Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 04.11.2016, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 04.11.2016, Qupperneq 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Menntaskólakennarinn Arnar Már Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Norður- landaráðs fyrir sína fyrstu bók. Hann segir mikla möguleika í íslenskunni til að ná til unga fólksins en mikilvægt sé að ýta réttu bókunum að unga fólkinu okkar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Maður er að reyna að koma sér aðeins niður á jörðina, svona rétt fyrir næsta flug,“ segir Arnar Már Arngrímsson staddur á Reykja- víkurflugvelli. Hann er nýkominn úr flugi frá Kaupmannahöfn og er á leið heim, norður á Akureyri. Arnar er menntaskólakennari, kennir ís- lensku- og félagsgreinar við Mennta- skólann á Akureyri. Og nú er hann verðlaunahöfundur, með barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlanda- ráðs í farangrinum. Sú staðreynd kom flatt upp á hann enda fékk hann verðlaunin afhent í Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld fyrir sína fyrstu bók. Geri aðrir bet- ur. „Þetta var galið,“ segir Arnar Már. „Eins og aðrir tilnefndir sat ég eins og dæmdur maður úti í sal með ræðu upp á vasann og var því bú- inn að sjá þetta lauslega fyrir mér ef ég þyrfti að fara upp á svið. Mér leið dálítið eins og þegar ég var að fara á sjó sautján ára gamall, en væri þegar orðinn sjóveikur. Síðan fór þetta allt vel, en kom auðvitað gríðarlega á óvart.“ Hver er Sölvi? Verðlaunabókin heitir Sölvasaga unglings, en hver er Sölvi? „Sölvi er 15 ára og dálítið strand í kollinum á sér. Hann er fastur í því sem nú er að verða dálítið dæmigert þegar við hugsum um unglingsstráka sem er fíkn í tölvuleiki og að velta sér upp úr klámi. Hann vantar mótvægi í líf- inu, er til dæmis ekki íþróttastrákur en hefur eitthvað fiktað við tónlist. Sölvi er vinafár og einangrar sig sí- fellt meira. Einn merkimiðinn sem við notum á stráka í dag er að þeir lesi ekki neitt og það má segja að Sölvi gangist við þeim merkimiða, þó að innst inni sé hann maður orða og mjög áhuga- samur um rímaðan skáldskap. Hann leitar því á náðir orðanna, skrifar niður rímur og rapptexta en gengst ekki alveg við því.“ Í bókinni verða breytingar á högum Sölva, fjölskyldan er í fjárhagskröggum og með hangandi haus, tættur og þreyttur, fer hann austur á land til ömmu sinnar. Þær breytingar minnka ekki tilfinningasveiflurn- ar í honum. Strákarnir okkar Arnar Már er að velta fyrir sér reynslu stráka á unglingsaldri í bókinni. „Mér finnst þetta bara vera svo öskrandi eitthvað, þessi veröld unglingsins sem einangrar sig frá heiminum, situr of mikið fyrir framan tölvuna og er í hættu um að mála sig út í horn.“ Sjálfur er Arnar Már fæddur árið 1972, í allt öðrum félagslegum veruleika en nú er uppi í lífi ung- lingsstráka, eins og við vitum öll. „Ég var samt sjálfur dálítill ein- angrunarsinni á sínum tíma, en var líka dálítill lestrarhestur. Ég er á því að maður finni styrk í góðum bók- um og einhvers konar hugarró. Í dag sé ég ekkert nema flótta í því þegar þú lokar þig af til dæmis í ofbeldis- fullum tölvuleik, eins og of margir gera,“ segir menntaskólakennarinn sem finnur greinilega fyrir þessum flótta unglingsstráka í starfi sínu. „Mér finnst strákar yfirleitt eiga erf- iðara uppdráttar í dag en stelpur. Þeir eru leiðari, neikvæðari og það er erfiðara að ná til þeirra.“ Möguleikar íslenskunnar Orðin eru mikilvæg og Arnar Már segir að þetta mikilvægi sé rauður þráður í bókinni um unglinginn Sölva, sem nú hefur verið verð- launuð í þessu ágæta norræna sam- hengi. „Við erum oft að tala um að allt sé á hverfanda hveli með íslensk- una og notkun á henni drabbist nið- ur, en ég er samt á því að það séu í henni heilmikil tækifæri. Það er svo margt hægt að gera með þetta tungumál. Unglingar þurfa að verða fyrir réttu textunum og þeim þarf að koma til þeirra með jákvæðum hætti. Í þeim efnum þarf margt að bæta, til dæmis hvernig við búum að skólunum og reynum að vekja áhuga ungs fólks á bókum. Það eru ekkert allir sem leggjast í bækur en ég held að þegar að líður á ævina finni flestir sér eitthvað við hæfi. Að mínu mati er skólakerfið bæði of nískt og var- kárt þegar kemur að því að taka sér tíma til þess að rétta krökkum bæk- ur sem að gætu hentað þeim.“ Arnar Már er áhugasamur um lestur ungmenna og er á því að hann geti opnað þeim víðari sýn á heiminn. „Það hefur sýnt sig að það eru kannski eins og fjögur at- riði sem virka vel: Það virkar greini- lega að skáld og rithöfundar heim- sæki skóla, það þarf að vera réttur bókakostur á skólabókasöfnum sem sitja allt of oft uppi með tuttugu ára gamlar bækur, kennararnir þurfa að vera áhugasamir um bækur og lestur og lifa sig inn í þetta með nem- endunum og loks skipta fyrirmyndir máli. Strákar virðast vera tregir til að viðurkenna að þeir lesi og verji frítíma sínum í það. Það sem vekur bjartsýni hjá mér er hve hlutirnir geta breyst hratt á Íslandi. Unglingar eru hrifnæmir. Þetta sjáum við til dæmis á því að danskir og íslenskir unglingar eru farnir að sletta norsku út af sjón- varpsþáttunum Skam. Þetta sýn- ir að allt getur gerst. Einn daginn verða kannski miðnæturopnanir í bókabúðum út af einhverri flottri umritun á Íslendingasögunum,“ seg- ir Arnar Már Arngrímsson, lukku- legur með barna- og unglingaverð- laun Norðurlandaráðs og á leið í flug heim á Akureyri. Nýr Norðurlandameistari í barna- og unglingabókum, Arnar Már Arngrímsson, hefur í Sölvasögu unglings búið til „áhuga- verða, fyndna, óþolandi, leitandi og heillandi persónu,“ eins og segir í dómnefndarálitinu. Mynd | Rut Hugarró í bókum — flótti í tölvuleikjum Á unglingsárunum geisa stundum stormar í kollinum. Sölvi er engin undantekning. T ILBOÐ OPNUNARTÍMI Virka daga 11-18 laugardaga 11-16 1.500 kr. Ármúla 44 - Sími: 517 2040 - facebook.com/skomarkadurinn Mikið úrval BARNASKÓR Já, nú verðurgaman! Kringlukráin Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Sími 568 0878 kringlukrain@kringlukrain.is www.kringlukrain.is 4. - 5. NÓV. SÉRBLAÐ UM HREINGERNINGAR þann 10. nóvember Allt um jólaþrifin, hvaða vörur er gott að nota og góð þrif ráð. Endilega hafið samband og tryggið ykkur pláss gt@frettatiminn.is | 531 3310
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.