Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 47
ILMUR: Úrvals ilmolíur með dýrindis angan bæði þegar slökkt er á kertun
um og þegar kveikt er á þeim.
SNARK: Náttúrulegir viðarkveikir sem snarkar í eins og arineldi.
HÖNNUN: Nútímaleg hönnun fegrar heimilið með fáguðum, hreinum línum
og smekklegum litum.
Útlit, ilmur og hljóð er það sem gerir WoodWick að einstakri upplifun.
PLUSWICK ER BYLTINGAR-
KENND, EIGNARRÉTTARVARIN
HÖNNUN Á KVEIK SEM GEFUR:
+Góðan ilm á skömmum tíma með
því að skapa með fljótum hætti
ilmandi bráðið vax.
+Fallegan og hreinan bruna sem
skilur ekki eftir neinar leifar á
glerkrukkunni.
+Jafnt og róandi hljóð sem minnir á
snarkandi arineld.
EKKERT ANNAÐ ILMKERTI MYNDAR SAMA
EINSTAKA ANDRÚMSLOFTIÐ OG WOODWICK
Kveikurinn í
Woodwick kertunum
…tíska kynningar7 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER
WoodWick ilmkertin
– nýjung á Íslandi
Kerti hafa aldrei hljómað jafn vel!
Unnið í samstarfi við
Halldór Jónsson
WoodWick ilmkertin eru framleidd af Old Virginia Candle Company í bænum Forest í
Bandaríkjunum.
Úrvals vaxblöndur og vandaðar
ilmolíur tryggja jafna og góða
angan og einhvern lengsta
brennslutíma ilmkerta á mark
aðnum. Framleiðendur WoodWick
eru einnig brautryðjendur á sviði
þróunar og notkunar endurnýj
anlegra hráefna. Bestu fáan
legu efni eru notuð í Woodwick,
allt frá úrvals viðarkveikum og
ilmtegundum með ilmkjarnaolí
um til náttúrulegra vaxblandna.
Í WoodWick eru einungis notað
ar hágæða soja vaxblöndur og
fyrsta flokks ilmolíur. WoodWick
ilmkertin tendra skilningarvitin og
fegra heimilið.
Hvað gerir WoodWick
ilmkertin sérstök?
WoodWick ilmkertin frá Virginia
Candle Company eru með náttúru
legum viðarkveik og snarka því
líkt og róandi arineldur. Kveikurinn
á WoodWick ilmkertum er gerð
ur úr viði í staðinn fyrir bómullar
þræði líkt og á venjulegum kertum.
Með þessum hætti heyrist snark
andi hljóð eins og í arineldi þegar
kertin brenna og myndast þannig
skemmtileg áhrif og stemning.
Ilmkertin eru gerð úr vaxi líkt og
venjuleg kerti en hafa lengri bruna
tíma. Viðarkveikurinn er einnig
sterkari en kveikurinn á venjulegum
kertum. Hvert WoodWick ilmkerti
kemur með vönduðu viðarloki.
Hver er þinn uppáhaldsilmur?
Kertin eru fáanleg með margskon
ar ilmi. Meðal vinsælla ilmtegunda
eru Island Cocanut, Lemongrass,
Marionberry, Black Cherry, Rose,
Havana Nights og Fireside. Fireside
(arineldur) er vinsælasti ilmurinn
en einnig mætti velja t.d. lavender
ilmkertin sem gefa sætan og þægi
legan ilm fyrir róandi andrúmsloft.
Í nóvember munu svo koma ilmir
sem minna sérstaklega á jólin og
þá stemningu sem myndast. Ilmir
eins og Sonoma Sunset, Pumpkin
Muffins og Spiced Blackberry.
Einnig fást kertin án ilms fyrir þá
sem það vilja. Eitthvað fyrir alla í
WoodWick
Ásta Hafþórsdóttir
hjá Halldóri Jónssyni:
„Ilmkerti hafa aldrei hljómað betur
segja viðskiptavinir okkar. Það
heyrist snarkandi hljóð þegar þessi
einstöku kerti brenna. WoodWick
kertin eru með náttúrulegum
viðarkveik og sameina róandi hljóð
snarkandi arinelds og dýrindis
ilmtegunda. Fáanleg eru kerti með
einum ilmi, lagskipt kerti með
þremur ilmum (úr Trilogy línunni)
og eru þessi kerti geysivinsæl og
vekja ávallt athygli þegar gestir
koma í heimsókn. Eins er gott að
strjúka af þræðinum með serví
ettu til að taka sótið sem situr eftir
þegar slökkt er á kertinu. Þetta
tryggir sem hreinasta bruna þegar
kveikt er á kertinu aftur. Gott er
líka að láta vaxið bráðna alla leið
að jaðrinum til að brennslan verði
sem jöfnust og myndist ekki dæld í
kertinu.“
WoodWick ilmkertin fást í
Hagkaup Kringlu og Blómaval um
land allt.