Fréttatíminn - 16.09.2016, Side 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
liðið fer á í röð og í þetta skiptið
hlýtur að vera fullkomlega raunhæft
að búast við góðri frammistöðu hjá
liðinu. Landsliðskonurnar hafa öðl-
ast reynslu af stórmótum og nokkrar
þeirra búa svo vel að hafa tekið þátt í
báðum úrslitakeppnunum áður. Það
er því ólíklegt að taugatitringur aftri
þeim. Reynslan, getan og græðgin í
að ná árangri er til staðar. Svo getur
allt gerst.
Ekki peningar, en tækifæri samt
Ein helsta breytingin sem orðið
hefur á kvennaboltanum á undan-
förnum tíu árum, eða frá því að ís-
lenska landsliðið keppti fyrst í úr-
slitakeppni EM, er gríðarleg fjölgun
landsliðskvenna í atvinnumennsku.
Meira hefur reyndar komið til og
fjölmiðlaathyglin hefur líka auk-
ist. Það var fátítt fyrir þann tíma
að íslenskar fótboltakonur hefðu
atvinnu af því að spila í útlönd-
um. Fótboltafærni þeirra nýtt-
ist þá aðallega til að komast á fót-
boltastyrkjum inn í flotta háskóla,
til dæmis í Bandaríkjunum. María
Björg Ágústsdóttir sem lengi var
varamarkmaður landsliðsins, sótti
nám í bæði Harvard og Oxford og
spilaði með skólaliðunum þar. Þóra
B. Helgadóttir, sem lengi þótti með
bestu markmönnum heims, fór í
nám í Duke University en systir
hennar og landsliðsfyrirliðinn Ást-
hildur Helgadóttir fór til Vander-
bilt, einnig í Bandaríkjunum. Yngri
leikmenn, svo sem Katrín Ómars-
dóttir og Thelma Björk Einarsdótt-
ir stunduðu báðar nám í Berkley
University, og Dagný og Elín Metta
í Florida State. Listinn er ótæmandi.
Því þó peningar hafi hvergi verið
áberandi í kvennabolta í heiminum,
hafa íslenskar fótboltastelpur fengið
fjölmörg tækifæri til að mennta sig í
útlöndum vegna hans.
Íslenska innrásin
Um það leyti sem landsliðið komst á
Evrópumeistaramótið í fyrsta sinn,
var eins og íslenskar landsliðskon-
ur gerðu innrás í sænsku deildina,
en hún þykir ein sú albesta í
kvennaknattspyrnu í heiminum.
Þar hafði raunar Ásthildur Helga-
dóttir unnið frækna sigra í gegnum
tíðina, og rutt brautina fyrir aðrar
fótboltakonur.
Íslenska innrásin, eins og sænskir
fjölmiðlar kölluðu hana, var held-
ur betur eftirtektarverð. Mark-
vörðurinn Guðbjörg Gunnarsdótt-
ir og varnarmaðurinn Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir gengu til liðs
við Djurgarden, aðal Stokkhólms-
-liðið, en Guðbjörg færði sig síðar
til Noregs og Þýskalands. Margrét
Lára Viðarsdóttir fór til Linkjöping
og síðar Kristianstad og svo aftur
heim. Edda Garðarsdóttir og Ólína
Viðarsdóttir léku meðal annars
með Örebro. Sara Björk Gunnars-
dóttir gekk síðar til liðs við Mal-
mö þar sem Dóra Stefánsdóttir var
einnig, og varð fjórum sinnum Sví-
þjóðarmeistari með liðinu áður en
hún færði sig í þýsku deildina. Allar
þessar stelpur vöktu mikla athygli í
sænska fótboltaheiminum.
Aðrar landsliðskonur fóru til Nor-
egs, svo sem þær Katrín Jónsdóttir
fyrirliði og Ásta Árnadóttir. Hólm-
fríður Magnúsdóttir reyndi fyrir
sér í Bandaríkjunum en fór síðar
til Noregs. Ungliðinn Rakel Hönnu-
dóttir fór til Danmerkur. Hallbera
Guðný Gísladóttir spilaði á Ítalíu.
Síðan hafa orðið miklar hrókeringar
og landsliðskonurnar hafa flakkað
milli sterkra félagsliða í útlöndum
og á Íslandi.
Stelpurnar eru nú í 16. sæti á
heimslista FIFA og þær níundu
efstu meðal Evrópuþjóða.
Í landsliðshópnum sem til-
kynntur hefur verið fyrir komandi
leiki, eru stelpur sem bæði hafa
verið atvinnumenn í þónokkurn
tíma og farið á báðar undankeppn-
ir Evrópmeistaramótsins.
Liðið er því skipað gömlum kemp-
um sem hafa oft áður leikið á móti
stórliðum. Til viðbótar eru yngri
stelpur sem hafa frá unga aldri æft
við kjöraðstæður, á upphituðum
gervigrasvöllum og innanhúsvöll-
um. Þær hafa fengið betri þjálfun af
mentuðum þjálfurum í betri húsa-
kynnum.
Reyndar virðist margst hafa
breyst í kvennaknattspyrnu á
undanförnum árum. Árið 2009
voru ekki mörg dæmi um að leik-
menn kæmu aftur í landsliðið eftir
að hafa eignast börn. Margrét Lára
sem trónir á topp-tíu lista marka-
hæstu leikmanna UEFA, hefur hins-
vegar snúið fílefld tilbaka í liðið sitt,
eftir að hafa eignast lítinn strák fyr-
ir tveimur árum. Inn í liðið hefur
svo fikrað sig hin stórhættulega litla
systir hennar, Elísa Viðarsdóttir,
sem einnig fékk sitt fótboltaupp-
eldi á malarvellinum í Vestmanna-
eyjum.
Dóra María Lárusdóttir hvarf
af sjónarsviðinu árið 2014 og það
kom skemmtilega á óvart að sjá
nafn hennar á ný í landsliðshópn-
um. Dóra María hefur komið aftur
endurnærð eftir þónokkurt hlé en
hún var ein af lykilleikmönnun-
um í landsliðinu sem fyrst komst
á Evrópumeistaramót. Hún skor-
aði tvennu í frægum úrslitaleik
gegn Írum á ísilögðum Laugardals-
velli og átti þannig risastóran þátt
í að tryggja liðinu þátttökurétt í
undankeppninni 2009.
Berjast enn fyrir tilveruréttinum
Enn eru þó þúsund ástæður fyr-
ir því að veita kvennalandsliðinu í
fótbolta sérstaka athygli og styðja
það í þeirri miklu baráttu sem
framundan er. Jafnrétti kynjanna
er fjarstæða í fótboltaheiminum og
á meðan landsliðsmennirnir okkar
fá milljónir í bónusa og eru seldir á
háar fjárhæðir milli félagsliða, eru
atvinnukonur í knattspyrnu enn
að borga með sér. Þær þurfa enn
að berjast fyrir tilverurétti sínum,
fyrir því að fá jafngóða æfingatíma
á vellinum og strákarnir, fyrir því
að fá fjölmiðlaumfjöllun um stóra
leiki. Fyrir því að fá áhorfendur á
leiki. Fréttatíminn mælir með því
að þeir sem ekki enn hafa séð hvað
býr í íslenska kvennalandsliðinu í
fótbolta, geri sér ferð á Laugardals-
völlinn í dag.
Í landsliðshópnum sem tilkynntur hefur verið fyrir
komandi leiki eru stelpur sem bæði hafa verið atvinnu-
menn í þó nokkurn tíma og farið á báðar undankeppn-
ir Evrópmeistaramótsins.
Enn eru þó þúsund ástæður fyrir því að veita kvennalandsliðinu í fótbolta sérstaka athygli og styðja það í þeirri miklu bar-
áttu sem framundan er. Jafnrétti kynjanna er fjarstæða í fótboltaheiminum og á meðan landsliðsmennirnir okkar fá milljón-
ir í bónusa og eru seldir á háar fjárhæðir milli félagsliða, eru atvinnukonur í knattspyrnu enn að borga með sér. Mynd | Getty
Sara Björk Gunnarsdóttir er einn af
lykilmönnum liðsins. Hún hefur fjór-
um sinnum orðið Svíþjóðarmeistari og
leikur nú í Þýskalandi. Mynd | Getty
Margrét Lára Viðarsdóttir er
meðal tíu markahæstu leikmanna á
Evrópumeistaramótum. Hún er komin
aftur af fullum krafti inn í landsliðið
eftir barnsburð. Mynd | Getty
Baileysterta
pekanpæ
jarðarBerjakaka
kökur og kruðerí
að hætti jóa Fel
rósaterta með
Frönsku súkkulaði-smjörkremi
sími: 588 8998