Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 6

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 6
Hluthafar leigufélagsins Heimavalla: Nafn % Eigendur Stálskip ehf. 49,20 Ágúst Sigurðsson, Guðrún Lárusdóttir og börn þeirra Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 28,60 Stærstu hluthafar: SVN eignafélag ehf (Síldarvinnslan hf.), Gildi lífeyrissjóður, Snæból ehf. (Steinunn Jónsdóttir og Finnur Reyr Stefánsson) Túnfljót ehf. 17,10 Iðusteinar ehf. (Magnús Pálmi Örnólfsson) Heimavellir GP ehf. 15,60 Sio ehf. (Iðusteinar ehf., Magnús Pálmi Örnólfsson;Stálskip ehf., Guðrún Lár- usdóttir og fleiri; Orbis Invest ehf., Magnús Magnússon), Landeigendafélagið ehf. (Ekki tekið fram hjá RSK) og Gunnlaugsson ehf. (Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Þórður Már Jóhannesson) Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. 12,40 Eiríkir Vignisson/Sigríður Eiríksdóttir G og K ehf. 11,20 Karri ehf ( Lúðvík Smári Kristinsson/Erling- ur Kristinn Guðmundsson) og Gunnlaugs- son ehf. (Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Þórður Már Jóhannesson) Fjallatindar ehf 8,80 Magnús Gunnarsson/Gunnhildur Gunnars- dóttir Unit fjárfestingar ehf 8,20 Gylfi Einarsson/Helga Lind Björgvinsdóttir Volcanic FX Fund slhf 5,50 Volcanic Capital ehf. (Eignarhald óljóst) 1929 Capital ehf. 5,30 Ekki gefið upp hjá RSK EV-17 ehf. 5,30 Stefán Arnalds Gunnlaugsson ehf. 5 Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir Holt og hæðir ehf 4,80 Halldór Jóhannsson Landás ehf 4,80 Stefán Jökull Sveinsson/Sjöfn Sigurgísl- asdóttir Fagriskógur ehf. 3,80 Stefán Hrafnkelsson/Anna Ólafía Sigurðar- dóttir Vaðlaborgir ehf. 3,10 Kristján V. Vilhelmsson/Leó Árnason Laugavegur ehf. 3,10 Jónas Rafn Tómassson Kverkin eignarhaldsfélag ehf. 2,90 Sigurþór Stefánsson Karri ehf. 2,80 Lúðvík Smári Kristinsson/Erlingur Kristinn Guðmundsson Klambratún ehf. 1,90 Ólafur Andri Ragnarsson Efniviður ehf. 1,80 Magnús Einarsson Forni sf. 1,70 Kemur ekki fram hjá RSK Fasteignafélagið Sel ehf. 1,40 Steinþór Bjarni Kristjánsson/Martha Sigríð- ur Örnólfsdottir G. Bergsson ehf. 1,20 Guðni Bergsson/Elín Konráðsdóttir Ósea fjárfestingar ehf 1,10 Ómar Svavarsson/Sigríð Eik Árnadóttir Bæjarbraut ehf 0,60 Ólöf Jóna Haraldsdóttir/Jónína Halla Víglundsdóttir/Haraldur Ingólfsson Óðinn fasteignafélag ehf. 0,50 Magnús Einarsson og VB Bakki (Þórunn Guðmundsdóttir Neytendur Útgerðarfélögin Stálskip og Síldarvinnslan eru tveir stærstu hluthafar leigufélagsins Heimavalla sem hefur keypt upp 1200 íbúðir. Stálskip seldi útgerð og kvóta fyrir um 10 millj- arða árið 2014. Fyrrver- andi fótaboltamenn einnig áberandi í hluthafahópi Heimavalla. Mikill skortur á íbúðarhúsnæði fyrir almenning á höfuðborgar- svæðinu og byggja þarf 5500 íbúðir á næstu árum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Útgerðarfélögin Stálskip og Síldar- vinnslan í Neskaupsstað, sem er að stóru leyti í eigu Samherja, eru meðal stærstu hluthafa í leigufé- laginu Heimavalla sem hefur keypt rúmlega 1200 íbúðir á Íslandi á síðustu árum. Fyrirtækið hefur meðal annars keypt íbúðirnar af ríkisstofnunni Íbúðalánasjóði. Á föstudaginn sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu þar sem það sagði frá uppkaupum á 300 íbúðum til viðbótar við þær 900 sem það átti fyrir. Stálskip er langstærsti hluthafinn en útgerðarfélagið gerði út frá Hafnarfirði þar til árið 2014 þegar það seldi togara sinn Þór og kvóta með fyrir um tíu milljarða króna árið 2014. Útgerðin á rúm 50 pró- sent í leigufélaginu, það heldur sjálft á rúmlega 49 prósent hlutafjár og svo einnig hlut í félaginu Heima- vellir GP ehf. Síldarvinnslan, sem Samherji á stóran hlut í, á svo fyrir- tækið SVN eignafélag sem er stærsti einstaki hluthafi Sjóvár með tæp 13 prósent. Annar stærsti hluthafi Samherja, Kristján Vilhelmsson, á svo lítinn hlut í fyrirtækinu í gegn- um annað félag. Meðal annarra þekktra hluthafa fyrirtækisins eru Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Glitni, sem var einn af lykilvitnunum í Stím-mál- inu svokallaða, fótaboltamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Þórður Már Jóhannsson, fyrrver- andi forstjóri fjárfestingarbankans Straums. Tveir aðrir fyrrverandi fótboltamenn eiga svo einnig hlut í fyrirtækinu, þeir Guðni Bergsson og Gylfi Einarsson. Athygli vekur að hluthafahópur- inn er að hluta til sá sami og fjár- festi í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun í umdeildum viðskiptum við Landsbankann árið 2014. Meðal sömu hluthafa eru Stálskip, Magnús Pálmi Örnólfsson, Magnús Magnús- son og Halldór Jóhannsson. Fjárfestar eins og Heimavellir, og fyrirtækið GAMMA, eru einungis tveir af þeim stóru fjárfestum sem keypt hafa upp íbúðahúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu og annars staðar á Íslandi á liðnum árum með það fyrir augum að leigja það út til al- mennings. Mikill skortur er á íbúð- um á höfuðborgarsvæðinu og sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á upplýsingafundi í ráðhúsi Reykja- víkur á föstudaginn að byggja þyrfti 5500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þörfinni. Eftir því sem þörfin eykst fyrir íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu, þeim mun hærra leiguverð er hægt að fá fyrir þær íbúðir sem fyrir eru. Félagið tapaði hins vegar rúm- um 20 milljónum á fyrst rekstrar- ári sínu þegar það var með rúm- lega 500 milljóna leigutekjur og átti eignir upp á rúmlega 10 milljarða. Félagið hefur hins vegar keypt að minnsta kosti 600 íbúðir það sem af er þessu ári. Sú þróun að stórir fjár- festar eigi íbúðarhúsnæði almenn- ings á Íslandi virðist því vera aug- ljósari með hverju árinu sem líður. Hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson seldu útgerðina Stálskip árið 2014, meðal annars kvóta á 8 milljarða króna, og eiga nú rúm 50 prósent í leigufé- lagi sem keypt hefur upp 1200 íbúðir sem leigðar eru til almennings. Útgerðarfélög stærst í 1200 íbúða leigurisa sem stækkar ört Stjórnmál Össur Skarphéð- insson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, greiddi atkvæði með bráðabirgðarákvæði um að frestun réttaráhrifa Útlendingastofnunar, en samflokksmaður hans greiddi atkvæði á fyrri stig- um frumvarpsins fyrir mis- tök á meðan sá þriðji missti stjórn á sér á Twitter og kallaði þjóðþekktan einstak- ling öllum illum nöfnum í tengslum við umræðuna. Össur var eini þingmaður stjórnar- andstöðunnar sem greiddi frum- varpinu atkvæði sitt, en það gerði hann ekki í fyrri umræðum. Varaþingmaðurinn, Margrét Gauja Magnúsdóttir, greiddi aftur á móti atkvæði með frumvarpinu í annarri umræðu, en hún segir í samtali við Fréttatímann að það hafi hún gert fyrir mistök. „Ég ætlaði að sitja hjá,“ sagði hún undrandi þegar blaðamaður hafði samband við hana. Atkvæði stend- ur engu að síður. Frumvarpið hefur raunar hleypt illu blóði í Samfylkingarmenn. Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínu- og Ómarsson, þurfti að biðja Egil Einarssonar, einka- þjálfara og fjölmiðlamann, afsökun- ar eftir að hafa misst stjórn á sér og kallað hann illum nöfnum á Twitter sem Vísir greindi frá. Óskar vakti athygli á umræðunni um frumvarpið á meðan Unnur Brá Konráðsdóttir gaf barni sínu brjóst, en hún var einn af flutningsmönn- um frumvarpsins ásamt Sjálfstæð- is- og Framsóknarmönnum í Alls- herjar- og menntamálanefnd. Egill gagnrýndi þá Óskar sem brást hinn versti við gagnrýninni og sagði honum að „fokka sér“ og þaðan af verra. Fréttatíminn hafði samband við Óskar Stein og spurði út í afstöðu þingmanna flokksins. Óskar sagði Össur þurfa að svara fyrir sitt atkvæði, en sjálfur teldi hann að það ætti að auðvelda fólki að sækja hér um almennt dvalarleyfi. „Við erum að sjá fram á gríðarlega þörf á erlendu vinnuafli á komandi árum og þá er galið að loka landinu svona fyrir fólki sem vill búa hér.“ | vg Einn ruglaðist á tökkum, annar greiddi atkvæði og sá þriðji missti stjórn á sér Össur Skarphéðinsson greiddi atkvæði að lokum með frumvarpi um að fresta ekki réttar- áhrifum. Fréttatíminn kemur þrisvar í viku Frá og með fimmtudeginum 20. október mun Fréttatíminn koma út þrisvar í viku, á fimmtudegi, föstu- degi og laugardegi. Þetta er í annað sinn á árinu sem Morgundagur, út- gáfufélag Fréttatímans, fjölgar út- gáfudögum en útgáfa laugardags- blaðs hófst 7. maí síðastliðinn. Mikill meðbyr hefur verið með Fréttatímanum það sem af er ári. Efnistök blaðamanna hafa vak- ið mikla athygli og auglýsendur hafa brugðist mjög vel við auknu framboði á auglýsingaplássi. Auk þess hefur vefsvæðinu frettatim- inn.is vaxið fiskur um hrygg á ár- inu. Virkni lesenda á vefnum hefur fimmfaldast frá áramótum og þús- undir Íslendinga deila efni Frétta- tímans á samfélagsmiðlum. Frá fjölmennum kynningarfundi Íslensku þjóðfylkingarinnar síðasta vor. Sakar liðhlaupa um skemmdarverk Stjórnmál Íslenska þjóðfylk- ingin mun aðeins bjóða fram í þremur kjördæmum, að því gefnu að aðrir listar verði ekki úrskurðaðir ógildir. For- maður sakar brotthlaupna oddvita um skemmdarverk. „Þetta eru bara skemmdarverk,“ segir Helgi Helgason, formaður Ís- lensku þjóðfylkingarinnar, en hann sakar Gunnlaug Ingvarsson og Gústaf Níelsson og tvo aðra flokks- menn um að hafa haldið mikilvæg- um gögnum eftir þannig að ekki tókst að skila inn meðmælalistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Helgi staðfestir að ekki hafi heldur tekist að skila inn meðmælalistum í norðausturkjördæmi. Það þýðir að flokkurinn mun aðeins bjóða fram í þremur kjördæmum, en ekki öllum eins og til stóð. Gunnlaugur og Gústaf sögðu sig úr flokknum í vikunni og sökuðu Helga meðal annars um áhuga- leysi gagnvart stefnu flokksins og almennt stefnuleysi sem formaður. Helgi fullyrðir að þeir hafi haldið aft- ur kjörgögnunum sem hafi orðið til þess að ekki tókst að skila inn næg- um gögnum í Reykjavík. Nú er farið yfir lista flokksins í þremur kjördæmum, og verður úr- skurðað um lögmæti þeirra í hádeg- inu í dag, laugardaginn 15. október. | vg 6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Nú einnig á Glerártorgi Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.