Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Haukur Valdimarsson, annar eigandi heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi, sagði við Fréttatímann fyrir skömmu að óljóst væri hvort eigendurnir myndu halda áfram rekstri út af arðgreiðslubanninu. Hann og Böðvar Örn Sigurjónsson, sem sjást hér saman á mynd, hafa tekið sér 244 milljóna arð frá hruninu 2008. Svíar ætla að leyfa 7 prósenta arð en Ísland bannar hann Stjórnmál Sænska ríkisstjórnin mun banna hærri arðgreiðslur en sjö prósent af hlutafé einka­ rekinna heilbrigðisfyrirtækja og skóla. Kristján Þór Júlíusson bannaði arðgreiðslur úr einka­ reknum heilsugæslustöðvum alveg. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Sænska ríkisstjórnin mun að öll‑ um líkindum heimila einkarekn‑ um skólum og heilbrigðisfyrir‑ tækjum, sem fjármögnuð eru með almannafé, að greiða út árlegan arð sem nemur sjö prósent af hluta‑ fé fyrirtækjanna. Þetta mun koma fram í tillögum frá sænska sósíal‑ ‑demókratanum og fyrrverandi borgarstjóra Malmö, Ilmar Repalu, sem kynntar verðar þann 8. nóvem‑ ber, samkvæmt frétt sænska ríkis‑ útvarpsins. Reepalu hefur unnið að því síð‑ astliðið eitt og hálft ár að finna út hvernig eigi að setja reglur um há‑ mark arðgreiðslna úr einkareknum velferðarfyrirtækjum eins og skól‑ um og heilbrigðisfyrirtækjum. Mikil umræða hefur verið um málið og tillögur Repaalus í Svíþjóð þar sem svo mikið er af slíkum fyrirtækj‑ um í landinu. Með tillögunum vill sænska ríkisstjórnin koma í veg fyr‑ ir að milljarðar sænskra króna verði teknir út úr fyrirtækjunum sem arð‑ ur en sum þeirra, eins og til dæmis Attendo, eru á endanum í eigu fyr‑ irtækja á lágskattasvæðum eins og eyjunni Jersey á Ermarsundi. Ísland hefur gengið lengra en Sví‑ þjóð að þessu leyti þar sem Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi heilbrigðis‑ ráðherra, innleiddi arðgreiðslubann út úr einkareknum heilsæugæslu‑ stöðvum á höfuðborgarsvæð‑ inu á síðasta kjörtímabili. Sjúkra‑ tryggingar Íslands munu í kjölfarið ekki gera neina nýja samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar sem ekki eru reiðubúnar að undir‑ gangast arðgreiðslubannið. Tiltölu‑ lega lítil umræða var um þessa að‑ gerð í íslensku samfélagi. Heilbrigðismál Fötluð kona gaf Barnaspítala Hringsins rimlarúm í minningu sonar síns sem lést af völdum veikinda á spítalanum síðasta sumar. Hún hefur ekki enn náð að safna fyrir rúminu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Sonur minn var langveikur. Hann lést í sumar og í stað þess að þiggja blóm og kransa þá bauð ég fólki að gefa peninga inn á reikning sem færi i gott málefni,“ segir Aðalheiður Dav‑ íðsdóttir, sem afhenti Barna spítala hringsins fyrr í vikunni sjúkrarúm með rimlum fyrir lítil börn, en hana vantar hundrað þúsund krónur upp á að fjármagna rúmið. Sonur Aðalheiðar, Aron Hlyn‑ ur, lést á Barnaspítala Hringsins í byrjun júlí. Fréttatíminn greindi skömmu síðar frá því að Aðalheiður átti ekki fyrir útför sonar síns. Sonur Aðalheiðar var fatlaður, en sjálf lenti hún í alvarlegu bílslysi á unglingsárum og hefur mátt búa við fötlun síðan. Aðalheiður óskaði eftir útfarar‑ styrk hjá Kópavogsbæ en vegna vandkvæða treysti bæjarfélagið sér ekki til þess að styrkja móðurina til þess að jarðsyngja barn sitt. Áður en sonur Aðalheiðar lést eyddu þau öllum stundum á Barna‑ spítalanum. Hún snéri þangað aftur í fyrsta skiptið frá andláti sonar síns á þriðjudaginn og afhenti rúmið sem kom til landsins í byrjun mánaðar‑ ins. Spurð hvernig það var að snúa aft‑ ur á spítalann svaraði Aðalheiður: „Það voru blendnar tilfinningar, en þó gleðilegt að geta gefið barnaspít‑ alanum gjöf til minningar um líf son‑ ar míns.“ Frétt Fréttatímans vakti mikla athygli og náði fjölskyldan að safna fyrir öllum útfararkostnaði. Þá greindi Fréttatíminn einnig frá því að Aðalheiður bjó þannig um hnútana að sonur hennar var líf‑ færagjafi eftir andlát. Hjarta Arons var gefið ungu barni auk þess sem lifur, bris og nýru voru gefin. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að safna fyrir svona rimlarúmi er að spítalinn á ekki slíkt rúm og það hefði gagnast mér vel,“ segir hún. Aðalheiður segir starfsfólk spítalans hafa sagt sér að rúmið myndi nýtast vel, en það hefur þegar verið tekið í notkun, að sögn Aðalheiðar. Hún er ekki búin að safna fyrir öllum kostnaði, en hundrað þúsund krónur vantar upp á. Rúmið kostaði um 800 þúsund krónur. Hafi lesendur áhuga á að styðja við Aðalheiði má leggja inn á reikn- ing hennar sem er, 537-14-407916. Kennitalan er 261083-3969. Safnar fyrir barnarúmi í minningu sonar síns Aðalheiður afhenti rúmið á þriðjudaginn. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ólafur Thorarensen barnalæknir tóku við rúm­ inu fyrir hönd barnaspítalans. Mynd | Landspitalinn.is Viðskipti Verðbréfafyrirtækið mælir fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja á Íslandi í skýrslu sem ætlað er að fá erlenda fjárfesta til Íslands. Verðbréfafyrirtækið GAMMA, sem starfar á Íslandi og erlendis, telur að það sé „lógískt“ næsta skref að yfirvöld á Íslandi selji ríkisfyrirtæki sem mynda innviðina í íslensku samfélagi, eins og til dæmis hlutabréf í rafmagnsflutningsfyrirtækinu Landsneti. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA um innviðafjár‑ festingar sem gerð var opinber í vikunni. Í skýrslunni eru færð rök fyrir mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög dragi sig út úr rekstri innviða‑ fyrirtækja eins og Landsvirkjun og Orkuveitu Reykja‑ víkur og segir meðal annars: „Flest innviðafyrir‑ tæki á Íslandi eru í opinberri eigu, en með auknum umræðum og með árangursríkri þátttöku einkaaðila á öðrum sviðum, er sala hlutabréfa opinberra aðila rökrétt næsta skref.“ Bent er á í skýrslunni að fjárfesta þurfi í innviðum fyrir um 600 milljarða á næstu árum og að með‑ al annars þurfi að stækka Keflavíkurflugvöll. Til‑ valið væri að einkaaðilar kæmu að þeirri stækkun, til dæmis. GAMMA segist hafa fundað með erlend‑ um fjárfestum sem vilji fjárfesta í ríkisfyrirtækjum á  Íslandi. | ifv GAMMA segir „lógískt“ að selja Orkuveituna og Landsvirkjun Í skýrslunni eru færð rök fyrir mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög dragi sig út úr rekstri innviðafyrirtækja eins og Lands­ virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd | Hari www.husgagnahollin.is 558 1100 Allir sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. SÓFAR TAXFREE KIRUNA Þriggja sæta sófi. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 227 x 90 x 78 cm 80.637 kr. 99.990 kr. Þú finnur nýja bæklinginn á hugsagnahollin.is EASY Nettur og skemmtilegur tungusófi. Tunga getur verið bæði vinstra og hægra megin. Dökk- eða ljósgrátt áklæði. Stærð: 232 x 145 x 85 cm 145.153 kr. 179.990 kr. DEVON Horntungusvefnsófi. Geymsla undir tungu og í armi. Stærð: 244 x 225 x 82 cm 217.734 kr. 269.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.