Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 38

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Uppáhalds ljósmyndin: Hélt alltaf að þetta væri amma Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Minningar sem festar hafa verið á filmu sem gott er að horfa á stöku sinnum þegar grátt er úti eða þegar maður er lítill í sér. Iona Sjöfn Huntingdon-Williams deilir sinni uppáhalds ljós- mynd. „Afi minn tók þessa mynd. Hann dó árið 1991 og ég náði ekki að kynnast honum, en ég hef alltaf haldið mikið upp á ljósmyndir frá honum. Hann tók rosalega mikið af myndum og ég náði að fá að kynnast honum í gegnum myndirnar. Hann tók ekki mikið af venjulegum myndum, hann tók bara myndir af hlutum sem honum fannst fallegir. Þetta hefur mikil áhrif á það hvernig ég tek myndir í dag.“ Myndin sem um ræðir er af ókunnugri konu sem enginn í fjöl- skyldu Ionu þekkir. Hún er samt ekki alveg viss um hvort þetta sé ástkona afa síns eða bara vin- kona en hún hefur eytt mörgum stundum að horfa og spá til um hver þessi kona er: „Ég hélt alltaf að myndin væri af ömmu minni, Jónu, sem ég er skírð í höfuðið á. En fyrir svona 3 árum þá benti mamma mín mér á þetta væri ekki amma mín. Eftir að ég vissi að þetta væri ókunnug kona þá varð myndin ennþá fallegri því mað- ur býst alltaf við því að foreldrar manns eða ömmur og afar hafa aldrei átt aðra maka, þetta er bara einhver kona.“ | hdó Permanent: Lítið, meira, mest Gömul auglýsing gengur milli manna á netinu um þessar mundir. Þar er aug lýst permanent hjá Rak arastofunni á Klappa stíg, en aug­ lýsingin er frá árinu 1981. Á níunda áratugnum var gríðar- lega vinsælt að skella sér í permanent. Karlar, konur og börn gengu um bæinn með krullaða lokka, eins og tískugoð þess tíma. Þuríður Ævarsdóttir, starfsmað- ur Rakarastofunnar á Klappastíg, segir að permanentið liggi í dvala í dag: „Ég held að það komi jafn fáir núna og komu margir þá. Það er alveg gjörsamlega búið að breyt- ast. Konur, sem voru með lagn- ingu, voru allar með permanent en núna er lagning eiginlega alveg horfin. Það er bara ein og ein eldri skvísa sem kemur hingað og fær sér lagningu.“ Heldurðu að permið komi aftur í tísku? „Ekki eins mikið og það var þá en maður getur aldrei verið alveg viss. Það kom smávægileg bylgja en hún var voðalega lág. Það er til dæmis enginn í þessari viku með pantað í permanent, ég set það ekki í, nema kannski einu sinni annan hvern mánuð. En þegar þessi auglýsing kom út var fullbók- að allan daginn, bæði í permanent og lagningu.“ Auglýsing frá Rakarastofunni á Klappastígnum frá níunda áratugnum. Enginn í þessari viku með pantað í permanent hjá Rakarastofunni á Klappastíg. Mynd | Hari Frægur fyrir verstu mynd í heimi Greg Sestero er bandarískur leikari, módel og rithöfundur. Hann er best þekktur fyrir leik í myndinni The Room frá árinu 2003 sem vinur hans, Tommy Wiseau, gerði. The Room er yfirleitt kölluð versta kvikmynd allra tíma en er samt orðin stórmerkilegt menningarfyrirbæri. Nú heimsækir Sestero Ísland í tengslum við sýningu myndarinnar í Bíó Paradís. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Kvikmyndir eiga sér líftíma, eins og flest önnur listaverk. The Room, eftir Tommy Wiseau, stendur vel undir því að vera kölluð versta mynd allra tíma. Samtölin eru einkennilega vond og illa leik- in, dramatíkin yfirdrifin, allar tímasetningar í rugli og leik- myndin skelfileg, svo eitthvað sé nefnt. Engan grunaði að The Room myndi eiga sér framhalds- líf. Greg Sestero, sem leikur persónu Marks í myndinni, seg- ir að hann hafi áttað sig á vin- sældunum árið 2009. „Þá rakst ég á grein í Entertainment Weekly sem fjallaði um það krakkar í bandarískum háskól- um væru að pæla í myndinni og að í kringum hana hefði myndast einhvers konar „költ.“ Ég var auðvitað steinhissa en áttaði mig líka á því að ég hefði sögu að segja,“ segir Sestero. Hann gaf út bók um reynslu sína af því að leika í myndinni árið 2013. Bókin heitir The Disa- ster Artist og nú er mynd sem byggð er á henni í eftirvinnslu. The Room hefur líka undið upp á sig með tölvuleik, heimildar- mynd, leikriti og sjónvarpsefni fyrir netið. Greg Sestero hefur byggt feril sinn að nokkru leyti á þátttöku sinni í þessari mynd. „Mig langaði að skrifa bók um gerð myndarinnar af því að það var bara svo margt um leikstjórann og þessa sögu sem ég vissi að aðdáendur vissu ekki,“ segir Sestero. „Á sínum tíma ákvað ég að vera með í myndinni og gerði mér ekki miklar væntingar um hana. Ég var bara að hjálpa sérvitra vini mínum, Tommy, að gera mynd og ef ég á að segja alveg eins og er þá bjóst ég við því að enginn myndi sjá hana.“ Líflegt bíó Sýningar á The Room eru mik- ið sjónarspil og mikið stuð. Áhorfendur kunna að spila sitt hlutverk á meðan myndin er í gangi. Þeir kalla frasa úr myndinni upp á réttum stöð- um, kasta plastskeiðum að hvíta tjaldinu þegar það á við og jafnvel amerískum fótbolta á milli sín þegar persónurnar eru að gera það sama. Í einni senunni í myndinni, sem er algjörlega úr öllu samhengi við söguþráðinni, kasta karlkyns persónurnar boltanum á milli sín í smóking-jökkum og ekkert sem sagt er skiptir neinu máli um framvindu sögunnar. „Áhorfendur eru það besta við The Room. Þeir hafa breytt myndinni í bíóupplif- un á heimsvísu,“ segir Sestero. „Þetta með að kasta amerískum fótbolta var eitthvað sem ég og Tommy tengdum við. Hann sá þetta sem einhvers konar tákn um vináttu. Af hverju boltan- um er oft kastað af mjög stuttu færi veit ég ekki, en það eykur bara við það hvað The Room er dularfull.“ Í Bíó Paradís mun Greg Se- stero fjalla um The Room og reynslu sína af því að hafa orðið frægur fyrir að leika í verstu mynd allra tíma. Hann les úr bók sinni um gerð The Room, segir frá kvikmyndun hennar og fjallar um það hvernig var að taka þátt í verstu mynd í heimi. Kvöldstundirnar með Sestero hefjast í kvöld og á morgun klukkan 20 og auðvitað er The Room sýnd í framhaldinu. Greg Sestero er einn aðalleik- ara í myndinni The Room, sem hefur verið kölluð Citizen Kane vondu myndanna. The Room, eftir Tommy Wiseau, lifir góðu lífi þrátt fyrir að vera vond mynd. Aðdáendur myndarinnar halda henni á lífi og skemmta sér konunglega aftur og aftur. Alltaf haldið upp á myndir frá afa. Bætt blóðflæði Betri heilsa

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.