Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 42

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 42
Ég ætlaði bara að vera eitt ár hérna í útvarpinu en nú eru þau orðin rúm-lega 30. Þetta er orðið ágætt,“ segir Magnús R. Einarsson, útvarps- og tónlistar- maður. Magnús er einn af þekktustu út- varpsmönnum landsins og hefur um langt skeið fylgt okkur með þægilegum og upplýsandi þátt- um sínum. Hann hefur síðustu ár verið á Rás 1 og stjórnar nú Mann- lega þættinum ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur. Á næsta ári verð- ur þó breyting á högum Magnús- ar og hann hyggst hverfa úr dag- vinnunni. „Þetta verður um mitt næsta ár en það er ekki alveg komin tíma- setning þar á. Ég er nú ekki orðið löggilt gamalmenni. Ég verð 64 ára í nóvember. Næsta vor verð ég hins vegar búinn að vinna á RÚV í 32 ár og þar áður var ég kennari. Ég er því kominn með lífeyrissjóð sem ég get notað,“ segir hann. Hvað tekur við þegar þú hættir? „Mig langar að fara að gera eitt- hvað annað. Ég hugsa að ég snúi mér meira að músíkinni. Fari að semja meira og spila meira.“ Magnús hefur uppi áform um að hverfa af landi brott þegar þetta nýja líf hans tekur við, að minnsta k o s t i u m stundarsakir. Ein af þeim hugmyndum sem hann og kærastan, Friðrika Benónýsdótt- ir, blaðamaður og gagnrýnandi, hafa viðrað er að njóta lífsins í París um hríð. „Þetta er nú bara hugmynd enn sem komið er. Þegar ég var yngri var ég í námi á Englandi og Ítal- íu og ferðaðist svo meðal annars um Asíu. Ég var í tvö ár á flækingi áður en ég kom heim og mig hefur alltaf langað til að þvælast eitthvað meira. Hugmyndin er að fara út og vera í nokkra mánuði eða eitt ár á flandri um Suður-Evrópu. Það er að minnsta kosti draumurinn. Svo sjáum við hvort menn efna kosn- ingaloforðin og hvort ég fæ minn lífeyri og eftirlaun,“ segir hann. Magnús kveðst sáttur við tíma sinn í útvarpinu ef hann horfir til baka og útilokar ekki að fást eitt- hvað við dagskrárgerð áfram þó hann láti af daglegum störfum þar. „Ég er alls ekki hættur að vinna. Þetta er búinn að vera fínn tími en það er bara komið að nýju fólki að taka við. Ég er orðinn svo gamall að mér finnst enginn gera hlutina almennilega nema hann hafi hlust- að á Pétur Pétursson og Jón Múla. Nú er komið fólk sem man ekkert eftir þessum köllum og þá er ald- eilis tími að snúa sér að einhverju öðru.“ Bieber brjálaður við aðdáendur sína Íslandsvinurinn Justin Bieber fékk nóg af látunum í aðdá- endum sínum á tónleikum í Birmingham á Englandi á dögunum. Bieberinn var að segja tónleikagestum sögu á milli laga en það heyrðist ekki orð af því sem hann sagði vegna öskra gestanna. „Getið þið slakað á í tvær sekúndur? ... Þessi öskur eru ógeðsleg,“ sagði hann og greinilegt var að það sauð á Biebernum. Fengu afsökunarbeiðni vegna rangra frétta Tom Hanks og Rita Wilson, eiginkona hans, hafa fengið afsökunarbeiðni frá bandarískum götublöðum vegna rangra frétta af hjónabandi þeirra. Hjónaband þeirra Hanks og Wilson þykir eitt hið traustasta í Hollywood en það hefur staðið í 28 ár. Blöðin tvö, National Enquirer and Star, héldu því fram að Hanks hefði haldið framhjá Wilson og þau ætluðu að skilja að skiptum. „Í gegnum tíðina höfum við hlegið að forsíðufréttum þeirra en hjónabandið er hornsteinn fjölskyldu okkar, það er okkur heilagt og við gátum ekki látið slíkan þvætting viðgangast þegar við fögnum 29 ára brúðkaupsafmæli okkar í apríl,“ sögðu þau hjónin. Hoff ánægður með spúsuna Hinn síungi David Hassel- hoff er yfir sig ánægður með tilvonandi eiginkonu sína, svo ánægður að hann deildi bað- fatamynd af henni á samfé- lagsmiðlum á dögunum undir yfirskriftinni: „Þetta er velska stúlkan mín!“ Hasselhoff er 64 ára en unnusta hans, Hayley Roberts, er 36 ára. Þau hafa verið saman síðan 2013 og fyrr á árinu lýsti Hasselhoff því yfir að hann hefði beðið um hönd Roberts í lautarferð við ströndina á Malibu. Brad Pitt hitti son sinn, hinn 15 ára gamla Maddox, á miðviku- daginn í fyrsta skipti eftir að þeim lenti saman í einkaflugvél í eigu fjölskyldunnar í síðasta mánuði. En atvikið í flugvélinni á að hafa verið kornið sem fyllti mælinn og orðið til þess að Angelina Jolie sótti um skilnað frá manni sínum. Sálfræðingur var viðstaddur þegar þeir feðgarnir hittust á miðviku- daginn. Til stóð að þeir hittust töluvert fyrr en sálfræðingurinn taldi betra að bíða aðeins. Pitt mun hafa hitt hin börnin sín fimm áður en hann hitti Maddox, en það þykir stórt skref að þeir hafi eytt tíma saman. Pitt og Jolie hafa gert bráða- birgðasamning í forræðisdeilu yfir börnunum, og kveður samningur- inn á um að börnin búi hjá henni en hann hefur rétt til að heim- sækja þau. Lögreglan er enn að kanna hvað átti sér stað í flugvélinni þegar þeim feðgum lenti saman, það er þó engin opinber rannsókn í gangi á málinu. Feðgar hittast með sálfræðingi Brad Pitt hitti son sinn, Maddox, í fyrsta skipti eftir að þeim lenti saman. Hættir í útvarpinu eftir rúm 30 ár við hljóðnemann Ómþýð rödd Magnúsar R. Einarssonar hefur fylgt landsmönnum um áratuga skeið á RÚV en innan tíðar verður breyting á. Hann hyggst halda suður á bóginn með kærustunni og einbeita sér að tónlistinni. Spennandi tímar framundan Magnús R. Einarsson útvarpsmaður hættir á RÚV eftir rúmlega þrjátíu ára feril þar. Hann hyggst njóta lífsins sunnar í Evrópu og einbeita sér að tónlistariðkun í framtíðinni. Mynd | Hari Feðgar Brad Pitt með sonum sínum tveim- ur þegar allt lék í lyndi. Mynd | Getty …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 „Ég er alls ekki hættur að vinn a. Þetta er búinn að vera fínn tími en það er bara komið að nýju fólki að taka við.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.