Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Á gönguskíðum í Seefeld í Tíról Fararstjórar: Íris Marelsdóttir & Árni Ingólfsson Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 4. - 11. febrúar Vetrarólympíubærinn Seefeld býður upp á allt það besta fyrir ógleymanlegt vetrarævintýri. Skíðagöngubrautir svæðisins eru 280 km langar í 1.200 - 1.550 m hæð yfir sjávarmáli, og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Gist verður á huggulegu 4* hóteli í hjarta Seefeld. Einstakt tækifæri til útivistar og hreyfingar í skemmtilegum félagsskap. Dómsmál Íslenskum sjómönnum í Afríku var bent á að skrá lög- heimili sitt erlendis og aðstoðuðu útgerðirnar sem þeir unnu hjá við að breyta lögheimilisskráningu sinni. Íslenskur sjómaður segir Sjólaskip hafi haft þetta kerfi og að Samherji hafi tekið við því. Skattayfirvöld hafa rannsakað 57 sjómenn fyrir skattalagabrot og meirihluti málanna kominn til ákæruvaldsins. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þegar menn byrjuðu að vinna hjá útgerðinni í Afríku töldu þeir að þetta væri í lagi og ekki brot á lög- um. Þeir sem hagnast alltaf mest á þessu eru atvinnurekendurnir sjálfir. Þeir forma þetta þannig að það sé best að hafa bara verktaka í vinnu hjá sér og sleppa þannig við fullt af gjöldum og losna við alls kyns kostnað,“ segir íslenskur sjó- maður sem vann hjá Afríkuútgerð Samherja, Kötlu Seafood, í sam- tali við Fréttatímann um mál tuga sjómanna sem skatt- rannsóknarstjóri hefur kært til embættis héraðs- saksóknara fyrir skatta- lagabrot. Eins og Fréttatíminn greindi frá í gær, föstudag, hefur embætti skattrann- sóknarstjóra rann- sakað mál 57 sjó- manna sem talið er að hafi framið skattalagabrot með því að greiða ekki tekjuskatt af launum sínum á Íslandi þrátt fyrir að hafa í reynd verið búsett- ir hér á landi og verið fastráðnir starfsmenn útgerða. Mál meirihluta þessara 57 einstaklinga hefur skatt- rannsóknarstjóri sent til héraðssak- sóknara til frekari rannsókna sem kunna að leiða til útgáfu ákæra. Blaðið hafði heimildir fyrir því að einhverjir af sjómönnunum hafi starfað hjá útgerð Sjólaskipa í Afr- íku en Samherji keypti þá útgerð árið 2007. Þá eru einhverjir starfs- menn Samherja meðal þeirra sem verið hafa til rannsóknar vegna skattalagabrota samkvæmt heim- ildum blaðsins. Sjómaðurinn sem starfaði hjá Afr- íkutúgerð Samherja segir að þegar útgerðin keypti reksturinn af Sjóla- skipum árið 2007 hafi Sjólaskip haft þennan háttinn á, að hvetja menn sem störfuðu hjá útgerðinni til að skrá lögheimili sitt erlendis. Sam- herji hafi því tekið þetta fyrirkomu- lag í arf. „Sjólaskip höfðu gert þetta og áfram var þetta gert eftir þeirri forskrift enda voru að hluta til sömu starfsmenn. Mönn- um var bara bent á að gera þetta svona. Nú eru þessir menn með skattalögguna á eftir sér.“ Sjómaðurinn seg- ist ekki vita hvort eða hvern- ig þeir sem skráðir voru með lög- heimili erlendis greiddu skatta af launum sínum. Á endanum þá réðu sjómennirn- ir því hins vegar sjálfir hvernig þeir höguðu búsetu sinni og hvar þeir greiddu skatta sína. Sjómaðurinn bendir hins vegar á að sjómenn hafi almennt séð ekki mikla þekkingu á skatta- og peningamálum. Um 80 ís- lenskir starfsmenn unnu hjá útgerð Samherja í Afríku þegar mest var og voru laun þeirra há, um þúsund dollarar á dag. Þeir dvöldu í Afr- íku við fiskveiðar í 40 til 50 daga í senn og fengu því nokkrar milljónir króna í laun fyrir hvert úthald. Einn af starfsmönnum Samherja í Afríku sagði í samtali við DV árið 2012 að hann fengi greidd laun í evrum inn á íslenskan gjaldeyris- reikning. „Við vinnum hjá erlendu fyrirtæki, tekjurnar verða til er- lendis, við erum skráðir í erlendu landi, fáum greitt í evrum á Íslandi og borgum ekki skatt af þeim hér.“ Þetta fyrirkomulag við launa- greiðslur til sjómannanna hefur hins vegar dregið dilk á eftir sér. Sjómennirnir geta bæði átt á hættu að þurfa að greiða álag vegna van- goldsins tekjuskatts, borga sektir auk þess sem ekki er útilokað að þeir verði ákærðir fyrir skattalaga- brot. Ekki náðist í Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. „Nú eru þessir menn með skattalögguna á eftir sér“ Ráðleggingar útgerðanna kom sjómönnum í skattrannsókn Sjómaður sem starfaði hjá útgerð Samherja í Afríku segir að verklagið við launagreiðslur hafi haldist frá tíð Sjólaskipa og að starfsmönnum hafi verið ráðlagt að skrá lögheimili sitt erlendis, meðal annars í Máritaníu. Þeir sjómenn sem gerðu þetta hafa lent í vandræðum gagnvart skattayfirvöldum á Íslandi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja. Mynd | Hari Líkamsárás Maður á fertugsaldri var handtekinn á fimmtudags- kvöldi eftir að hann veitti föður sínum hættulega áverka. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Rúmlega þrítugur karlmaður var handtekinn á fimmtudagskvöld eftir að hafa gengið í skrokk á 68 ára gömlum föður sínum á Höfn í Hornafirði. Faðirinn er á batavegi en hann var fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar vegna ófærðar. Fréttatíminn ræddi við bæjarbúa sem er verulega brugðið. Það var rétt fyrir klukkan sjö á fimmtudagskvöld sem lögreglan á Höfn í Hornafirði fékk tilkynningu um líkamsárás í heimahúsi. Þegar lögreglan kom á vettvang fundu þeir rúmlega þrítugan mann sem hafði gengið í skrokk á tæplega sjö- tugum föður sínum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maður- inn með höfuðáverka sem þurfti að meðhöndla á sjúkrahúsi. Óveð- ur var á Suðurlandinu í gær og því var allt flug ófært. Þá voru góð ráð dýr, en kalla þurfti á þyrlu Land- helgisgæslunnar til þess að sækja manninn og ferja á Landspítalann í Reykjavík. Sonurinn var yfirheyrður í gær og síðan fluttur á Litla-Hraun þar sem hann afplánar eftirstöðvar refs- ingar sem hann átti eftir að afplána. Sonurinn sem um ræðir hefur margsinnis komist í kast við lögin, og hlaut meðal annars 16 refsidóma á ellefu árum, á milli áranna 2000 og 2011, meðal annars fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hann ógnaði lögreglumönnum á Höfn í Hornafirði, en maðurinn var þá fjar- lægður af heimili föður síns, eftir að faðirinn hafði óskað eftir því. Íbúum á Höfn er verulega brugð- ið vegna málsins. „Það eru allir í sjokki,“ sagði einn bæjarbúi sem vildi ekki láta nafns síns getið, og bætti við að svona alvarlegar lík- amsárásir eigi sér afar sjaldan stað á Höfn í Hornafirði og því sé fólki nokkuð brugðið. Maðurinn er ekki lífshættu eftir árásina eftir því sem Fréttatíminn kemst næst en maðurinn er enn á spítala að jafna sig eftir árásina. Gekk í skrokk á föður sínum „Það eru allir í sjokki“ Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á Höfn í vitlausu veðri. Kjaramál Pólitískt skipaðir nefndarmenn í kjararáði fá rúm- ar fimmtán þúsund krónur á tím- ann, bæði fyrir fundasetu og eins fyrir undirbúning undir fundi. Fréttatíminn hefur reynt að fá uppgefið hjá fjármálaráðuneytinu hvað nefndarmenn frá greidda marga tíma en án árangurs. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Áætlað er að kjararáð hafi 38 millj- ónir til umráða á þessu ári, sam- kvæmt ríkisreikningi. Það er um- sýslukostnaður, laun starfsmanns í hlutastarfi og laun til ráðs- manna. Fréttatíminn hefur hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig þetta skiptist. Nefndarmenn fá rúmar 15.000 krónur á tímann, bæði fyrir fundarsetu og undirbún- ing undir fundi Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segir að kjararáð hafi aldrei verið skoðað sérstaklega af emb- ættinu. Það yrði líka vandræðalegt þar sem ráðið ákvarðar launakjör ríkisendurskoðanda. Þetta fyrir- komulag bjóði reyndar upp á að ráðið lendi milli stafs og hurðar þegar komi að opinberu eftirliti. Í kjararáði sitja fimm aðalmenn og fimm varamenn. Þrír eru kosnir af Alþingi eftir tilnefningu stjórn- málaf lokka, Hæstiréttur skipar einn og fjármálaráðherra einn. Kjararáð hefur sætt gagnrýni víða í samfélagi eftir að það ákvað að hækka þingfarar- kaup alþingismanna um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Þá hækkuðu laun forsætisráðherra einnig umtalsvert og verða 2.021.828 krónur en laun annarra ráð- herra að meðtöldu þingfararkaupi verða 1.826.273 krónur á mánuði. Pólitískt skipaðir fulltrúar í kjararáði fá 15.000 á tímann Sveinn Arason segir að Ríkisendur- skoðun hafi aldrei skoðað kjararáð sérstaklega.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.