Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 19.11.2016, Page 16

Fréttatíminn - 19.11.2016, Page 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Í næsta húsi við Inger og Eirík búa Guðjón og Stína með syni sínum sem er í framhaldsskóla. Þau byggðu sjálf sitt hús og fluttu í Lækjarbotna í oktober 1991, aðeins á undan Eiríki og Inger, og ólu þar upp fimm börn en dætur þeirra eru fluttar að heimann. Einsog nágrannar þeirra störfuðu þau við skólann frá upphafi og Guð- jón gerir það enn. Stína sækir vinnu í bæinn og starfar á ferðaskrifstofu en meðfram kennslu við skólann hefur Stína starfað sem leiðsögu- maður í um 20 ár. „Það er fátt eins sammannlegt í heiminum eins og að vera foreldri og uppalandi,“ segir Guðjón. „En mér finnst skynsamlegra að taka mið af eigin reynslu foreldra til jafns við skipulagða skólastefnu skólayfirvalda og sérfræðinga. Al- menna skólastefnan tekur gjarnan mið af akademisktu námi og þá er hættan sú að vitneskjan verði plokk- uð í sundur og við fjar lægjumst við heildarsýnina.” Samstarf og samkend Stína bendir á að mestu máli skipti að vekja áhuga nemendans á líf- inu. „Við vitum að fólk þarf áhuga og viljastyrk til þess að vera virkt og finna leiðir og lausnir á vanda- sömum verkefnum í tilverunni. Það sem við þurfum einnig mikið á að halda i framtíðinni er samstarf og samkennd. Engin fæðist með þessa hæfileika og við þurfum að þroska þá og æfa. Sama gildir um fjöl- breytileika meðal okkar mannanna, ef við upplifum góðar fyrirmyndir meðal fullorðinna í kringum okkur þar sem litið er á hverja manneskju sem einstaka og borin er virðing fyrir henni, óháð menningu, trúar- brögðum, kynhneigð, fötlun eða annarra þátta - þá þroskum við lika mennsk gildi sem taka mið af okkar innsta kjarna, þetta „almennska“ sem við eigum sameiginlegt með öllum öðrum.“ Leyfið hjartanu að vera með Í Waldorfuppeldisfræðinni er lögð mikil áhersla á að barnið fái Sigfús stundaði nám við Rudolf Steinerseminariet í Järna. Hann kynntist Andreu sem var nýút- skrifaður grænmetiskokkur frá Þýskalandi en hafði ráðið sig við mötuneyti skólans og þau felldu hugi saman. „Við eignuðumst elsta son okkar ári síðar og í framhaldi af því þá fórum við að huga að uppeldi og skólamál- um og niðurstaðan var sú að vild- um að okkar barn færi í Waldorf- skóla. Og þegar það var ljóst að skólinn yrði stofnaður í Lækjarbotn- um fluttum við heim, en Andreu leist vel á að flytja til Íslands. Þau keyptu gamalt sumarhús nálægt skólanum í Lækjarbotnum, gerðu það upp og bjuggu þar með börn- um sínum. Sigfús og Andrea búa þar enn en börnin þeirra þrjú eru í Reykjavík. Strákarnir búa saman í blokkaríbúð í Breiðholtinu, ann- ar er í mastersnámi í viðskiptafræð- um og hinn vinnur á trésmíðaverk- stæði eftir nám í trésmíði en dóttir þeirra, íþróttafræðingurinn, er með fjölskyldu og barn og vinnur á skrif- stofu Faxaflóahafna. Bakarasonurinn í Grímsbæ Sigfús er ásamt bróður sínum höf- undur hinna frægu brauða í Gríms- bæjarbakarí. Hann fór að baka lífræn brauð í hefðbundu bakarí fjöl- skyldunnar í Grímbæ en í dag er þar eingöngu lífrænt bakarí. Þegar þau fluttu heim frá Svíþjóð keyptu Sigfús og Andrea lífrænt korn og kvörn til þess að mala kornið og sendu á und- an sér og síðan hefur verið bakað lífrænt brauð í Grímsbæ, eða í meira en 20 ár. Hann vaknar fyrir þrjú alla virka daga og keyrir frá Lækjarbotn- um niður á Bústaðarveg og byrjar að baka klukkan hálf fjögur. Jafnframt þessu störfuðu þau bæði við skól- ann, kenndu og elduðu mat í nokkur ár. Þau segjast hinsvegar ekki geta tekið heiðurinn fyrir uppbygginu skólans. Draumur hippana „Við Guðjón vorum samferða í menntaskólanum á Ísafirði og það var í gegnum Guðjón sem ég kynnt- ist fyrst mannspeki Rudolf Steiner segir Sigfús. Það var á þessum árum sem vaknaði með mér grunur um að það væru kannski aðrar leiðir í uppeldis og samfélagsmálum en það sem ég hafði áður þekkt.“ Á þessum tíma var líka meðvitund um lífræna ræktun og umhverfismál almennt að vakna. „Ég las einu sinni í Spiegel grein um starfið víða um heim sem er byggt á mannspeki Rudolf Steiner. Í greininni var gefið í skyn að margt af því sem fólk af hippa- Eigum það til að vera of mikið í „hausnum“ Eru voða lítið stjórnsöm Hinn árlegi Jólabasar Waldorfleikskólans Yls og Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn í dag laugardag milli kl. 12 og 17. Hérna eru krakkarnir að búa til jurtasalt sem verður í boði á basarnum ásamt mörgum fallegum hlutum, jólagjöf- um úr náttúruefnum og waldorfseríum. Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni. Járnsmiðjan verður opin og þar er hægt að sjá járnsmið að störfum. Skotbolti í frímínútum í Waldorf- skólanum. að þroska allar hliðar, út frá eig- in forsendum. Stína segir að hug- vitsleg örvun sé mjög mikilvæg, en ekki of snemma og ekki of einhliða, við eigum það til í dag að vera of mikið „í hausnum“. „Hin uppvax- andi manneskja þarf að fá að þrosk- ast í jafnvægi og sem heildstæð vera – eða eins og er sungið í gömlu sænsku dægurlagi: „Leyfið hjart- anu að vera með“.“ Mikil listiðkun nærir tilfinn- ingalifið, verkleg og praktisk vinna styrkir viljakraftinn svo dæmi séu nefnd. Stínu finnst mikil synd að einmitt þessi fög séu þau fyrstu sem eru tekin út þegar á að spara í menntakerfinu. „Hvað væri lifið án tónlistar? Upplifun af fegurð nærir og styrkir okkur, við þurfum jafn- mikið á því að halda eins og likam- legri næringu ævina á enda.“ Vinna með efniviðinn Stína ólst upp í Järna í Svíþjóð og gekk í almennan hverfisskóla. Hún kynntist krökkum úr Waldorfskóla sem var í bænum og sá að nám þeirra var gjörólíkt því sem hún átti sjálf að venjast. „Mér fannst skólinn þeirra miklu fjölbreyttari og meira spennandi en minn, þau voru að höggva í stein, gera bækur, setja upp leikrit og voru ekki með próf og einkunnir á þeim tíma, heldur umsagnir. Mér hafði alltaf fundist að einkunnir væru svo óréttlát- ar og gæfu svo takmarkaða mynd af manneskjunni. En þeim fannst þetta vera ósköp venjulegt í sín- um skóla og ekkert sérstakt,“ segir Stína og hlær. „Krakkarnir í Waldorfskólanum FJALLABRÆÐUR & VINIR LAY LOW SVERRIR BERGMANN JÓNAS SIG MUGISON MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDSSON ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER FYRRI TÓNLEIKAR KL 19:00 UPPSELT AUKATÓNLEIKAR KL 22:30 MIÐASALA Á MIDI.IS

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.