Fréttatíminn - 16.09.2016, Side 24
Fleiri myndir eftir
Stas á frettatiminn.is
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
byggði einnig fyrstu rafstöðina
á Íslandi hérna í Hafnarfirði árið
1904. Fyrstu árin okkar í Hafnarf-
irði var varla nokkur lifandi vera
á gangi hérna á götunum, sem er
auðvitað mjög einkennandi fyrir Ís-
land afþví Íslendingar fara ekki neitt
án bílsins. En við sjáum þetta líka
breytast núna. Í dag má sjá fólk og
fjölskyldur og jafnvel hunda spáss-
era um Hafnarfjarðarbæ. Við erum
líka farin að hitta gamla nágranna
okkar frá C is for Cookie, unga fólkið
sem flytur úr Þingholtunum hingað
í Hafnarfjörðinn. Síðast í dag heils-
aði ég fyrrverandi fastakúnna okk-
ar hérna út á götu og ég man ennþá
hvað hún pantaði sér, hún fékk sér
alltaf soja-latte.“
Ljósmyndarinn Stas
„Ég held að ég hafi farið að ljós-
mynda á sínum tíma af sömu
ástæðu og unglingurinn sem finn-
ur tjáningarþörf sinni útrás í gegn-
um væmin ljóðaskrif, ég tók væmn-
ar og einsleitar ljósmyndir. Ég var
14 ára þegar ég byrjaði að fikta með
rússneska myndavél, Zenith E, sem
pabbi átti. Ég og bróðir minn sem er
nokkrum árum eldir en ég, þá upp-
rennandi efnafræðingur, deildum
herbergi í íbúðinni okkar í komm-
únistablokkinni. Bróðir minn hafði
umbreytt herberginu okkar í efna-
fræðitilraunarstofu þannig að ég
hafði aðgang að allskyns efnum og
framkallaði sjálfur mínar filmur
enda hafði ég ekki efni á öðru. Ég
lærði mikið á þessum æfingum okk-
ar í efnaheiminum, sérstaklega lærði
ég að vera varkár, því eitt sinn slapp
ég naumlega lifandi frá sprengingu í
herberginu okkar af völdum tilrauna
með efnið oxyhydrogen.
En ég lærði allt sem þurfti til þess
að framkalla filmur og stækka ljós-
myndir. Ég bjó til myrkraherbergi á
baðherberginu okkar og þegar fólkið
mitt fór í rúmið á kvöldin fór ég inná
baðherbergi að stækka ljósmyndir.
Þetta var svo spennandi að ég átti
til að gleyma stað og stund og rank-
aði ekki við mér fyrr en fjölskyldan
vaknaði að nýjum degi og hékk á
hurðinni og þurfti að komast inn á
baðherbergið.“
Bókasafnsfræðingurinn óþarfur
„Það var gaman að búa með bróður
mínum og þegar hann fór loksins í
eiginlegt efnafræðinám þá kynnt-
ist hann sínum líkum. Einn vinur
hans hafði misst auga við tilraunir
sínar og annar missti allt hárið eft-
ir að hafa sýslað með kvikasilfur.
Sjálfur fór ég í ljósmyndanám í iðn-
skóla sem var í 200 km fjarlægð frá
heimili mínu. Þar bjó ég í húsnæði
þar sem hvorki var vatn né rafmagn
og ég lærði við kertaljós. Mig langaði
að læra að vinna litmyndir sem ég
hafði ekki haft tækifæri til heima.
Ég lærði margar aðferðir einsog
„solarisation“, „izohelia“, „gum pr-
ints“, og „bromoil“ í þessum skóla.
En ég var óheppinn af því að þetta
var á sama tíma og digital-tæknin
var að taka yfir og ég var síðasti ár-
gangurinn sem lærði þessa gömlu
iðn við skólann.
Ég var líka uppi á röngum tíma
þegar ég innritaði mig í bókasafns-
fræði en það var sama ár og google
breytti heiminum og tók yfir upplýs-
ingamiðlunina sem bókasafnið hafði
haldið utan um fram að því, „story
of my life“.“
Upplifun frekar en niðurstaða
Stas segir útkomuna skipta sig minna
máli en sjálft ferlið sem er að finna
mótívið og taka sjálfa ljósmyndina.
Þess vegna getur hann ekki hugsað
sér að þurfa að lifa af því að vera ljós-
myndari. Hann vill eiga augnablik-
ið og sæluna sem því fylgir fyrir sig.
En þetta er líka ástæðan fyrir því að
hann segist vera lengi að klára ver-
kefnin sem flest eru langtímaverk-
efni. Stas er með nokkur samhliða
ljósmyndaverkefni í burðarliðunum
en það liggur á. „Til dæmis er ég að
elta ferðamenn með agnarlítil tjöld
á tjaldsvæðinu okkar í Hafnarfirði.
En ég hitti þá svo sjaldan við tjöldin
sín og hef því aðeins náð tveimur
myndum hingað til. Áramótabrenn-
ur er annað viðfangsefnið mitt, en
þá fylgist ég með brennunni áður en
það er kveikt í henni og mynda hana
yfir daginn, en þetta hef ég gert í tvö
ár og sé fram á að það verði í nokkur
ár í viðbót.“
Göngutúr um Hafnarfjörð
„Ég vann í fjögur ár á lyftara, fyrst
hjá Atlantsskip og síðan hjá Öl-
gerðinni. Á meðan á því stóð tók ég
nánast engar myndir en byrjaði aft-
ur þegar ég vann á C is for cookie,
og hef haldið því áfram eftir að ég
gerðist heimavinnandi. Stas lagði í
vana sinn að fara langa göngutúra,
sérstaklega með Eryk sem átti erfitt
með svefn nema að hann væri á
hreyfingu. Á þessum göngutúrum
fór ég að taka myndir sem ég setti
síðan saman í bókina mína HFJ.
Sjálfum finnst Stas myndirnar ekki
vera neitt pólskar, jú okei þarna er
ein Lada, en það er fólk allstaðar í
Póllandi og því algjört fágæti að ná
myndum af mannvirkjum þar sem
ekki er eitthvert fólk líka. Hérna
labba ég heilan dag í íbúðahverfi í
Hafnarfirði og hitti varla manneskju
á ferli. Að vísu var ég oftast að ganga
með börnin á þeim tíma sem venju-
legt fólk er í vinnu og skóla sem skýr-
ir kannski auðnina. Myndirnar frá
Hafnarfirði er að finna á heimasíðu
Stas þar sem einnig er hægt að nálg-
ast bókina hans HFJ. http://stan.is
Útlendingar í iðnaðarhverfum
Stas og Agnieszka sjá gjarnan veg-
villta túrista í Lækjargötu í Hafnar-
firði með útbreitt kort af Reykjavík
að leita að Lækjargötu í miðbæ 101
Reykjavík. „Íslendingar eru nú ekki
mikið fyrir merkingar, þeir miða
við að allir séu innfæddir og þekki
göturnar í sínu heimalandi,“ seg-
ir Stas sem er þó manna fróðastur
um hverfi borgarinnar sem hann
hefur gengið um og myndað síð-
astliðin ár. Pólverjarnir vilja flestir
búa í Breiðholti segir Stas og undr-
ar sig á því, en það er líklega vegna
þess að þá eru þeir nálægt frænd-
um og frænkum og vinum sínum.
En margir útlendingar leigja í iðnað-
arhverfunum, og það er til dæmis
hægt að sjá það á gervihnattadisk-
unum sem eru utan í bílskúrum og
skemmum í þessum hverfum, að þar
býr reyndar fólk.
Mannlífið í iðnaðarhverfunum
Stas keyrir með okkur í eitt slíkt
iðnaðarhverfi sem við fyrstu sýn
virðist vera alveg líflaust á þessum
sunnudegi en þegar við stígum út
úr bílnum þá kemur rúmensk fjöl-
skylda gangandi niður götuna, hjón
með ungan strák á skólaaldri, fjöl-
skyldan virðist vera hamingjusöm,
allavega eru þau að ræða eitthvað
sem skemmtir þeim. Stuttu síðar
koma tveir bílar keyrandi úr gagn-
stæðri átt og stoppa, bílstjórarnir
renna niður bílrúðunum og taka
saman spjall á arabísku. Ungt par
leggur nýjum drapplituðum og gljá-
andi fínum bíl sínum og gengur inn
í hús þar sem er heildsala á neðri
hæðinni, þau eru bæði í jogging-
galla og ganga upp á aðra hæð með
innkaupapoka sína. Krúnurakaður
maður kemur út og fleygir sorpinu
í ruslatunnu sem stendur upp við
húsvegginn. Þetta hefði hinsvegar
verið ósköp venjulegt iðnaðarhverfi
með vöruskemmum og heildsölum
þar sem starfssemi liggur niðri á
miðjum sunnudegi ef ekki Stas hefði
verið með í för og opnaði rifu í heim
útlendinga á Íslandi, þeirra sem hafa
hreiðrað um sig í iðnaðarhverfum
borgarinnar, góðum og slæmum.
„Góð og slæm hverfi“
Jafnframt því að safna ljósmynd-
um úr hverfum borgarinnar held-
ur Stas úti skoðanakönnun um
„góð og slæm“ hverfi á vefsíðu
sinni. „Það hvarflar að mér að sum
hverfi þyki verri í huga Íslendinga
af því að þar búa útlendingar. Ég
hef heyrt fólk segja hluti einsog
„ég gæti aldrei hugsað mér að búa
á Völlunum í Hafnarfirði“ eða að
Breiðholt sé gettó. Ég fór því að
velta fyrir mér hvort vondu hverfin
væru ódýrari vegna þess að þar búa
útlendingar eða hvort ástæðan fyrir
því að útlendingarnir búi í „slæm-
um“ hverfum sé sú að þar sé fast-
eignaverðið lægra. Vegna minna
aðstæðna, en ég ólst upp í Austur-
-Evrópu á níunda áratugnum sem
var ekki spennandi umhverfi, en
þess vegna finnst mér alltaf skondið
þegar Íslendingar tala um „góð og
slæm“ hverfi. Fyrir mér eru aðeins
„góð og betri“ hverfi í Reykjavík seg-
ir Stas en það er hægt er að kjósa um
“góð og slæm” hverfi í Reykjavik á
vefsíðu hans.
Skoðanakönnun Stas um „good and bad
neighbourhoods: http://stan.is/q/z
Stas kom tæpu ári á undan Agnieszku
til landsins eða árið 2006. Íslenskur
athafnarmaður sem hafði milligöngu
um starf og húsnæði fyrir pólskt
verkafólk leigði honum þennan svefn-
kassa á 35 þúsund kr.
Stas fór að velta fyrir sér hvort „slæmu“ hverfin væru ódýrari vegna þess að þar
búa útlendingar eða hvort ástæðan fyrir því að útlendingarnir búi í „slæmum“
hverfum sé sú að þar er fasteignaverðið lægra. Mynd | Stas
Margir útlendingar leigja í iðnað-
arhverfunum, og það er til dæmis
hægt að sjá það á gervihnattadisk-
unum sem eru utan á bílskúrum og
skemmum í þessum hverfum, að þar
býr reyndar fólk. Mynd | Stas
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2
Mikið úrval!
Álfar, riddarar, dýr, ofurhetjur osfrv.
www.krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700
Handmáluðu fígúrurnar frá
SCHLEICH fást í verslun
við Gylfaflöt 7
®