur frá
Ísal en tapa málinu
í Hæstarétti í nóv-
ember.
Hvorki innlendum né erlendum sérfræðingum tókst að færa sönnur fyrir því að um flúormengun hafi verið að ræða, né heldur að ekki hafi verið um flúormengun að ræða.
álverinu og fór þau Guðmund og
Ólöfu að gruna að um flúormengun
gæti verið að ræða.
Guðmundur leitaði til Tilrauna-
stöðvar Háskóla Íslands í meina-
fræði að Keldum og voru niður-
stöður þaðan bornar saman við
kjúklinga frá Móum á Kjalarnesi
og í ljós kom marktækur munur á
flúorinnihaldi í beinum þeirra. Há-
skólinn kynnti sér einnig aðstæður
í búinu og taldi þær til fyrirmynd-
ar en treysti sér þó ekki til að full-
yrða að flúormengun væri að ræða.
Þegar búinu var lokað haustið 1977
og síðustu kjúklingunum fargað
frysti Guðmundur fáeina kjúklinga
og sendi tvo þeirra til Lennard
Krooks, prófessors í meinafræði
og deildarforseta dýralækninga
við Cornell háskólann í Bandaríkj-
unum, en lögfræðingur hjónanna
Hafsteinn Baldvinsson hafði heyrt
af rannsóknum hans. Krook var
sérfræðingur í áhrifum flúors á
dýr og leiddi á þessum tíma rann-
sókn á dauða nautgripa Mohawk-
-frumbyggja í Kanada, sem bjuggu
nokkrum kílómetrum frá álveri.
Krooks ákvað að aðstoða Guðmund
og Ólöfu endurgjaldslaust. Í skýrslu
sinni um kjúklingana frá Straumi
fjallaði hann um athuganir sínar,
meðal annars um flúorinnihald
og skemmdir í beinum fuglanna
vegna „langvinnrar flúoreitrunar“
og rökstuddi hann það álit sitt að
„bersýnilega væri orsakasamband
milli mengunar frá verksmiðjunni
og vanhaldanna.”
Skammaðist sín fyrir baráttuna
„Allt í einu var komin skýring á öllu
saman frá þessum sérfræðingi og
það varð til þess að við ákváðum
að kæra,“ segir Guðmundur. Þau
Ólöf voru orðin nokkuð sannfærð
um að flúormengun væri orsökin
og var því talsvert létt að heyra frá
sérfræðingnum að grunur þeirra
væri á rökum reistur. Léttleikatilf-
inningin átti samt fljótlega eftir að
breytast í þungar áhyggjur. Eftir að
Krooks skilaði inn niðurstöðum sín-
um í skýrslu vorið 1981 báðu með-
dómarar í héraðsdómi um frest á
málinu til að afla nýrra gagna. Ísal
lagði í framhaldinu fram röð sér-
fræðiálita sem andmæltu niður-
stöðum Krooks og einnig fékk fyr-
irtækið Iðntæknistofnun Íslands til
þess að mæla flúor í beinum frá fjór-
um öðrum íslenskum kjúklingabú-
um. Á sama tíma var settur upp nýr
hreinsibúnaður í álverinu. Í janú-
ar árið 1983 töpuðu Guðmundur og
Ólöf málinu í héraði og svo aftur í
Hæstarétti þremur árum síðar.
„Þetta var okkur hreinlega of-
viða, segir Ólöf. „Niðurstaða máls-
ins var sú að þetta var ekki dæmt.
Fuglarnir voru víst ekki að deyja
vegna mengunar en það var ekkert
annað sem gat hafa valdið þessu.“
„Við héldum í vonina um öfuga
sönnunarbyrði, að álfyrirtækið
þyrfti að afsanna að um flúormeng-
un hefði verið að ræða, en það varð
ekkert úr því,“ segir Guðmundur.
„Maður var náttúrulega rosalega
sár út í þetta allt saman því maður
hafði svo lítið um þetta að segja,“
segir Ólöf. „Við misstum allt sem við
áttum og eftir á hálfskammaðist ég
mín fyrir að hafa verið að standa í
þessari baráttu. Þetta tók á og ég
varð um tíma mjög bitur. Þegar við
tókum við kjúklingabúinu vildum
við byrja upp á nýtt og gera það
vel. Við hugsuðum rosalega vel um
þessa fugla. Svo fóru þeir að deyja
og við skildum þetta ekki fyrr en
við fórum að hugsa um mengunina
frá álverinu. Þetta var allt svo nýtt
á þessum tíma, engin hreinsibún-
aður eða mengunarvarnir og mökk-
urinn sveif bara yfir. En eftir þetta
voru settar upp mengunarvarnir,
svo maður spyr sig; afhverju að gera
það ef það var engin mengun?“
Komust yfir hrikalegt tímabil
„Þetta var mjög erfitt tímabil en
við komumst yfir það. Við bjugg-
um í fjórum leiguíbúðum þar til við
enduðum á að byggja okkur hús hér
í Hafnafirði. Hér höfum við verið
síðan og lifað góðu og hamingjuríku
lífi í mörg ár,“ segir Ólöf sem lauk 26
ára starfsferli sem skrifstofufulltrúi
núna í haust.
Guðmundur hóf störf hjá vél-
smiðju stuttu eftir áfallið og hefur
starfað þar síðan. Hann hefur ekki
talað um málaferlin í mörg ár því
hann hefur einfaldlega ekki getað
það, það er of sárt. „Fjárhagslega
tjónið var mikið en það sálræna
var miklu meira,“ segir hann. „Það
var svo erfitt að horfa upp á fuglana
deyja án þess að skilja hvað væri að
gerast. Og horfa upp á allt sem við
vorum að byggja upp hverfa. Þetta
var hrikalegt tímabil, alveg hrika-
legt fyrir alla fjölskylduna. En við
höfum verið heppin að hafa heilsu
til að vinna. Ég er orðin 74 ára og
get enn unnið en við stöndum ekki
jafn vel og við ættum að gera á þess-
um aldri. Við áttum heimili þegar
við fórum út í þetta en þurftum
að fara aftur á byrjunarreit,“ segir
Guðmundur.
„Dómurinn fór svona og maður
bara sat uppi með það eins og súrt
epli,“ segir Ólöf. „Í dag myndi ég lík-
lega ekki stoppa þar en okkur var
svo óhægt um vik að standa á eig-
in fótum. Það var bara við ofurefli
að etja.“
Verjandi Mohawk-frumbyggja til Íslands
Lennard Krook var sérfræðingur
í áhrifum flúors á dýr og leiddi á
þessum tíma rannsókn á óútskýrð-
um dauða nautgripastofns Mo-
hawk-frumbyggja í Kanada, sem
ráku árið 1959 45 nautgripabú og
364 mjólkurbú á verndarsvæði sínu
við St. Lawrence-fljótið á mörk-
um Kanada og Bandaríkjanna. Það
sama ár opnaði Reynolds málm-
bræðslufyrirtækið, sem er í eigu
Alcoa í dag, álverksmiðju örfáum
kílómetrum frá verndarsvæðinu og
hægt og rólega fóru nautgripirnir
að veikjast og drepast.
Tuttugu árum
síðar, árið 1979
þegar Krook
mætti á svæð-
ið, voru aðeins
átta bændur
eftir en engin
mjólkurbú. Eftir
nokkurra ára rannsóknir komst
Krooks og rannsóknarteymi hans
að þeirri niðurstöðu að flúormeng-
un frá álverinu væri orsök veikind-
anna og studdu niðurstöður hans
bótakröfur frumbyggjanna í skaða-
bótamáli gegn fyrirtækinu.
In Memoriam
Fluoride 43(2)91–93
April-June 2010
Lennart Per Krook: distinguished expert in animal fluoride toxicity
Ramsay 9191
LENNART PER KROOK: DISTINGUISHED EXPERT
IN ANIMAL FLUORIDE TOXICITY
1924–2010
We are grieved to report
the loss of our faithful
editorial colleague for
Fluoride, Professor
Emeritus Lennart Per
Krook, member of the
Editorial Board since
1990 and Associate
Editor since 2003. We
will miss him not only as
an unusually
knowledgeable and a
highly gifted co-worker
but also as a friend.
Lennart Krook, born in
Eksharad, Sweden on
August 28, 1924, passed
away in Ithaca, NY, on
April 24, 2010. He earned
his DVM and PhD
degrees from the Royal
Swedish Veterinary
College in Stockholm
where he also served as
Associate Professor of
Pathology, 1952–1957.
The following year he left
Sweden for a position as
Associate Professor of
Pathology at the School
of Veterinary Medicine at
Kansas State University,
M nhattan, KS.
He pursued a rich and varied career with a wide spectrum of contributions to
veterinary science and related subjects in the United States and abroad. Later in his
life, in connection with his election as Fellow of the American Society for
Nutritional Sciences in 2003, he was honored with the following commendation:
“Dr Krook must be considered among the most productive veterinary research
nutritional pathologists of his time. He has collaborated with many scientists from
diverse fields in interdisciplinary research involving farm and laboratory animals.
He and his colleagues have made major contributions to dietary requirements,
metabolism, and nutrient interactions in pigs, dogs, horses, and other animals.”
Lennart Per Krook. Born August 28, 1924 in Eksharad,
Sweden. Died April 24, 2010 in Ithaca, NY, USA.
Ingvar Hjartarson hlaupari
fyrir hlaupara,
golfara og
hjólreiðafólk
með og án styrks