Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 47
Himnesk blanda Kampavín, jarðarber og lakkrís. Mynd | Rut
Humar Gómsætir humarhalar af jólamatseðlinum. Mynd | RutCréme brulée í jólabúningi Með kanil og eplum. Mynd | Rut
Þorkell Andrésson Yfirkokkur Mynd | Rut
Girnilegt Á matseðlinum á Höfninni er allt frá síld yfir í kalkún. Myndir | Hari
7 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 MATARTÍMINN
ROK gefur rétta tóninn fyrir jólin
Piparkökur, jólaglögg og freyðandi hamingjustund
Frábærlega fjölbreytt
jólaveisla á Höfninni
Rauðbeðusíld, graflax, lamb og kalkúnn meðal annars á matseðlinum.
Unnið í samstarfi við ROK
Veitingastaðurinn ROK opnaði í sumar við rætur Hallgrímskirkju, í nýupp-gerðu húsi sem hefur vakið
verðskuldaða athygli fyrir frábæra
hönnun sem þykir falla afar vel að
götumynd miðbæjarins. Andrúms-
loftið á ROK er hlýlegt og fólk hefur
lýst því sem svo að farið sé aftur í
rólegri og afslappaðri tíma þegar
stígið er inn fyrir þröskuldinn; nota-
leg baðstofustemmning með nú-
tímalegu ívafi eins og einn ánægður
kúnni orðaði það. Kokkarnir eru
sannarlega með puttann á púls-
inum þegar kemur að því nýjasta
í matarsenunni en á matseðlinum
er lagt áherslu á litla rétti á sann-
gjörnu verði og sama má segja um
vínið.
Jólaseðill ROK fer í gang á mánu-
daginn og samanstendur af yfir 20
réttum svo allir ættu að finna sér
samsetningu við sitt hæfi. Verðin
spanna á bilinu 1090 til 2290 krón-
um á rétt og er seðillinn í gangi
bæði í hádeginu á kvöldin. „Svo
erum við líka með platta sem er
Unnið í samstarfi við Höfnina
Veitingastaðurinn Höfnin í grænu verbúðunum við Geirsgötu er afar sjarmer-andi með frábæru útsýni
yfir höfnina út á sundin blá. Logi
Brynjarsson, einn af eigendum
Hafnarinnar, sagði okkur frá jóla-
seðlinum á Höfninni sem verður í
gangi öll kvöld fram að jólum; og
er hann ekki af verri endanum -
samanstendur af 12 réttum sem eru
hver öðrum girnilegri.
Að sögn Loga var reynt af
fremsta megni að vera með fram-
úrskarandi hráefni og nýtt bragð
sem ber þó keim af íslenskum jól-
um eins og við munum úr æsku.
Jólaveislan er í fjórum liðum og
er í formi hlaðborðs sem er borið
til gesta.
Síld: „Byrjað er á þremur tegund-
raunar full máltíð fyrir einn en ég
mæli alltaf með því að fólk deili og
geta þannig smakkað fleiri rétti,“
segir Hrefna Björk Sverrisdóttir,
eigandi ROK. Hún mælir með því að
fólk panti 2-3 rétti og bæti svo við
ef magamálið leyfir.
Í dag, laugardag, hefst ný og
spennandi hamingjustund á ROK;
„bubblu-happyhour“ þar sem
boðið verður upp á kampavín og
Cava á frábæru verði. „Við verð-
um með Moët kampavín og Molto
Negro Cava. Flaskan af kampavín-
inu verður á 7600 og glasið á 1890
og cavað verður á 5300 og glasið
á 1490. Með bubblunum færðu
melónu, jarðarber og lakkrís - þetta
er algerlega himnesk blanda,“ segir
Hrefna.
Fyrir jól verður einnig ilmandi
jólaglögg og piparkökur á matseðl-
inum; þegar nær dregur jólum og
afgreiðslutími verslana lengist í
miðbænum er kjörið að fara fyrst
á ROK og ylja sér með glöggi og
piparkökum áður en rölt er um í
jólagjafahugleiðingum.
Borðapantanir í síma 5444443.
um af fyrsta flokks síld en við
búum til okkar eigin maríneringar,
tvær með majónesgrunni og ein
með uppbökuðum rauðvíns- og
rauðbeðugrunni með rúsínum og
kanil.“
Kaldir forréttir: Hreindýrapaté
með rauðvínssoðnum perum og
silkiskorinn hamborgarhryggur
með Waldorfsalati og karmelluðum
anans og stökku selleríi.
Fiskréttir: „Hefðbundinn graflax
með öllu tilheyrandi og sérfram-
leiddur urriði. Það er nýtt fyrirtæki
sem sér flestum veitingastöðum
fyrir urriða, ég kíkti á strákana og
fékk þá til þess að reykja fyrir mig
og það heppnaðist frábærlega.
Með honum er piparrót og aspas-
og eggjasalat.“
Í aðalrétt velja gestir milli lambs
eða kalkúna.
Lamb: „Hjúpuð lambakóróna
með pressaðri sykurbrúnaðri kar-
töflu, hangikjötssalati úr tvíreyktu
hangikjöti, þeyttu uppstúf og gljáð-
um ertum.“
Kalkúnn: „Beikonhjúpuð
kalkúnabringa, besta heimalagað
rauðkál sem til er - það er rosalegt -
langtímaeldaðar sætar kartöflur og
rjómalöguð rúsínusósa.“
Eftirréttirnir eru bornir fram í
gamaldags kökudunki: „Ris a la
mande með stökkum jarðarberj-
um og karamellusósu, súkkulaði-
mousse með hindberjum og lakkrís-
marengs. Sjerrítriffle með saffran
og karamelluðum fennelfræjum
ásamt þremur týpum af smákök-
um.“
Borðapantanir eru í síma
5112300
Kominn í jólaskap Logi Brynjarsson og félagar á Höfninni eru með allt klárt fyrir jólaveisluna.