Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Leið eins og hamstri í hjóli Svanur Herbertsson hlustaði á hjartað sitt og hætti að vinna hjá stóra manninum til að fylgja eftir draumnum um að vinna sem tónlistarmaður. Helga Dögg Ólafsdóttir helga@frettatiminn.is Þetta er gríðarlegt frelsi. Ég hef verið að sanka að mér reynslu gegnum árin sem ég get loksins nýtt mér. Ég fékk sjálfstraust til að þora að stíga skrefið að fara bara alla leið og trúa á sjálfan mig og gera þetta bara. Það var svolítið ógnvekjandi fyrst því ég vissi ekki alveg hvort þetta myndi ganga upp fjárhagslega svona til að byrja með. Síðan kom bara í ljós að ef að mað- ur er bara nógu duglegur þá virðist allt ganga upp,“ segir Svanur Herbertsson sem hætti vinnu sinni hjá stórfyrirtæki til þess að uppfylla draum sinn um að starfa sem tónlistar- maður í fullri vinnu. Mismunandi vinnuumhverfi hentar mismunandi fólki og það passa ekki allir í sama boxið. „Ég hef alltaf verið í tónlist en alltaf þurft að vinna með tónlistinni. Ég var að vinna í stóru fyrirtæki í sumar og fram að hausti. Ég vann í söluveri og fékk í rauninni leið á því að vera ekki að gera það sem mér finnst skemmtileg- ast að gera. Ég ákvað að taka smá áhættu og vinna alfarið að tónlist.“ Tónlist frá blautu barnsbeini Svanur hefur verið umkringd- ur tónlist síðan í barnæsku. Hann stofnaði fyrstu hljóm- sveitina sína 13 ára gamall og hefur verið að spila með allskyns tónlistarmönnum síð- an og er nú með sína eigin tón- listarkennslu. „Ég hef verið að vinna í Hljóðheimum undan- farna mánuði sem kennari. Ég hef verið að kenna á píanó í gegnum tíðina og verið í tón- list síðan ég var krakki. Nú er ég með einkakennslu hérna heima í stúdíóinu hjá mér og er að kenna á eitt af vinsælu- stu tónlistarforritunum sem er notað í dag. Fyrst ég er með þessa aðstöðu, afhverju ekki að bæta við sig vinnu og kenna það sem ég hef lært. Það er svo gefandi að fá að miðla reynsl- unni minni.“ Það tók nokkurn tíma fyrir Svan að þora að taka svo stóra ákvörðun og fylgja draumn- um sínum. Hann hætti hjá stóra manninum og tók málin í sínar eigin hendur. „Ég fór í mikla andlega vinnu til þess að vinna upp sjálfstraustið. Ég var bara leiður á þessu týpíska 9-5 vinnuumhverfi, að mað- ur sé að harka og þræla fyrir eitthvert stórt fyrirtæki og er bara eitthvert lítið peð og ekki að sjá neinn árangur. Mér leið eins og hamstri í hjóli, komst ekkert áfram. Nú vinn ég bestu vinnu í heimi af því að ég hlustaði á hjartað mitt og fylgdi tilfinningunni sem bjó innst inn í mér. Ég gæti ekki verið hamingjusamari.’’ Svanur fór í mikla andlega vinnu til að vinna upp sjálfstraustið. Mynd | Hari Heiður Anna hefur farið í gegnum fimm ár og tíu prófatarnir. Mynd | Hari Ég var bara leiður á þessu týpíska 9-5 vinnuumhverfi, að maður sé að harka og þræla fyrir eitthvert stórt fyrirtæki og er bara eitthvert lítið peð og ekki að sjá neinn árangur. Hljómsveitin Þrír býður upp á íslenskan heimilisiðnað úr daglega lífinu „Eins og nafnið Þrír gefur til kynna þá erum við þrjú í þessu,“ segir Jón Torfi Arason, gítarleikari og söngvari sveitarinnar í símanum frá Stykkishólmi. „Við erum tvö héðan úr Hólminum, ég og Sigur- björg María Gísladóttir sem spilar á kontrabassa og Þórdís Claessen leikur á trommur. Við erum búin að spila saman í tvö eða þrjú ár, en þetta er fyrsta útgáfan okkar.“ Jón Torfi er lukkulegur með nýja gripinn sem prýddur er perlaðri og litríkri mynd af hljóm- sveitinni. „Hugmyndin að perlinu kemur frá henni Sigurbjörgu. Hún perlaði þetta sjálf eftir ljósmynd og með mikilli fyrirhöfn. Ég held að það séu einhverjar sjöþúsund perlur á framhliðinni. Myndin þurfti að vera stór og sæmi- lega nákvæm. Sig- urbjörg er góð í höndunum, tekur upp á að hekla sér rúmteppi og hitt og þetta og umslagið kemur vel út. Þórdís sér svo um grafíkina, þannig að þessu er deilt bróður- og systurlega á milli okkar í sveitinni.“ Jón Torfi setur að mestu saman texta og lög sveitar- innar. Hann segist eins og aðrir eiga sínar hetjur úr tónlistinni og áhrif frá þeim, nefnir til dæmis Tom Waits, Bob Dylan og Megas en textarnir virðast dregnir upp úr djúpi daglega lífsins. „Innblásturinn að textunum er misjafn, ég hef starfað sem sjómað- ur síðustu árin og það litar stundum textaskrifin. Fyrsta lagið á plötunni heitir til dæmis Blálanga og sá texti er búinn til um borð í einhverjum dalli frá Grindavík. Oft er þetta bara það sem er að gerast í kollinum á mér þar og þá, hvað gremst mér eða hvað elska ég þegar nýtt lag kallar á mig. Svo þróast þetta í samspilinu.“ | gt Umslagið er perlað sterkum litum, textarnir eru ortir upp úr íslenskum veruleika og útgáfan öll er sannur heimilis­ iðn aður. Hljómsveitin Þrír hefur sent frá sér plötuna Allt er þegar Þrír er! Prýðilegt perl. Umslagið af Allt er þegar Þrír er. Þau Sigurbjörg María Gísladótt- ir, Jón Torfi Ara- son og Þórdís Claessen mynda hljómsveitina Þrír. Nú fer prófatíðin bráðum að renna í hlað í flestum háskólum landsins. Til að gera lífið léttara fyrir stressaða nemendur ákvað Fréttatíminn að fá til liðs við sig Heiði Önnu Helgadóttur, nýútskrifaðan háskólanema með glimrandi ráð við undir- búning prófanna. Gott er að byrja undirbúninginn snemma. Heiður Anna hefur farið í gegn- um fimm ár og tíu prófatarnir svo hún er enginn nýgræðingur þegar kemur að prófatíð. Hér eru fimm ráð sem hún mælir með að kvíða- sjúkir háskólanemar fari eftir: • Í upphafi jólaprófatarnar mæli ég með því að búa til ítarlegt skipulag, jafnvel þó að þú vitir að þú munir aldrei fara eftir því. Gott skipulag er gulli betra. • Því næst mæli ég með því að hala niður SelfControl appinu, stilla það á klukkustund í senn og taka verðskuldaðar pásur inn á milli. Appið lokar á valdar vefsíður svo bugaðir námsmenn geta ekki fallið í freistni mis- gáfulegrar tímaeyðslu. • Í pásunum er gríðarlega mik- ilvægt að gera vel við sig. Fá sér súkkulaði og mandarínur, horfa á einn stuttan (lykilatriði) sjónvarpsþátt, fara í göngutúr eða hringja í einhvern sem segir manni að maður sé frábær. • Ég mæli líka með því að kíkja endrum og eins á Twitter, en fólk í prófatörnum er almennt fyndnara en annað. Mikilvægt að muna samt að setja það inn í SelfControl appið! • Að lokum mæli ég svo með því að drekka nóg af kaffi. Kaffi með morgunmatnum, kaffi yfir lestrinum og kaffi í hverri pásu. Og nei, Amino telst ekki með. 5 ráð fyrir bugaðan háskólanema á leið í prófatíð HEILSURÚM ÍSLENSK HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.