Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 04.11.2016, Síða 8

Fréttatíminn - 04.11.2016, Síða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Þetta viljum við að þið gerið! Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði aðeins setið við völd í eitt og hálft ár þegar Austurvöllur fylltist af mótmælendum sem kröfðust aðgerða til varnar heimilunum. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var aðeins níu mánaða gömul þegar völlurinn fylltist af fólki sem mótmælti afturköllun aðildarum- sóknar að Evrópusambandinu. Í vor logaði Austurvöllur síðan á ný vegna spillingarmála ráðherranna. Fyrstu mótmæli gegn komandi ríkisstjórn hafa verið boðuð á morgun, laugardag, gegn ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra. Mynd | Hari Síðustu ríkisstjórnir hafa allar hrökklast undan vaxandi kröfum almennings. Tvær gáfust upp á miðju kjörtímabili og sú þriðja lyppaðist niður. Völdin hafa færst til í íslensku samfélagi. Það dugar stjórn- málaflokkunum ekki lengur að mynda ríkisstjórn með þing- meirihluta og knýja mál sín í gegnum þingið. Hrunið færði til völdin í samfélaginu. Hið raunverulega vald liggur nú hjá þjóðinni, sem veitir ríkisstjórn vald sitt með skilyrðum. Ef stjórnin nær að byggja sátt út í samfélagið fær hún lifað. Ef ekki mun henni verða steypt. Þetta eru nýju leikreglurnar á Íslandi. Fréttatíminn tapp- aði af þjóðinni og spurði hver yrði helstu verkefni komandi stjórnar. „Atvinnumál eru aðkallandi. Upp- boð á veiðiheim- ildum ber hæst. Núverandi kerfi er óréttlátt, óhag- kvæmt og leiðir til rentusóknar af hálfu útgerðar- manna sem skekkir alla þjóðfé- lagsumræðu í landinu. Stokka þarf upp landbúnaðarkerfið. Sumt tek- ur tíma en annað má gera strax. Til dæmis að heimila frjálsan inn- flutning á hvítu kjöti. Taka þarf til hendinni í ferðaþjónustu, hækka virðisaukaskatt á gistingu í þrep- um og fjárfesta í innviðum.“ Jón Steinsson, hagfræðiprófessor „Nú þegar hafa ýmis útgjaldalof- orð fallið. Tímabil góðæris mun hins vegar taka enda fyrr eða síðar, það er því nauðsynlegt að búa í haginn. Ég tel mikilvægt að sátt skapist um forgangsröð- un í ríkisrekstri og að sá tónn sem verður sleginn varðandi efnahags- stefnu stjórnvalda og gagnvart vinnumarkaði verði ábyrgur.“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumað- ur efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins „Velferðarmál eldri borgara eru í lamasessi. Sam- kvæmt kjaradómi fá eldri borgarar núna 50.000 kr. niðurgreiðslu á hvort eyra en bestu heyrnartæk- in kosta hálfa milljón. Svo hafa tannlækningar hafa verið í frosti í meira en tíu ár. Biðtíminn eftir hjúkrunarrýmum er líka rosalega sársaukafullur fyrir fjölskyldur og þann sem er aldraður og veikur. Við viljum bara fá að halda reisn alla ævi og að það sé borin sama virðing fyrir okkur og öðrum í samfélaginu.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara „Helstu verkefni næstu ríkisstjórn- ar eru að koma heilbrigðis- og velferðarmálum í myndarlegt horf. Gera þarf betur við ellilífeyrisþega og öryrkja. Að efna Parísarsáttmálann og sýna gott fordæmi í loftslagsmálum. Nauðsynlegt er að fá fram siðbót í íslenskum stjórnmálum og byggja upp traust almennings á Alþingi og öðrum stofnunum ríkisins.“ Frosti Logason útvarpsmaður „Nýja ríkisstjórnin þarf að hafa dug til að takast á við vaxandi stétta- skiptingu í sam- félaginu, nokk- uð sem á ekki að þrífast í svo fámennu samfélagi í landi, ríku af auðlindum jafnt sem hugviti. Það hlýtur, bara hlýtur, líka að vera hægt að setjast niður og sníða mannúðlegra regluverk fyrir Útlendingastofnun og hætta að túlka Dyflinnarreglugerðina eftir skáldlegri hentisemi.“ Auður Jónsdóttir rithöfundur „Það þarf að endurskoða nýju útlendingalög- in frá grunni því þau setja íslenskt samfélag fimmtíu ár aftur í tím- ann. Má þá helst nefna hugtakið „útlendingur“ sem er skilgreint þannig að það séu allir sem ekki eru með íslenskan ríkisborgara- rétt. 14. grein laganna segir að útlendingi sé ávallt skylt að vera með skilríki á sér, það á líka við um fólk sem hefur búið hér í fjölda ára. En sé útlendingurinn ekki með skilríki má lögreglan, skv 110 gr. laganna, án dómsúrskurðar gera húsleit hjá viðkomandi.“ Davor Purušic, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.