Fréttatíminn - 15.10.2016, Qupperneq 55
Hver kannast ekki við
að eiga langan akstur
fyrir höndum milli lands
hluta og börnin eru
farin að spyrja „hvenær
erum við komin“ áður
en þið hafið komist að
bæjarmörkum. Hér eru
nokkrar pottþéttar leiðir
til þess að hafa ofan af
fyrir börnunum í löngum
ökuferðum.
- Hljóðbækur búa yfir þeim góða
kosti að þær eru langar og börnin
sofna jafnvel úr frá þeim sem styttir
þeim leiðina mjög.
- Sum börn eiga ipad sem þau gefa
gleymt sér í, gallinn er að börnin
geta orðið stíf í hálsinumvið að vera
of mikið í ipad og ef þau eru í leikj-
um gæti það ýtt undir ógleði.
- DVD tæki í bíla sem er fest á höf-
uðpúðann getur stytt mjög stundir.
- Sum börn geta lesið í bíl án þess
að finna fyrir ógleði og þá er gott
að eiga lítinn lampa sem hægt er að
smella á bókina.
- Takið með litla teikni- eða krítar-
töflu.
- Litlar segultöflur eru líka skemmti-
legar til að leika með stafi og fígúr-
ur.
- Bílabingó fæst víða á bensínstöðv-
um en með því þurfa börnin að
veita leiðinni athygli og fá þannig
áhuga á umhverfi sínu.
• Notaðu lítinn svampbursta til
þess að ná á milli rifa í viftum
í bílnum. Einnig geturðu notað
pensil en ryksugaðu jafnóðum
svo að rykið þyrlist ekki bara
upp og setjist annars staðar í
bílnum.
• Farðu djúpt í alla vasa, hirslur
og króka bílsins og sæktu allt
rusl og drasl - það er ótrúlegt
hvað getur leynst í myrkustu
hornunum - sér í lagi ef börn
eru í spilunum.
• Töfrasvampur frá Blindravinnu-
stofunni virkar ótrúlega vel á
mælaborðið, sér í lagi ef það
eru fastir blettir sem nást illa
af með tusku. Töfrasvampurinn
virkar vel á sparkför barnanna
sem virðast stundum vera um
allan bíl. Það virkar líka vel að
nudda vel með tannbursta ef
óhreinindin ligga þeim mun
dýpra.
• Ef það eru gæludýrahár sem
virðast nánast hafa gróið föst
við bílsætin er gott ráð að
spreyja vel í sætin með sápu-
blönduðu vatni og skafa svo
fast með gluggasköfu.
• Notaðu lítinn bursta til að ná
kuski og mylsnu upp úr skilum
og saumum á áklæði sæta bíls-
ins.
• Ef litir eða annar ófögnuður
hefur bráðnað í sætin geturðu
notað straujárn og dagblöð til
þess að ná því úr. Leggðu blað-
ið á blettinn og straujaðu hægt
yfir.
• Ef þú vilt forðast að nota mikið
af sterkum efnum er gott ráð
að blanda matarsóda og ediki
við vatn og þrífa bílinn að innan
með svampi og þessari blöndu.
• Þrífðu gluggana að innan með
dagblöðum og strjúktu yfir með
hreinum þurrum klút.
• Það borgar sig að vera með
almennilegar mottur hér á norð-
urhjara veraldar – annars kemur
auðveldlega gat á þær, gólfið
verður rennblautt þegar þú ferð
að bera snjóinn inn í bíl og gólf-
teppið fer að lykta illa. Þrífðu
motturnar með því að skrúbba
þær vel með uppþvottabursta
og sápu. Leyfðu þeim að þorna
áður en þú færir þær aftur inn
í bíl.
Gerðu bílinn skínandi hreinan að innan
Erum við komin?
- Farið í leiki eins og Hver er mað-
urinn.
- Syngið saman og notið tækifærið
til þess að tala um það sem brennur
á börnunum.
- Börn sem hafa náð aldri og þroska
geta skrásett leiðina og búið til
ferðadagbók.
- Búið til lítinn kassa sem er fullur
af mismunandi dóti; bókum, spil-
um, vasaljósi, litum, lítilli teikni-
blokk, playmo-i eða hverju því sem
barnið hefur gaman að. Þannig get-
ur barnið gleymt sér í leik án þess
að þurfa að gera það sama.
- Verið tilbúin með nesti þegar
svengdin sverfur að. Ávextir, salt-
stangir, þurrkaðir ávextir, samlokur
og niðurskorið grænmeti er tilvalið
að hafa til taks.
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 201614 BÍLAR
Netpartar
er alþjóðlega vottað fyrirtæki.
Netpartar er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi
með ISO 14001 vottun og vottun Bílgreinasambandsins
skv. BGS gæðastaðli .
Þetta gerir fyrirtækinu kleift að vera leiðand
í umhverfismálum og hjálpar okkur að gera enn betur.
Netpartar er verslun með varahluti á netinu og er
leiðandi í flokkun og endurvinnslu notaðra bifreiða.
Netpartar ehf. | Byggðarhorn 38 | 801 Selfoss | Sími 486 4499 | netpartar@netpartar.is | netpartar.is