Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 1

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 1
Þegar hjónabandið brestur Unnur Ösp og Björn Thors eru hjón og leika hjón Móður- hlutverkið snúnara en söngurinn Jóhanna Guð- rún á tíma mótum amk fylgir Fréttatímanum Viðskipti hluthafa íslensks útgerðarfélags á Tortólu send til rannsóknar hjá héraðssak- sóknara. Seldu útgerð í Afríku í gegnum fyrirtæki á Tortólu. Kredikortareikningar greiddir af aflandsfélögum. Engin svör fást frá eigendum útgerðarinnar. Embætti skattrannsóknarstjóra hef- ur kært viðskipti eigenda útgerðar- innar Sjólaskipa í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Kær- an var send fyrir nokkrum vikum. Sjólaskip er útgerð í Hafnarfirði sem Jón Guðmundsson stofnaði árið 1963. Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri sagðist, aðspurð um málið í samtali við Fréttatímann í síðustu viku, ekki getað tjáð sig um einstök mál eða hvaða einstaklinga embættið hefur kært fyrir skattalaga- brot. Eins og Fréttatíminn greindi þá frá áttu eigendur Sjólaskipa fjögur fé- lög á Tortólu sem meðal annars voru notuð til að halda utan eignarhald á útgerð þeirra í Afríku. Þessar upplýs- ingar koma fram í Panamaskjölunum svokölluðu, gögnum frá panamaísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Eigendur Sjólaskipa, þau Harald- ur Jónsson, Guðmundur Jónsson, Berglind Jónsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir, seldu útgerð sína í Afríku til Samherja fyrir um 140 milljónir evra, tólf milljarða króna, árið 2007. Eignarhaldsfélög þeirra Berglindar og Ragnheiðar á Tortólu voru not- uð til að halda utan um hlutabréf- in í útgerðinni. Tortólufélög þeirra áttu hlutabréf í fyrirtækjum í Belís í Mið-Ameríku sem áttu þrjú af skip- um Afríkuútgerðarinnar. Skipin þrjú voru seld fyrir 98 milljónir evra og fengu fyrirtæki systranna á Tortólu því söluhagnaðinn. Ekki liggur fyrir hvert söluhagnaður bræðranna fór. Bæði Guðmundur og Ragnheiður hafa neitað að ræða um Tortólafé- lög sín og viðskiptin með Afríkuút- gerðina í samtölum við Fréttatímann og blaðið hefur ekki náð í Berglindi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tortólufélögin voru líka notuð til að greiða kredikortareikninga meðlima Sjólafjölskyldunnar en upplýsingar um þetta koma einnig fram í Panamaskjölunum í tilfelli Guðmundar Jónssonar og móður systkinanna, Marinellu Haralds- dóttur. Skattrannsóknarstjóri hef- ur um árabil rannsakað slík mál sem kunna að vera skattalagabrot ef tekjur aflandsfélaganna voru ekki rétt taldar fram. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að hluti kærunnar snúi að kreditkortanotkun gegnum skattaskjól. Ólafur Hauksson héraðssakóknari segir að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál þegar Fréttatíminn leitar svara um kæruna hjá embættinu. Ná- kvæm efnisatriði kærunnar liggja því ekki fyrir eða að hverjum úr Sjólafjöl- skyldunnni hún beinist. |ifv frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 72. tölublað 7. árgangur Föstudagur 04.11.2016 Leið eins og sautján ára á leið til sjós Arnar Már Arngríms- son varð Norður- landameistari í unglingabókum 2620 38 2 8 22Eigendur Sjólaskipa kærðir út af viðskiptum í skattaskjólum 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM OG PEYSUM 2. HÆÐ - SMÁRALIND KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Fisléttir, klárir og öugir Forpöntun á Mavic drónum. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi DJI Mavic Pro 179.900 kr. Saga Sigríðardóttir er ein þeirra sem vilja búa smátt Gott að búa á 20 fermetrum Sjómenn eiga að fá hæstu launin Kjararáð barna býr til launastigann Betrun í helvíti Saga Magdalene þvottahúsanna Offita barna útbreidd í Breiðholti Fátækt barna vaxandi vandi Þetta viljum við! Verkefnalisti verðandi ríkisstjórnar12

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.