Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 04.11.2016, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 04.11.2016, Qupperneq 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég byrjaði að syngja aft-ur eins fljótt og ég gat og hef svo verið að auka þetta hægt og rólega, en er komin alveg á fullt núna,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem eignaðist dóttur í byrjun október á síðasta ári og er sú litla því nýorðin eins árs. Dóttirin var aðeins þriggja mánaða þegar Jóhanna fór að skreppa frá í stutt gigg, en þá var hana virkilega farið að klæja í fingurna að fara upp á svið að syngja. „Það er svo- lítið skrýtið að vera tónlistarmað- ur, þetta er svo óhefðbundin vinna, og þegar maður fær ekki útrás fyrir að syngja þá byggist upp „fruster- ation“. Það er ekki gott fyrir sjálfið að vera ekki að syngja. Þess vegna gat ég ekki sleppt því mjög lengi,“ segir Jóhanna og brosir. Áhættumeðganga vegna gigtar Hún varð að hægja töluvert á sér í söngnum á meðgöngunni vegna slæmrar gigtar sem hún hefur glímt við frá barnsaldri. Hún var því í svokallaðri áhættumeðgöngu. „Mér var ráðlagt að vera róleg og taka styttri verkefni þar sem ég gæti labbað inn, sungið nokkur lög og farið aftur, engin böll eða neitt slíkt. Það tók alveg 50 til 60 pró- sent af vinnunni og margar tegund- ir af verkefnum duttu út. Það var því mjög gaman að geta byrjað aft- ur, það voru allir svo hungraðir í að fá mig í verkefni,“ segir hún kímin. Jóhanna segir meðgönguna og fæðinguna reyndar hafa gengið mun betur en hún bjóst við, vegna gigtarinnar. „Af því ég gat ekki unnið jafn mikið og áður þá var ég úti að labba með hundana mína alla daga. Ég hreyfði mig því mikið, borðaði hollt og naut þess að vera slök í fríi og með því náði ég að halda mér góðri framan af. En eftir 35. viku fór að síga á ógæfuhliðina og ég fékk mikinn bjúg. Ég var svo sett af stað við 38. viku og fæðingin gekk mjög vel. Ég held því að ég hafi sloppið vel miðað við að ég er með þennan sjúkdóm og er frekar slæm af honum.“ Stundum er hver hreyfing sár Jóhanna segir svefnleysið og eðli- legt álag sem fylgir því að vera með ungbarn hafa haft verri áhrif á gigtina. „Svefnleysi er svo slæmt fyrir liðagigt og óhjákvæmilega verður maður stundum svefnlaus með lítið barn. En maður tæklar það bara eins og hvert annað ver- kefni. Það koma góðir og slæmir dagar og ég reyni að verkjastilla mig þegar ég er mjög slæm. Áður en ég átti hana þá gat ég tekið því rólega ef ég var slæm, en það er ekki endilega í boði núna, því ég get ekki látið hana afskiptalausa. Stundum er hver einasta hreyfing sár. Einföld aðgerð, eins og að taka hana upp, getur stundum verið erf- ið,“ segir Jóhanna hreinskilin en tekur það samt fram að margir séu verri af gigt en hún. „Sem betur hefur mér tekist að vinna vel í mín- um málum. Þetta hefur aldrei kom- ið niður á neinu sem ég er að gera. Ég kemst alltaf í gegnum allt sem ég ætla mér. Ég er á góðum lyfjum Sparkar í rassinn á sjálfri sér Jóhanna Guðrún er komin á fullt í söngnum aftur, eftir að hafa eignast dóttur fyrir ári, og reynir að skapa sín eigin verkefni. Hún viður- kennir að móðurhlutverkið sé töluvert erfiðara en hún bjóst við og hlær nú af ýmsum rang- hugmyndum sem hún hafði um barnauppeldið. Heldur jólatónleika Jóhanna ætlar að halda sína eigin jólatónleika í fyrsta í Vídalínskirkju á Þorláksmessu. Mynd | Rut sem virka vel og þetta er sjúkdóm- ur sem hægt er að halda niðri með réttu meðferðinni,“ útskýrir hún. Konur setja pressu á sig Jóhanna sá fyrir sér að vera heima með dótturina þangað til hún kæm- ist inn á leikskóla, en í ljós kom að það myndi ekki ganga. Hún er því nýbyrjuð hjá dagforeldum. „Það var orðið svo mikið að gera hjá mér að ég var farin að gera hvorugt vel. Ég var hvorki að sinna henni eins vel og ég vildi, né vinnunni. Ég reyni því frekar að vera dug- leg að gefa henni tíma frá því hún kemur heim úr dagvistun og þang- að til hún fer að sofa. Það er ekki hollt að „múltitaska“ svona mik- ið með barn, þá er maður aldrei að veita því fulla athygli. Maður á veita börnunum athygli þegar mað- ur er með þeim, gefa sér tíma til að leika við þau og lesa fyrir þau. En líf nútímakvenna er mjög áhuga- vert. Það er dálítið magnað hvern- ig konur láta þetta allt ganga upp og gera allt vel. Við erum flestar þannig gerðar að okkur langar að gera allt vel; vera mæður, standa okkur í vinnunni, hafa allt hreint og fínt heima og vera sjálfar fínar. En það er bara svolítið mikið mál.“ Jóhanna telur að konur setji gjarnan sjálfar þessa pressu á sig og beri sig saman við aðrar konur, til dæmis á snapchat. „Þær sem maður sér þar ráða auðvitað hvernig þær koma fram og hvernig þær sýna heimilið sitt. En þegar maður sér allt fullkomið hjá þeim þá hugsar stundum maður hvort heimilið hjá manni sjálfum eigi að vera svona fínt. Ég er sjálf nefnilega með mikla fullkomnunaráráttu þegar kemur að heimilinu,“ segir hún og hlær. „Stundum skil ég ekki hvernig fólk sem á mörg börn lætur þetta ganga upp, eins og það er samt yndislegt að eiga barn og ég myndi aldrei ekki vilja vera foreldri. En að eignast barn vekur mann dálítið til lífsins.“ Skapar sín eigin verkefni Eftir að dóttirin byrjaði í dagvistun hefur Jóhanna getað hellt sér út í vinnuna af heilum hug. Það er líka eins gott, því verk- efnin hrúgast inn. Þetta er sá árstími. Þá er hún líka að reyna að skapa sín eigin verkefni. „Ég hef verið svo heppin í gegn- um tíðina að ég hef fengið mikið af góðum verkefnum. Þau hafa bara komið til mín og ég hef vandað mig við þau. En ég er að reyna að gera meira sjálf núna, eins og ég ætla að halda jólatónleika í Vídalínskirkju á Þorláksmessu. Þetta verða mjög lágstemmdir tónleikar, frekar ódýrt inn, þannig flestir ættu að geta leyft sér að koma. Mig langar bara að hafa notalega stemningu og svo get- ur fólk farið inn í jólin. Þá verð ég með Evu Cassidy tónleika í Salnum 11. febrúar og það er strax farið að seljast ágætlega á þá. Þannig ég er aðeins að reyna að sparka í rassinn á sjálfri með að halda tónleikana sjálf,“ segir Jóhanna einlæg. Þá er væntanlegt lag frá henni í byrjun ársins, en hún vill leyfa jólavertíð- inni að klárast fyrst. Hún er nefni- lega ekki bara sjálf með jólatón- leika því hún mun syngja á fjölda annarra jólatónleika, meðal annars með Björgvini Halldórssyni, Stefáni Hilmarssyni og Friðriki Ómari. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins í mínum huga, þó álagið sé auðvitað mikið líka, sérstaklega núna, því þetta er fyrsta jólatörnin með barn. Það gæti orðið stremb- ið að láta þetta ganga upp því við erum bæði svo upptekin,“ seg- ir Jóhanna, en barnsfaðir hennar og unnusti, Davíð Sigurgeirsson, er einnig tónlistarmaður og þau þurfa því stundum bæði að vinna á kvöldin og um helgar. Sem betur fer eiga þau góða að og ömmurnar og afarnir eru dugleg að stökkva til og passa. „Mamma mín er til dæmis alveg komin í stellingar fyrir nóv- ember og desember. Þó ömmurnar og afarnir séu alltaf glöð að passa þá finnst mér þetta stundum full- mikið og fæ samviskubit yfir því að vera að níðast á fólki.“ Hélt þetta yrði svo auðvelt Jóhanna viðurkennir að móðurhlut- verkið sé töluvert erfiðara en hún gerði ráð fyrir, en þó frekar á kó- mískan hátt en neikvæðan og hún barmar sér alls ekki yfir því. Hún getur stundum ekki varist hlátri yfir þeim ranghugmyndum sem hún hafði um ýmislegt sem viðkemur því að vera með ungbarn. „Ég var með svo brenglaða hug- mynd um hvernig þetta yrði. Ég hélt að þetta yrði svo auðvelt af því ég ræð mér svo mikið sjálf í vinnu. Ég hélt að ég gæti stjórnað öllu sjálf, en hef áttað mig á því að ég er með lítinn einstakling með sjálfstæðan vilja. Ég hélt að hún gæti bara leikið sér á meðan ég svaraði tölvupóstum og hringdi símtöl og svo þegar hún legði sig þá gæti ég æft mig, en svo er þetta ekki þannig. Hún er ekkert endilega til í að leika sér þegar ég er í tölvunni. Hún vill frekar vera hjá mér og ýta á alla takkana. Svo fer hún að gráta þegar ég set hana niður, bara eins og börn gera,“ segir Jóhanna sem hefur lært ansi margt á þessu eina ári sem móðir. „Ég stjórna mínum tíma í raun- inni ekki lengur. Ég ræð því ekkert sjálf hvernig dagurinn er og þess vegna ákváðum við líka að fá dag- vistun. Þá get ég allavega gengið að þessum tíma vísum í vinnu.“ Jóhanna spyr sig stundum að því hvað hún hafi eiginlega verið að gera áður en hún eignaðist barn. „Mér finnst eins og ég hefði átt að nýta tímann minn miklu betur, ég var svo slök með allt. Það var vissu- lega gott að njóta þess á meðan maður gat, en ég hefði örugglega líka getað gefið út tíu plötur,“ segir hún hlæjandi. Faxafeni 14 l Sími 5516646 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Ég var með svo brenglaða hugmynd um hvernig þetta yrði. Ég hélt að þetta yrði svo auðvelt af því ég ræð mér svo mikið sjálf í vinnu. Ég hélt að ég gæti stjórn- að öllu sjálf, en hef átt- að mig á því að ég er með lítinn einstakling með sjálfstæðan vilja. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.