Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 46

Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 46
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 20166 BÍLAR Brynjar Valdimarsson „Það er ótrúlegt hvað maður fær mikið betra verð þegar sölumenn tala við sölumenn heldur en þegar kaupandinn reynir sjálfur að semja um verðið.“ Mynd | Rut Betri kaup með Betri bílakaupum Bíllinn kemur tilbúinn til notkunar í hendurnar á kaupandanum Unnið í samstarfi við Betri Bílakaup Betri bílakaup sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að kaupa bíla erlendis og flytja þá til Íslands. „Við finnum bíla fyrir fólk og sjáum um að semja um verðið. Við erum með mjög vana og færa sölumenn hjá okkur. „Það er ótrúlegt hvað maður fær mikið betra verð þegar sölumenn tala við sölumenn held- ur en þegar kaupandinn reynir sjálfur að semja um verðið,“ segir Brynjar Valdimarsson, eigandi Betri bílakaupa. Brynjar hefur átt og rekið Snóker- og poolstofuna í 18 ár en hefur nýlega snúið sér að bílaviðskiptunum og nýtir þannig þá reynslu sem hann hefur öðlast í samningum og rekstri gegnum árin. „Við gerum allt frá a til ö fyrir viðskiptavininn. Allt fá því að semja við erlendu bílasöluna, panta flutninginn og síðan sjá- um við um alla pappíra, skrán- ingar á bílnum og tollafgreiðslu. Við sækjum bílinn og förum með hann í skoðun fyrir kaupandann, sem fær síðan bílinn afhentan ný- skoðaðan og tilbúinn til notkun- ar,“ segir Brynjar. Sölumenn Betri bílakaupa ganga úr skugga um að bílinn standist þær kröfur sem kaupandinn gerir og láta iðulega söluaðilann ytra mynda smáatriði bílsins til þess að það sé ekkert sem komi á óvart í kaupunum. Bílasölurnar sem Betri bílakaup eiga viðskipti við eru traustar og tryggar, að sögn Brynjars. „Þegar við skiptum við tryggar bílasöl- ur eru gæði bílanna góð, þetta helst auðvitað í hendur. Við viljum líka helst eiga viðskipti við sölur sem eru með nýja bíla og eigum aldrei viðskipti við einstaklinga.“ Þegar sölumenn Betri bílakaupa hafa gengið frá samþykktu tilboði borgar kaupandinn bílasölunni og bíllinn fer í öruggar hendur Eimskipa sem tryggja það að bíll- inn komi heilu og höldnu til lands- ins. Brynjar segir fólk ekki vera skuldbundið til þess að kaupa bíl þó það komi í bílaleit hjá Betri bílakaupum. „Þetta fer þannig fram að fólk kemur hérna til okk- ar og segir okkur hvað það er að hugsa og út frá því förum við strax í að finna bíl á besta verðinu og með bestu gæðin fyrir viðkom- andi. Langflestir enda svo með því að kaupa sér bíl.“ Bílarnir eru pantaðir bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. „Það er aðeins meiri pappírsvinna að panta bíl frá Bandaríkjunum en frá Evrópu en við erum komin í ansi góðan farveg með það og oftast eru bílar frá Bandaríkjun- um töluvert ódýrari svo fólk fer í auknum mæli þá leið,“ segir Brynj- ar og nefnir í því samhengi Nissan bíla sem eru á afar góðu verði í Bandaríkjunum, til dæmis hinum vinsælu Nissan Leaf rafmagnsbíl- ar. „Nissan er með lægstu bilana- tíðni allra bíla í heiminum svo þeir eru afar vinsælir.“ Bílaleit kostar 24.900 með VSK en þjónustan við að koma bílnum heim kostar 149.000 án VSK.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.