Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 60

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 60
Gæðavara frá Revlon Þurrkar og sléttir hárið með jónatækni sem skilur hárið eftir silkimjúkt. Unnið í samstarfi við Byggt og búið Revlon snyrtivörumerkið þekkja flestir og nú hef-ur Byggt og búið hafið sölu á mjög vönduðum hársnyrtitækjum frá Revlon, hárblásurum, sléttujárnum, og krullujárnum. Nýi blástursburst- inn frá Revlon fæst í Byggt og búið og hefur vakið mikla lukku. „Þetta gæti orðið ansi vinsæl jólagjöf,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið. Frábær bursti sem þurrkar og sléttir Afrafmagnar hárið og skilur það eftir silkimjúkt „Burstinn blæs og sléttar hárið í einu og er mjög einfaldur í notk- un. Hann er líka með jónatækni sem afrafmagnar hárið og hjálp- ar til við að slétta það,“ segir Jens sem hefur góða reynslu af tækinu en hann notar það við góðan árangur á hár dóttur sinn- ar eftir bað. „Ég get því sagt með sanni að þetta svínvirkar.“ Burstinn tekur ekki mikið pláss og mjög þægilegt er að hafa hann meðferðis hvert sem er. Handhægt Tækið er með 2 hitastillingum og köldum blæstri. Ásta Sigurðardóttir Stílisti hjá Byko. Tekur lítið pláss Burstinn er léttur og meðfærilegur og skilur hárið eftir silkimjúkt. Gerðu frábær kaup Allt parket og allar flísar á 20-40% afslætti til 14. nóvember. Unnið í samstarfi við BYKO Það sem er mest „inn“ í parketi núna er ljós við-ur með gráum undir-tóni. Það passar vel með blátóna litunum sem eru mikið „inn“ núna og margir mála hjá sér einn og einn vegg í dökk bláum, grænbláum og gráum lit- um,“ segir Ásta Sigurðardóttir, stílisti hjá Byko. „Harðparket er mest selt hjá okkur núna en það er mjög sterkt og endingargott á álagsrými og fyrir fólk með gæludýr.“ Ásta segir vínylparket vera að koma sterkt inn í parketflóruna. „Þetta er frábært efni og 100% vatnshelt. Það er mýkra en harð- parket og er þar að leiðandi góð lausn, t.d. í eldhús. Vínylparketið kemur með undirlagi svo það bætist ekki við aukakostnaður vegna þess.“ Hvað flísar varðar er tískan síbreytileg, þær eru til dæm- is alltaf að stækka, að sögn Ástu. „Núna er 60x60 flísar það heitasta. Þær eru líka notaðar á veggi á baðherbergjum þar sem gólf og veggir eru látin fljóta saman sem ein heild,“ segir Ásta. „Við höfum gott úrval af mósaík flísum sem eru notaðar í sturtubotna og þá í sama lit og aðrar flísar í rýminu. Mér finnst hafa orðið aukning í að fólk flísaleggi heilrými eins og stofu og borðstofu. Þar sem gólfhiti er eru flísar líka betri varma- lega séð, getur munað nokkru um kyndingarkostnað miðað við parket.“. Önnur nýjung sem er að falla vel í kramið, að sögn Ástu, eru parketflísarnar. „Þær eru alltaf að verða vinsælli og eru skemmtileg viðbót við flóruna. Við seljum þær flísar jafn mikið á baðherbergi sem og önnur rými þar sem fólk vill kalla fram hlýju inni á baðherbergjum.“ Nú er hægt að gera frábær kaup í BYKO þar sem allt park- et og allar flísar eru á 20-40% afslætti. 20%-40% afsláttur af öll u parketi og öllu m flísum. …heimili & hönnun kynningar 8 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.