Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 52
VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR DICK CEPEK dekkin eru amerísk gæðavara og þekkt fyrir frábæra endingu, auk þess að vera afar hljóðlát. DICK CEPEK dekkin fást í þremur mismunandi útfærslum í stærðum frá 29 til 44 tommu, og passa því undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. NOKIAN er einn virtasti framleiðandi í heimi á vetrardekkjum. Arctic Trucks hefur átt gott samstarf við Nokian sem skilað hefur frábærum árangri, enda koma hér saman tveir sérfræðingar í vetrarakstri. AT315 35 tommu dekkið er afrakstur þessa samstarfs og í byrjun næsta árs er væntanlegt á markað nýtt 44 tommu dekk sem sérstaklega er hannað til aksturs við afar erfiðar aðstæður að vetri til. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com alla föstudaga og laugardaga Seagal til Rússlands Leikarinn Steven Seagal hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt. Hann hefur oft heimsótt landið og talað vel um Vladimír Pútín. Ætli Rússar viti hvað þeir eru að kalla yfir sig? Fór Nicole í brjóstaaðgerð? Mikið fjallað um söngkonuna í Bretlandi. Mikið er nú rætt og ritað í Bretlandi um hvort söngkonan Nicole Scherzinger hafi farið í brjóstaaðgerð. Nicole, sem fræg er fyrir hljóm- sveitina Pussycat Dolls, hefur hin síðustu ár verið fastagestur á sjónvarpsskjánum sem dóm- ari í hæfileikaþáttum. Og það var við tökur á einum slíkum í vik- unni sem sagan fór á kreik. X-Factor dómarinn Louis Walsh var gestur í öðrum þætti og þar var farið í leik þar sem talað var um leyndar- mál stjarnanna. Einn gestanna nefndi brjóst Scherzinger og þá sagði þessi kollegi hennar: „Já, þetta eru ný brjóst! Hún er með ný brjóst!“ „Þetta er ekki satt. Nicole er svo heppin að vera blessuð með ótrúlegum genum og verður bara heitari með aldrinum,“ hafði talsmaður Scherzinger um málið að segja. Ótrúleg gen Nicole Scherzinger kveðst ekki hafa farið í brjóstaaðgerð. Mynd | NordicPhotos/Getty Bók um friðsæla forseta Önnur bók sem eflaust mun vekja athygli í jólabókaflóðinu er forsetabókin Fyrstu forsetarnir: Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld eftir Guðna Th. Jóhannes- son, forseta Íslands. Forsetinn stefndi upphaflega að því gefa bókina út fyrir forsetakosningarn- ar í vor en lét af þeim áformum þegar hann fór sjálfur í forseta- framboð. Forsetabók Guðna forseta hefur greinilega tekið breytingum frá því sem áður var ráðgert. Nú er kynnt að bókin nái aðeins fram til aldamóta og sneiðir forsetinn þar með hjá því að fjalla um umdeild embættis- verk forvera síns í forsetaemb- ættinu, Ólafs Ragnars Grímsson- ar. Það að útgefandinn er Sögufélagið, hvar Guðni gegndi embætti forseta þar til í vor, en ekki Forlagið eins og til stóð, bendir líka til þess að forsetabók- in verði fremur settleg sagnfræði- leg yfirferð heldur en bók sem vekja mun deilur. Metupplag Arnaldar Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Petsamo, kom út á þriðjudaginn og fór beint á toppinn á metsölu- lista Eymundsson eftir einn dag í sölu. Það eru svo sem ekki ný tíðindi að Arnaldur fari beint á toppinn þegar ný bók eftir hann kemur út en útgefandinn, Forlagið, býst greinilega við mikilli sölu í ár. Þannig voru yfir sex þúsund eintök send út í fyrstu dreifingu, sem er um það bil fjórföld meðalsala á íslenskri skáldsögu, og hafa aldrei verið send út fleiri í fyrstu atrennu. Sjálfur er Arnaldur ekki mikið að stressa sig á útgáfunni því hann er á kynningarferðalagi um Þýskaland og Frakkland en bækur hans njóta mikilla vinsælda þar um slóðir. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.