Fréttatíminn - 19.11.2016, Síða 44
Alvöru amerísk
stemmning á Hard Rock
Fullkomið hjóðkerfi og pláss fyrir allt að 80 manns í glæsilegum kjallaranum
Hard Rock á Íslandi opnaði fyrir skemmstu við Lækjargötu í Reykjavík og hefur hlotið frábærar viðtökur.
Unnið í samstarfi við Hard Rock
Þetta hefur gengið svakalega vel og erum búin að slípast ótrúlega til á þessum stutta tíma. Við opnuðum auðvitað
á miðjum Airwaves en vissum að við
værum að stökkva í djúpu laugina,“
segir Styrmir Karlsson, markaðs-
stjóri Hard Rock á Íslandi. „Verslun
og móttaka er á jarðhæð, sæti er
fyrir 148 manns á annarri hæðinni
og fyrir 80 manns í glæsilega inn-
réttuðum kjallaranum.“
Elskum alla - þjónum öllum
Frá því að fyrsti Hard Rock stað-
urinn var opnaður árið 1971 hefur
þemanu „Love all - Serve all“ eða
„elskum alla - þjónum öllum“ verið
framfylgt. Hluti af því er að ekki
er hægt að panta borð á staðinum
heldur gengur fólk inn af götunni
og fólk fær sæti í þeirri röð sem það
mætir. Þetta á við um alla og þá er
nákvæmlega sama hvort um er að
ræða Jón eða Séra Jón. „Hvergi í
heiminum er hægt að panta borð á
Hard Rock og þannig hefur það ver-
ið frá upphafi. Hvort sem þú varst
verkamaður eða lögfræðingur, allir
þurftu að bíða í röð. Bítlarnir þurftu
að bíða í röð eftir borði á hápunkti
ferilsins. Allir fá sömu þjónustuna,
sama hver þú ert eða hvaðan þú
kemur og þannig er það enn,“ seg-
ir Styrmir og bendir á að ekki séu
margir veitingastaðir sem bjóði upp
á „walk-in“ eða kúnna af götunni
fyrir 8 manna hópa alla daga vik-
unnar.
Ekki þarf þó að væsa um fólk
meðan það bíður. Það fær boðtæki
í hendur sem hristist þegar borðið
er tilbúið og getur slappað af með
góðan drykk í hönd þar til borðið
þeirra er tilbúið.
Fullkomið hljóðkerfi
í kjallaranum
Ef hópurinn eða vinnustaðurinn
vill lyfta sér upp fyrir jólin er Hard
Rock góður valmöguleiki, ekki síst
fyrir þau sem hafa takmarkaðan
áhuga á dæmigerðum jólahlað-
borðum eða eiga þess kost að fara
á annað jólahlaðborð og vilja gera
eitthvað öðruvísi líka. „Við getum
tekið á móti allt upp í 60-80 manns
í kjallaranum og verið þá með hlað-
borð og smárétti. Við erum með
fullkomið hljóðkerfi og fyrirt æki
geta þá komið með eigin hljóm-
sveitir eða tónlistarmenn. Kjallarinn
okkar er alveg einstakur fyrir hópa,“
segir Styrmir.
Hægt er að senda fyrirspurnir á
groups@hrcreykjavik.com.
En að matnum. Hard Rock býður
upp á fyrsta flokks klassískan am-
erískan mat þar sem metnaðurinn
liggur í góðum gæðum. „Svínarifin
eru okkar „signature“ réttur, BBQ
sósan er búin til frá grunni, við
reykjum kjötið okkar sjálfir, erum
með okkar eigin reykofn, allt gert
frá grunni. Við erum ekki með
sértakan vegan seðil en ótrúlega
bragðgóðan kínóa borgara fyr-
ir grænmetisætur og við komum
glaðir til móts við fólk til að aðlaga
réttina á matseðlinum að þörfum
fólks. Mest seldi forrétturinn okkar
er Jumbo Combo, forréttaplattinn
okkar sem er einn sá veglegasti í
bænum að okkar mati.“
Glæsileg aðstaða Kjallarinn á Hard Rock tekur allt að 80 manns í sæti
og hefur að geyma fullkomið hljóðkerfi.
Namm! Pinapple Coconut Mojito - ekki
slæmt að gæða sér á einum slíkum meðan
beðið er eftir borði. Myndir | Rut
Fullkominn bar Meðan beðið er eftir borði er tilvalið að setjast niður við barinn
og panta sér góðan drykk sem bragð er að.
Styrmir Karlsson markaðsstjóri „Allir fá sömu þjónustuna, sama hver þú ert eða hvaðan
þú kemur.“
Jumbo Combo Forréttaplattinn er vinsælasti rétturinn á matseðlinum enda afar veglegur
og fjölbreyttur.
Girnileg svínarif Hard Rock býr til BBQ sósuna frá grunni á staðnum og rifin eru einnig
reykt á staðnum. Þessi réttur er „signature“ réttur Hard Rock og skilur engan eftir svangan.
4 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016MATARTÍMINN