Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 46

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 46
Kókosbolludraumur Ég á svo fallegar og skemmtilegar minningar frá því ég var lítil og fékk að fara með afa í Kolaportið. Þar fengum við að velja okkur lukkupakka og kókosbollu. Fyrir mér var þetta stórfenglegt og ég hef alltaf haldið upp á kókos- bollur og rifjað upp þessar ljúfu minningar í leiðinni. Þessar bolla- kökur eru stórgóðar og ótrúlega skemmtilegar í útliti. Eitt sinn smakkað, þú getur ekki hætt. Súkkulaðideig 7,5 dl hveiti 5 dl sykur 5 dl hrein súrmjólk 2,5 dl ljós olía 5 msk. kakó Samstíga Eva Laufey bakar gjarnan með fjölskyldunni. Myndir | Karl Petersson Helgarbaksturinn með Evu Laufeyju Eva Laufey Kjaran var að senda frá sér nýja bók, Kökugleði Evu, sem inniheldur litríkar og spennandi bökunaruppskriftir eins og hennar er von og vísa. Við fengum að hnýsast í bókina og birtum hér tvær girnilegar uppskriftir sem tilvalið er að spreyta sig á um helgina. 2 tsk. matarsódi 2 tsk. lyftiduft 4 egg 2 tsk. vanilludropar Stillið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hrærið í nokkrar mín- útur þar til deigið verður slétt og fínt. Skiptið deiginu niður í bollaköku- form og setjið inn í ofn við 180°C í 15-18 mínútur. Kælið kökurnar áður en þið setjið á þær krem. Kókosbollukrem 4 eggjahvítur 2 ½ dl sykur 1 tsk. vanillusykur Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til froða fer að mynd- ast. Setjið skálina yfir sjóðandi vatn og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna og hitna. Tak- ið þá skálina frá vatninu, hrær- ið í hrærivélinni og bætið vanillu saman við. Hrærið áfram þar til kremið kólnar og er orðið stíft. (Alveg eins og með marens, þið eigið að geta hvolft skálinni án þess að kremið hreyfist). Ég setti nokkra dropa af bleikum matarlit út í kremið í lokin. Setjið krem- ið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Kælið kökurnar inni í ísskáp eða í frysti en það er mjög mikilvægt að kókosbollukremið sé stíft áður en þið dýfið kökunum ofan í súkkulaðikremið. Súkkulaðikrem 200 g suðusúkkulaði 1 msk. olía, t.d. kókosolía 200 g kókosmjöl Bræðið súkkulaðið. Dýfið kökun- um með kreminu ofan í súkkulað- ið í smá stund, sáldrið kókos- mjöli yfir og setjið strax inn í kæli (helst frysti) í nokkrar mínútur eða á meðan kremið stífnar. Eplakaka með þeyttum rjóma Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur; súkkulaði- kaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stund- ir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dá- samlegur. 200 g smjör 3 egg 220 g hveiti 220 g sykur 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. vanillu-extract eða -sykur 1 dl rjómi 2 græn epli 2 msk. sykur 1½ tsk. kanill Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í sneiðar. Blandið saman 2 msk. af sykri og 1 tsk. af kanil, sáldrið yfir eplin og leyfið þeim að liggja í kanilsykrinum í svolitla stund. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós, bætið eggjum saman við einu í einu. Blandið þurrefnum saman og bætið saman við eggjablönduna. Hellið rjómanum saman við ásamt vanillu. Smyrjið hringlaga kökuform og hellið deiginu í formið, raðið epl- unum ofan á og bakið við 180°C í 40-45 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. Síldarsalat á heimalöguðu rúgbrauði. Reyktur og grafinn silungur með dillsósu. Egg „Florentine“ á jólaskinku með grilluðu súrdeigsbrauði. Villibráðarkæfa með týtuberja- hlaupi. Íslenskir ostar með karamelluð- um fíkjum og ferskum ávöxtum. Hangikjötsbaka með Ora grænum og rauðkáli. Purusteik með rauðvínsgljáa og kartöflusalati Ris a la mande með kirsuberjasultu Súkkulaðimuffins með piparkökufromas Kaffi eða te fylgir með. Jólabröns á Geysi bistro Góður matur Þórður Norðfjörð, yfirkokkur á Geysi bistro, segir að jólabrönsinn hafi notið mikilla vinsælda í fyrra. Mynd | Rut Girnilegt Á matseðlinum er allt frá síld og yfir í purusteik. Mynd | Rut Huggulegt Geysir bistro í Aðalstræti er huggulegur veitingastaður sem nýtur alltaf mikilla vinsælda. Mynd | Rut Jólabrönsinn er í boði föstu- dag til sunnudags frá klukkan 11.30 til 16.00 en einnig á virkum dögum ef pantað er fyrir 10 manns eða fleiri. Verð er 3.695 krónur á mann. Jólabrönsinn færðu á Geysi bistro Fjölbreyttur matseðill í huggulegu umhverfi og duglegir krakkar fá möndlugjöf. Unnið í samstarfi við Geysi bistro. Við byrjuðum með bröns fyrir átta árum og vorum þá hálfgerðir brautryðj-endur. Við prófuðum margar útgáfur af brönsinum en í fyrra ákváðum við að breyta til. Það voru allir í þessu hlaðborði og við ákváðum að breyta yfir í jólabröns á aðventunni. Það tókst alveg rosalega vel og naut mikilla vinsælda. Og nú byrjum við aft- ur,“ segir Þórður Norðfjörð, yfir- kokkur á Geysi bistro. Jólabrönsinn á Geysi bistro fór í gang í gær og verður í boði fram til jóla. Í boði er fjölbreytt úrval af jólamat sem fólk getur gætt sér á í rólegheitum í huggulegu umhverfi. „Þetta eru allir jólaréttirnir í litlu formi, þú getur smakkað margt en færð ekki leið á neinu,“ segir Þórður. Jólabrönsinn er í boði föstu- daga, laugardaga og sunnudaga. Þórður segir að jólabrönsinn henti sérstaklega vel fyrir hópa; vinnu- staði, saumaklúbba og slíkt. „Svo hefur þetta verið mjög vinsælt hjá fjölskyldufólki sem vill taka daginn snemma. Þá getur það dúllað sér að smyrja síldarbrauð og gæða sér á matnum og á svo allan daginn framundan. Svo erum við með sérstakan jólabröns fyrir krakka sem við köllum Stúf. Hon- um fylgir möndlugjöf fyrir dug- lega krakka.“ Geysir bistro er til húsa í Að- alstræti 2, í hjarta miðbæjarins, og því er tilvalið að nýta ferðina og drekka í sig miðbæjarstemn- inguna í leiðinni. „Við erum á frábærum stað og fólki finnst þægilegt að geta byrjað daginn á því að taka smá litlujól og fara svo í bæinn. Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á góðan mat og góða þjónustu og senda fólk ánægt út í daginn.“ 6 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.