Fréttatíminn - 16.09.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
Leyndarhyggja og lungnabólga
Þar sem forsetaframbjóðendum er
fylgt eftir af sjónvarpsmyndavél-
um við hvert fótmál náðist atvikið
á mynd og upptaka af því var spiluð
linnulaust á öllum sjónvarpsstöðv-
um. Sérfræðingar voru kallaðir inn
til að velta vöngum yfir heilsu Clint-
on, því hvað amaði í raun að henni
og hvaða þýðingu það hefði fyrir
kosningabaráttuna.
Kosningaskrifstofa Clinton stað-
hæfði í fyrstu að Hillary hefði of-
hitnað og fengið svima, en hitinn í
New York þá um morguninn var um
27 gráður. Síðar um daginn var svo
birt yfirlýsing frá lækni Hillary, þar
sem fram kom að hún hefði þjáðst
af slæmum hósta undanfarið sök-
um árstíðabundins ofnæmis en við
læknisskoðun á föstudeginum fyr-
ir athöfnina hefði hún greinst með
lungnabólgu og í kjölfarið fengið
sýklalyf. Við minningarathöfnina á
Stærsta fréttin úr banda-
rísku forsetakosningun-
um í síðustu viku, eða í
það minnsta sú sem hefur
vakið mesta athygli, eru
veikindi Hillary Clinton
á minningarathöfn um
hryðjuverkaárásirnar 11.
september 2001, í New York
síðastliðinn sunnudag. Eftir
að hafa meðal annars rætt
við fjölskyldur fólks sem lést
í árásunum þurfti Hillary að
yfirgefa athöfnina í skyndi,
áður en dagskránni var
lokið Á leiðinni að bíl sínum
fékk hún svo aðsvif með
þeim afleiðingum að lífverð-
ir hennar þurftu að styðja
hana og hjálpa henni upp í
bílinn.
Magnús Sveinn Helgason
ritstjorn@frettatiminn.is
sunnudag hefði hún hinsvegar bæði
ofhitnað og ofþornað með þeim af-
leiðingum að hún örmagnaðist. Hún
hefði í kjölfarið fengið viðeigandi að-
hlynningu og á góðum batavegi og ef
marka má dagskrá Clinton síðustu
daga virðist hún hafa náð fullum
bata.
Lungnabólga og leyndarhyggja
Þessi uppákoma, og fjölmiðlaum-
fjöllunin um hana, er merkileg fyrir
margra hluta sakir og full ástæða til
að staldra við og velta henni fyrir
sér. Fyrir utan augljósar spurningar
um heilsufar frambjóðendanna,
bæði Hillary Clinton og Donald
Trump, hafa fjölmiðlar velt því fyrir
sér hvaða þýðingu það myndi hafa
fyrir kosningabaráttuna ef Clint-
on væri í raun alvarlega veik og
neyddist til að draga framboð sitt til
baka. Hvernig færi flokkurinn að því
að skipta um forsetaframbjóðanda á
lokametrunum?
Þótt heilsufar Clinton hafi í upp-
hafi verið stóra fréttin í málinu
snérist athyglin hins vegar fljótlega
að því af hverju Clinton hefði kosið
að þegja um veikindin, enda hefur
Hillary ítrekað verið gagnrýnd fyr-
ir að koma ekki hreint til dyranna.
Einn þeirra sem gagnrýndi þetta
var David Axelrod, fyrrum ráðgjafi
Obama, sem sagði á Twiter „sýkla-
lyf geta læknað lungnabólgu. En
hvaða lækning er við óheilbrigðri
leyndarhyggju sem virðist hvað eft-
ir annað skapa alvarleg vandamál?“
Fjölmargir hafa tekið undir orð
Axelrod, og gagnrýna Hillary fyrir
það sem þeir telja að sé margítrekað
ósannsögli og ógagnsæi og lungna-
bólga Hillary er þannig orðin að
birtingarmynd alvarlegra vanda-
máls. Newt Gingrich, þingforseti
Repúblíkanaflokksins í neðri deild
Bandaríkjaþings árin 1995 til 1999,
og einn harðasti andstæðingur Clint-
on-hjónanna á tíunda áratugnum,
sagði í viðtali við Sean Hannity,
þáttastjórnanda á Fox News að það
væri ómögulegt að treysta yfirlýsing-
um lækna Clinton, og að það gilti í
raun einu hvaða gögn þeir gerðu op-
inber, því það væri engu að treysta
þegar Clinton-hjónin væru annars
vegar.
Ógagnsæjustu frambjóðendurni
Aðsvif Clinton og umræðan um
meint ógagnsæi í herbúðum henn-
ar hefur líka vakið upp að nýju
spurningar um heilsu og heiðar-
leika Donald Trump, enda nær
Clinton ekki með tærnar þar sem
Trump er með hælana þegar kem-
ur að ógagnsæi. Trump hefur til
dæmis staðfastlega neitað að birta
skattframtöl sín, með þeim rökum
að umsvif hans séu það mikil og
viðskipti svo flókin að fólk myndi
misskilja framtölin og snúið yrði út
úr upplýsingum í þeim til þess eins
að koma á hann höggi. Þetta hefur
auðvitað vakið spurningar um hvað
hann sé að reyna að fela.
Einu upplýsingarnar sem Trump
hefur birt um heilsufar sitt er
undarlegt bréf frá meltingarfæra-
lækni sem segist hafa sinnt Trump
í áratugi. Í bréfinu, sem er hálf
blaðsíða á lengd og fullt af stafsetn-
ingarvillum. er því haldið fram að
nái Trump kjöri verði hann „hraust-
asti forseti í sögu Bandaríkjanna“.
Bréfið vakti skiljanlega athygli fjöl-
miðla þegar það var birt, en frásögn
læknisins af tilurð þess er þver-
sagnakennd, auk þess sem hann
segir að það hafi verið skrifað í
miklum flýti. Þó Trump drekki ekki
áfengi og hafi aldrei reykt má setja
spurningamerki við það hvort það
geti staðist að hann verði hraust-
asti forseti Bandaríkjanna, nái hann
kjöri, því hann yrði þá elsti forseti
Bandaríkjanna.
Meðal þeirra sem endurtístu
færslu Axelrod var Kellyanne
Conway, kosningastjóri Trump,
Hvað gerist ef Hillary Clinton
dregur framboð sitt til baka?
Hillary Clinton kemur á minn-
ingarathöfn í New York vegna
hryðjuverkaárásanna 11 sept-
ember 2001. Stuðningsmenn
Trump, og hægrisinnaðar
fréttaveitur á borð við Breit-
barg News hafa að undanförnu
dreift samsæriskenningum um
að Clinton sé að fela alvarleg
veikindi og sé við dauðans dyr.
Leyndin sem hafði hvílt yfir
lungnabólgu Clinton varð til
þess að kynda undir þessar
samsæriskenningar.
Ronald Reagan Repúblíkani 73 1984 endurkjör
Bob Dole Repúblíkani 73 1996 náði ekki kjöri
John McCain Repúblíkani 72 2008 náði ekki kjöri
Donald Trump Repúblíkani 70 2016 ?
Ronald Reagan Repúblíkani 69 1980 kjörinn forseti
Hillary Clinton Demókrati 69 2016 ?
G.H.W. Bush Repúblíkani 68 1992 kjörinn forseti
Dwight D. Eisenhower Repúblíkani 66 1956 endurkjör
Mitt Romney Repúblíkani 65 2012 náði ekki kjöri
Harry Truman Demókrati 64 1948 kjörinn forseti
William Jennings Bryant Demókrati 40 1900 náði ekki kjöri
Thomas Dewey Repúblíkani 42 1944 náði ekki kjöri
John F. Kennedy Demókrati 43 1960 kjörinn forseti
Theodore Roosevelt Repúblíkani 46 1904 kjörinn forseti
Thomas Dewey Repúblíkani 46 1948 náði ekki kjöri
Bill Clinton Demókrati 46 1992 kjörinn forseti
Richard M. Nixon Repúblíkani 47 1960 náði ekki kjöri
Barack Obama Demókrati 47 2008 kjörinn forseti
Williams Jennings Bryant Demókrati 48 1908 náði ekki kjöri
Wendell Wilkie Repúblíkani 48 1940 náði ekki kjöri
flokkur
aldur á
kosningadag kosingaár
10 elstu forsetaframbjóðendur Bandaríkjanna síðan 1900
Aldur forsetaframbjóðenda
Hillary Clinton og Donald Trump eru með elstu forsetaframbjóðendum í sögu Bandaríkj-
anna. Trump, sem er fæddur 14 júní 1946 yrði kominn á áttræðisaldur þegar hann tæki
embættiseiðinn í janúar, sem myndi gera hann að elsta forseta í sögu Bandaríkjanna. Clint-
on, sem er fædd 26 október 1947 yrði 69 ára gömul í janúar og næst elsti forsetinn í sögu
Bandaríkjanna, nærri níu mánuðum yngri en Reagan þegar hann tók við embætti. Reagan
var líka 69 ára gamall þegar hann sór embættiseið 20 janúar 1980, tveimur vikum áður en
hann fagnaði 70 ára afmæli sínu.
10 yngstu forsetaframbjóðendurnir síðan 1900
M
yn
di
r |
N
or
di
cP
ho
to
s/
G
et
ty
Im
ag
es