Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 04.11.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 04.11.2016, Qupperneq 54
varð ólétt að öðru barni þeirra hjóna ákváðu þau hins vegar að flytja til Íslands þar sem fyrirtækið hefur tekið mikið stökk. „Eftir að við komum til Íslands höfum við getað gert stærri vörur. Við vorum fyrst að einblína á vörur sem við gátum pakkað og sent. En hérna höfum við verið að þróa borðstofu- borð, barstóla, sófa og fleira sem við spáðum ekki einu sinni í þegar við vorum að byrja.“ Fyrirtækið hefur því heldur betur vaxið og dafnað á síðustu fimm árum og í lok október bauðst Agustav að taka þátt í Dubai Design Week sem er stærsta hönnunarsölu- sýning í Miðausturlöndum. „Okk- ur var boðið í gegnum Hönnunar- miðstöðina, en þau voru beðin um að skaffa hönnunarvikunni í Dúbaí lista yfir hönnunarfyrirtæki sem þeim þóttu frambærileg. Og við vorum svo heppin að vera á þessum lista og vera valin úr ásamt tveim- ur öðrum íslenskum fyrirtækjum. Við fórum svo út sem fulltrúar Hönnunarmars á Íslandi.“ Virðing fyrir handverkinu Ágústa segir þetta hafa verið stór- kostlegt tækifæri fyrir þau hjón- in. „Við reiknuðum aldrei með því að fá jafn góðar móttökur og við í rauninni fengum þegar við komum út. Það seldist allt upp hjá okkur á fyrstu tveimur tímunum. Það kom okkur líka mikið á óvart hvað það var mikill áhugi, ekki bara á hönnuninni, heldur líka handverkinu. Við handgerum allar vörurnar okkar og fólki fannst það rosalega áhugavert og sérstakt. Fólk bar mikla virðingu fyrir því sem maður mætir ekki hvar sem er. Það var mjög fullnægjandi fyrir okkur að fá viðurkenningu á þeim hluta líka.“ Agustav fékk margar viðskipta- tengingar á sýningunni og eru þau hjónin að vinna sig í gegnum þær núna og kanna hvort þau fá hugsan- lega einhverja sölu- eða dreifingar- aðila. „Við vorum líka í sambandi við nokkra innanhúsarkitekta sem sýndu okkur mikinn áhuga og hafa áhuga á nota okkur í stærri verk- efni eins og hótel, villur og fleira. Stærðin á öllu þarna úti er svo rosa- leg og möguleikarnir miklu meiri en við gerðum okkur grein fyrir. Þessi ferð opnaði því alveg nýjan heim fyrir okkur sem er rosalega áhuga- verður.“ Þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum styrkur - ending - gæði Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is HÁGÆða ÞvOttaHÚSiNNrÉttiNGar FATASKÁPAR & reNNiHUrðir Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15 H jónin Ágústa Magn- úsdóttir og Gúst- av Jóhannsson mynda saman hönnunarteymið Agustav en þau sérhæfa sig í stílhreinum og endingargóðum timburhúsgögnum. Fyrirtækið var formlega stofnað árið 2011 en áður höfðu hjónin hannað og smíðað húsgögn til eigin nota af praktísk- um ástæðum. Hönnuðu húsgögn sem pössuðu „Við kynntumst í Danmörku og þegar við byrjuðum að búa þá bjuggum við frekar smátt. Íbúðin var mjög kræklótt og það voru engin 90 gráðu horn þannig við þurftum að sérsmíða inn í hana rosalega mikið af innrétting- um. Við fórum að hanna og þróa hlutina eins og við sáum fyrir okk- ur að þeir gætu verið í íbúðinni og þannig byrjaði þetta samstarf. Svo varð það bara stærra og stærra og við ákváðum að prófa að setja eina vöru á netið til að athuga hvort einhver annar hefði áhuga á þessu og þá rauk þetta af stað og fyrirtækið varð til,“ segir Ágústa sem hannar húsgögnin og vinn- ur að markaðssetningu á meðan Gústav smíðar og hannar, en hann lærði fyrst húsasmíði hér á landi og svo húsgagnasmíði í Danmörku. Ágústa segir þau hjónin vinna rosalega vel saman og þau vinni eiginlega betur saman en í sitt hvoru lagi. Stórt stökk á Íslandi „Við leggjum áherslu á að gera vör- ur sem endast og passa inn á sem flestum stöðum og vonumst til að vörurnar okkur geti erfst til næstu kynslóða á eftir. Svo hugum við líka að náttúrunni í framleiðslunni og plöntum tré fyrir hverja selda vöru,“ útskýrir Ágústa. Fyrirtækið hefur starfað í þremur löndum, fyrst voru þau í Danmörku en fluttu til Ítalíu til að koma því al- mennilega af stað. Þegar Ágústa Sniðugt Bókahillan er ansi skemmtileg og öðruvísi en við eigum að venjast. Fengu stórkostlegt tækifæri í Dúbaí Hönnunarteymið Agustav samanstendur af hjónunum Ágústu og Gústav sem byrjuðu upphaflega að hanna og smíða húsgögn af praktískum ástæðum. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og vakti hönnun þeirra mikla athygli á sölusýningu í Dúbaí. Nýr heimur opnaðist og fleiri tækifæri eru handan við hornið. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Samhent hjón Ágústa segir þau hjónin vinna miklu betur saman en í sitt hvoru lagi. Mynd | Rut Nýjasta varan Klassísk hilla er nýjasta afurð hönnunarteymisins. Öðruvísi Fallegir tungl- og stjörnusnagar til að hengja upp uppáhaldsflíkurnar. Stílhreint Þau hjónin leggja áherslu á stílhrein og endingargóð húsgögn sem geta erfst frá einni kynslóð til annarrar. Hægt er að velja áklæði á stól og sófa úr 50 mismunandi litum. …heimili & hönnun 2 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.