Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016
Mynd | Hari
Draslskúffa Karolinu
Flestir eiga eina skúffu sem allt drasl heimilisins
lendir í. Allskonar gersemar geta leynst í henni.
Karolina Boguslawska leyfði Frétta-
tímanum að sjá hvað leynist í drasl-
skúffunni hennar. „Ég er ekki með
bara draslskúffu heldur er komin á
næsta stig og er með draslkommóðu
sem er antíkskrifborð með enda-
lausum pínulitlum skúffum. Þar má
finna alls konar hluti sem eru einsk-
is virði en ég ber miklar tilfinn-
ingar til. Þetta er minn persónulegi
skápur þar sem ég geymi alls konar
hluti sem ég hef sankað að mér og
minnir mig á sjálfa mig í bernsku
þegar ég var mikill safnari og safn-
aði frímerkjum, steinum, skeljum
og jurtum eða úrklippum úr blöð-
um með myndum af ævintýralegum
heimum.
Svo var þessi kommóða reynd-
ar sjálf notuð sem „props“ í atriði
stuttrar listrænnar myndar sem
vinkona mín var að gera. Hún stóð
í vatni Gljúfrabúafosss og hefur
verið hálf ónýt síðan. Ég tengi hins
svo margar og góðar minningar við
hana og get því ekki hent henni.“
| bg
Alltaf gaman þegar
stóru bíómyndirnar
gerast á Íslandi.
Komið er út nýtt frumsýningar-
myndband fyrir næstu Star Wars-
mynd, Rouge One: A Star Wars
Story. Aðdáendur eru margir orðnir
spenntir fyrir myndinni sem frum-
sýnd verður 16. desember og þeirra
á meðal er Örvar Hafþórsson.
Hvað finnst þér um nýja Star Wars
trailerinn?
Það er mikið í gangi í hinni væntan-
legu Star Wars: Rogue One. Hún ger-
ist á undan atburðum Episode IV, og
er því athyglisverð fyrir þær sakir að
við vitum í raun hvernig hún endar.
Alltaf gaman að sjá “litla” Ísland í
stórum Hollywood bíómyndum en
maður gleymir sér síðan í dularfullu
drama og stríði, sprengingum og lát-
um. Hluti myndarinnar var tekinn
upp hér á landi.
Ertu spenntur fyrir myndinni?
Já. Stjörnustríðsheimurinn er risa-
stór og maður fær á tilfinninguna
að maður sé bara að sjá brotabrot af
honum í hvert skipti sem ný mynd
kemur út. Það verður gaman að
fylgjast með glænýjum söguhetjum
í reyndar dálítið kunnuglegum að-
stæðum.
Við hverju má búast í næstu mynd?
Það hefur verið viðvarandi þema í
mörgum Star Wars myndum hingað
til að nokkrar persónur berjast gegn
“myrkru hliðinni” á meðan Upp-
reisnin er að hamast eitthvað í bak-
grunninum. Í þessari mynd, hins
vegar, munum við kynnast Upp-
reisninni betur en nokkurntímann
fyrr og fylgjast með henni takast á
við Dauðastjörnuna, Heimsveldið og
jafnvel sjálfan Svarthöfða.
Hvað finnst þér um að aðalsögu hetjan
í myndinni og þeirri síðustu sé kona?
Frábært. Upprunalegu Star Wars
myndirnar hafa fengið gagnrýni fyr-
ir hve lítið er um kvenkyns söguhetj-
ur og lestarslysið sem Episode
I, II og III voru, gerði lítið
til að jafna á vogarskálun-
um. Seint er betra en aldrei
og það er löngu tímabært
að sjá konur í aðalhlutverk-
um Stjörnustríðsmynda.
Reyndar má nefna að
á nýjasta plaggati
Rogue One eru
sex karlmenn
(eða sjö ef
karllega
vélmennið
K-2SO er talið
með) en
einungis ein
kona. | bg
Næsta Star Wars-mynd fjallar um upphaf Uppreisnarinnar
Sigríður Fossberg Thorlacius
29 ára. Dögun.
1Já ég hef tekið námslán nokkrum sinnum.
2Reynsla mín er bæði góð og slæm. Ég hef ekki reynslu af því
að taka námslán annarsstaðar svo
ég hef ekki samanburð en mér
gremst að það sé ekki boðið upp
á styrkjakerfi hér eins og í ná-
grannalöndum okkar til dæmis.
3Það má bæta margt í náms-lánakerfinu, t.d. að hækka
þak á tekjum þar sem það er
vinnuletjandi og ákveðin fátækt-
argildra. Ég er þó fegin að hér er
námslánakerfi yfir höfuð sem er
með hagstæðari vexti en önnur
framfærslulán hérna. Þó að ég sé
ánægð með innleiðingu styrkja í
námslánakerfið þá líst mér ekki
á nýja námslánakerfið þar sem
það gagnast síst þeim sem fara í
langt nám og eru með lágar tekj-
ur. Breytingar á námslánakerfinu
eiga að miða að því að sem flestir
geti sótt sér það nám sem þeir vilja
sækja og því þarf að tryggja jafnan
rétt til náms.
Hvað segja ungu
frambjóðendurnir?
Kosningar til Alþingis fara fram í lok mánaðar
en alls eru tólf flokkar í framboði. Finna má
reynslubolta í röðum frambjóðenda en líka
ný andlit. Fréttatíminn tekur púlsinn á ungu
frambjóðendunum fram að kosningum og
heyrir hvað þeir hafa að segja um málin. Í
síðasta tölublaði ræddum við um húsnæðismál
en nú snúum við okkur að námslánakerfinu og
spjöllum við Viðreisn, Bjarta framtíð og Dögun.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Spurningar:
1 Hefur þú tekið
námslán?
2 Ef svo er, hver
er reynsla þín af
námslánakerfinu á
Íslandi?
3 Hvað finnst þér
um íslenska
námslánakerfið?
Starri ætlar
að reyna að
vera án
náms-
lána eins
lengi
og hann
getur. Mynd
| Hari
Sigríður María Egilsdóttir
23 ára. Viðreisn.
1Já
2 Misgóð. Í fyrstu kom mér á óvart hversu strangar reglur
um skerðingu láns með tilliti til
tekna fólks voru. Það er ekki hvetj-
andi að vera duglegur að vinna
yfir sumarið ef það vofir yfir að
námslánin verði skerð töluvert
fyrir vikið.
3 Nýja LÍN-frumvarpið inni-heldur mörg góð skref í
átt að sanngjarnara kerfi,
en þó mætti margt betur
fara sömuleiðis. Ég myndi
vilja sjá upptöku styrkjakerfis,
en einnig sjá afborganir áfram
tekjutengdar, enda mikilvægt
jöfnunartæki.
Starri Reynisson
21 árs. Björt Framtíð.
1Nei, ég hef ekki tekið námslán og ætla að reyna ná eins langt
og ég get án þess.
3Námslánakerfið á að sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri til
náms óháð efnahag. Til þess þarf
það að virka fyrir alla, sem það
gerir ekki nógu vel í núverandi
mynd. Breytingarnar sem fráfar-
andi menntamálaráðherra leggur
til yrðu til þess að kerfið myndi
virka fyrir færri en það gerir í nú-
verandi mynd en myndi virka bet-
ur fyrir þá, og þá er kerfið ekki að
sinna grunnhlutverki sínu.
Afnema á tekjutengingu náms-
lána svo fólk sem þarf að vinna með
námi geti gert það án þess að það
skerði greiðslurnar frá lánasjóðn-
um.
Það þarf að loka á tengingu bank-
anna við LÍN. Námsmenn eiga ekki
að þurfa að sækja um yfirdrátt hjá
viðskiptabankanum sínum mánað-
arlega þar til sýnt er fram á viðun-
andi námsárangur í lok annar
og skuldirnar færast yfir á
lánasjóðinn.
Við eigum líka að stefna að
því að færa kerfið í auknum
mæli í styrki fremur en lán svo
fólk sé ekki að skuldsetja sig um
aldur og ævi til að geta stundað það
nám sem það vill.
Sigríði Maríu finnst LÍN-frumvarpið
innihalda mörg góð skref í átt að sann-
gjarnara kerfi.
Mynd | Hari
Sigríði
Fossberg
gremst
að ekki sé
boðið upp
á styrkja-
kerfi. Mynd |
Hari
Í þessum skúffum finnast eftirfarandi:
Blómaspil sem er jólagjöf frá
Gúðrunu Evu Minervudóttur
rithöfundi
Hálsmen sem eru gerð af vin-
konum mínum Karolinu Dariu
og Unu Stigsdóttir sem eru ótru-
lega hæfileikaríkar listakonur
Slaufur og fullt af eyrnatöpp-
um af því það eru svo mikil
kappaksturslæti í Vesturbænum
á nóttunni
Túss til að mála frá vini sem er
góður tússmálari
Barrokk-engill úr gifsi
Fallegt tómt glerbox
Steinasafn í skartgripakassa
Vaxkaka hunangsbýflugna sem
var notuð í bíómynd sem ég var
að vinna í
100 ára gamalt box fyrir
prjónagarn með mynd af litlum
prinsi, afmælisgjöf frá vinkonu,
Katrínu Ólafsdóttur kvikmynda-
gerðakonu
Útrunnir grænlenskir smokkar
sem vinkona frá Nuuk kom einu
sinni með til mín
20 ára gamlar reimar frá
Timberland
Örvar og plaggatið
fyrir Rogue One: A
Star Wars Story. Mynd
| Hari
P ORTRET T
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is
Handhafar Hasselblad-verðlaunanna
24. 9. 2016 –15.1. 2017