Fréttatíminn - 16.09.2016, Síða 22
Fyllingin
½—1 kg kartöflur, afhýddar og
skornar í litla bita
Salt
3 tsk. ósaltað smjör eða ólífuolía
3 meðalstórir hvítir eða gulir
laukar, saxaðir fínt
allspice og lárviðarlauk
2 bollar rjómaostur
Svartur pipar
Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni.
Látið renna af kartöflunum
og þurrkið þær svo í nokkrar
mínútur í pottinum, stappið og
geymið í skál. Bræðið smjörið,
bætið út í það allspice og einu lár-
viðarlaufi og mýkið laukinn í 15 til
20 mínútur. Blandið helmingnum
saman við kartöflurnar en geymið
hinn helminginn. Bætið osti, salti
og pipar út í kartöflurnar og lauk-
inn og blandið vel saman.
Deigið
7 bollar hveiti, meira ef þarf
1/2 bolli mjúkt ósaltað smjör
2 bollar heitt vatn
Setjið hveiti í stóra skál og hnoðið
smjörinu saman við, bætið helm-
ingnum af vatninu út í og svo
eina matskeið í einu þar til deigið
er orðið mjúkt og meðfærilegt.
Setjið deigið á hveitistráð borð
og hnoðið þar til deigið er orðið
þannig að auðvelt sé að móta það.
Skiptið deiginu í sex hluta á stærð
við appelsínu, hafið viskustykki
yfir þeim hlutum sem ekki er ver-
ið að vinna með. Vinnið á hveitist-
ráðu borði og fletjið hverja kúlu í
hring sem er um 25 cm í þvermál.
Skerið út 7 til 8 cm hringi. Setjið
hringina á smurða bökunarplötu
en gætið þess að deigið þorni
ekki meðan verið er að vinna úr
restinni af deiginu. Setjið eina
matskeið af fyllingu á hvern hring,
brjótið hann saman og þrýstið
saman jöðrunum. Gætið þess
áfram að deigið ofþorni ekki.
Setjið plötu í miðjan ofn og hitið
hann í 80 gráður. Komið upp suðu
á 6 til 8 lítrum af saltvatni og sjóð-
ið 10 til 12 dumplinga í einu, gætið
þess að þeir festist ekki saman.
Þeir eru tilbúnir þegar þeir fljóta
upp. Haldið á þeim hita í ofninum.
Framreiðsla
Salt
½ bolli smjör
1 bolli sýrður rjómi
Bræðið smjör á pönnu, stráið
lauknum sem geymdur var yfir
dumplingana og hellið brædda
smjörinu yfir. Berið fram með
sýrðum rjóma
Uppskrift að Ruskie
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
Stas Zawada og Agnieszka
Sokolowska eru bókasafns-
fræðingar frá Suður-Pól-
landi. Þau opnuðu kaffihúsið
C is for Cookie á Óðinstorgi
á sínum tíma en seldu það
þegar túristarnir héldu að
þeir væru komnir í Dis-
neyland. Þau vita allt um
úthverfi Reykjavíkur.
Alda Lóa Leifsdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Stas Zawada og Agnieszka
Sokolowska fluttu til Islands rétt fyr-
ir hrun og keyptu sér hús í Hafnar-
firði stuttu síðar. Árið 2010 opnuðu
þau kaffihúsið C is for Cookie, á Óð-
instorgi. Frá kaffihúsinu fylgdust þau
með síauknum ferðamannstraumi
til landsins og dag einn fengu þau
nóg af túrisma og seldu rekstur-
inn. Stas tekur einstakar myndar af
mannvirkjum í úthverfum Reykja-
víkur sem hann þekkir betur en
flestir innfæddir íslendingar.
Fystu árin sem Stas og Agnieszka
bjuggu á Íslandi vann Agnieszka á
kaffihúsum í 101 og Stas keyrði lyft-
ara en árið 2010 opnuðu þau sitt
eigið kaffihús, C is for cookie, á
Óðinstorgi þar sem kvenfatabúðin
Móðir, kona, meyja hafði áður verið
til húsa. „Fyrsta árið okkar í kaffi-
húsinu, þá komu gjarnan konur á
áttræðis og níræðis aldri að leita að
kjólabúðinni sinni og við þurftum
að snúa þeim á þröskuldnum og
hryggja þær með þeim tíðindunum
að kjólabúðin væri ekki lengur til.“
Erum ekki týpiskir Pólverjar
Ástríða Agnieszku liggur í bakstri
og matargerð og þegar Stas missti
vinnuna sína á lyftaranum í Öl-
gerðinni þá lá beint við að opna
kaffihús þegar þau fundu húsnæð-
ið við Óðinstorg. „Við vildum reka
fjölskyldukaffihús fyrir nágranna
og vini. Við opnuðum snemma á
morgnana og lokuðum kl. 18 af
því að við vorum ekki með vín-
veitingarleyfi. Við drekkum hvor-
ugt áfengi, ég kannski pínulítið
örsjaldan,“ segir Agnieszka. „Við
erum grænmetisætur, og trúleys-
ingjar í þokkabót, hmm kannski
erum við ekki típískir Pólverj-
ar einu sinni. „Þegar vinir okkar
koma frá Póllandi í heimsókn koma
þeir yfirleitt með „kielbasa“, sem
eru pólskar pylsur og vodka sem
við þurfum síðan að losa okkur við
aftur,“ segir Agnieszka og leggur
á borð pólskar dumplings sem er
pólskur fátækramatur og kallað-
ur „ruskie“ útskýrir Stas, en það
eru ljúffengar dumplings fylltar
með kartöfflustöppu, með hvítlauk
og rjómaosti og eru svo alls ekki
pólskar heldur úkraínskar upphaf-
lega. „Pólland er auðvitað suðu-
pottur af siðum og menningu úr
öllum áttum. Stalin og fleiri karlar
voru sífellt að færa til fólk og landa-
mæri, þannig að það sem við höld-
um að sé pólskt átti kannski ræt-
ur sínar upphaflega annarsstaðar.
Eins og þegar við Agnieszka sáum
ostakökurnar og bakkelsið frá Pól-
landi í gyðingabakaríum í París
undir nafninu „gyðingabakkelsi“,
þá vissum við ekki lengur hvort að
bakkelsið í Póllandi var pólskt eða
úr matarhefð gyðinga í Póllandi.“
Fastakúnnar fluttu úr Þingholtunum
En aftur að C is for Cookie. „Þegar
fastakúnnarnir okkar og vinir fóru
að hverfa í önnur í hverfi og íbúð-
irnar í Þingholtunum fóru undir
Airbnb og hótelrekstur þá ákváðum
við líka að selja kaffihúsið okkar.
Auðvitað voru kannski meiri pen-
ingar í kassanum en það var bara
ekki þess virði.“
Agnieszka hafði líka eignast ann-
að áhugamál sem átti sinn þátt í
því að þau seldu reksturinn. „Það
er bara eitt sem getur fyllt hjarta
mitt í einu og að þessu sinni var það
Eryk, sonur minn sem fæddist 2013.
Í fyrstu hélt ég að þetta gengi upp,
en komst snemma að því að það átti
ekki saman að reka kaffihús og vera
með barn á brjósti, og 2015 eignuðu-
mst við stúlkuna okkar hana Ronju
sem er að byrja á leiksskóla.“
Leiðinlegri ferðamenn
„Þegar við komum til Íslands 2006
þá var dýrt að komast hingað, ferða-
menn komu vel undirbúnir til lands-
ins og Íslandsferðin hafði tilgang af
því að fólk hafði þróað hugmyndina
með sér í mörg ár. Þetta voru frekar
kurteisir og áhugasamir ferða-
menn. Í dag eru fargjöldin ódýrari
og fólk er að velja á milli þessa að
að skella sér til Kanaríeyja, Tyrk-
lands eða Íslands?“ En Agnieszka
og Stas fylgdust með þessari þróun
á tímabilinu 2010—2013 og sáu nýja
tegund ferðamanna koma til lands-
ins. Þessir ferðamenn sem streymdu
til landsins litu á okkur sem hluta af
skemmtidagskránni i Disneylandi.
Við rákum fjölskyldukaffihús en
nýju ferðamennirnir vildu þjónustu
í bubblulandi og þarna voru tveir
heimar að skarast og viðmótið frá
þessum ferðamönnum var satt best
að segja frekar leiðinlegt.“
Gervihnöttur og Pólverji
„Við fengum íbúðina okkar hérna í
Hafnarfirði afhenta áður en leigu-
samningur leigjendanna sem bjuggu
hérna fyrir rann út. Það voru Pól-
verjar sem bjuggu hérna sem vildu
ólmir komast í burt af því að það
er ekkert gervihnattasignal út af
bjarginu hérna fyrir ofan húsið,
við vorum heppin þar. En Pólverj-
ar geta valið um 300 pólskar stöðv-
ar í gegnum gervihnöttinn sinn
sem verður líka til þess að þeir lifa
í pólskum heim búandi á Íslandi.
Þegar þú keyrir í gegnum úthverfin,
Breiðholt, Vellina og iðnaðarhverfin
og ef þú sérð gervihnetti hanga utan
í húsunum eða bílskúrum, þá máttu
bóka að þar búa Pólverjar eða jafn-
vel aðrir útlendingar. Sérstaklega ef
það eru hverfi þar sem Íslendingar
sjálfir vilja ekki búa.“
Núna eru hundar í Hafnarfirði
Hafnarfjörður hefur breyst tölu-
vert síðan við fluttum hingað að
mati Agnieszku. „Við keyptum
íbúðina í þessu gamla timburhúsi
við Lækjargötu árið 2008 en hús-
ið er merkilegt fyrir þær sakir að
það var eitt af fyrstu húsunum á
Íslandi sem var upplýst með raf-
magni.“ Jóhannes Reykdal, skýtur
Stas inn í, sá sem byggði húsið,
Undir gervihnattadiskum býr fólk
Fjólskyldan heima í Hafnarfirði, þau Stas og Agnieszka seldu kaffihúsið C is for cookie í 101 þegar börnin Eryk og Ronja fæddust. En kaffihúsareksturinn samræmdist ekki fjölskyldulífinu. Mynd | Alda Lóa.
Pólskar dumplings er pólskur fátækramatur og kallaður “Ruskie” en það eru afar
ljúffengar dumplings fylltar með kartöfflustöppu, lauk og rjómaosti og eru svo
alls ekki pólskar heldur upphaflega úkraínskar. Mynd | Alda Lóa.