Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 „Það verður sami gamli góði Prik maturinn, nema vegan,“ segir Örn Tönsberg sem með hjálp yfirkokks Priksins, Ásgeiri Jónssyni, hannar nýjan matseðil fyrir Prik allra landsmanna. Á seðlinum verð- ur enginn réttur sem inniheldur dýraafurðir. Veitingastaðurinn og barinn Prikið er í miðbæ Reykjavíkur og er þekktur fyrir fjörugt næturlíf og sveittan og góðan skyndibita. Örn hefur verið dýraafurðalaus í eitt og hálft ár og finnst mikil- vægt að hægt sé að fá góðan vegan skyndibita á Íslandi. „Þetta mun gera Prikið enn betra. Við erum al- gerlega gera þetta útaf eftirspurn. Vegansamfélagið á íslandi hefur stækkað gríðarlega og við ætlum að svara þessu kalli. „Við þurftum að klífa hæsta fjall Nepals og ráða sjö gátur frá öldungi þorpsins á sjö dögum og sjö nóttum til að fá upp- skriftina góðu,“ segir Ásgeir. Hægt verður að breyta öllum hamborgurum á nyja matseðlin- um yfir i grænkeraborgara og eru aðdáendur vegan-lífstílsins strax byrjaðir að fagna. Matseðilinn verður kláraður um helgina og kynntur snemma í næstu viku. 100% vegan borgari. Rúgbrauð frá Brauð og co, klettasallat, Pica de gallo-sósa, kókosflögur, Siracha vegan- mæjó, salat og nachos-flögur. Sveittur og góður í þynnkunni. Sami gamli góði Prik maturinn, nema vegan Ég vann sem arkitekt og í borgarskipulagi í Kaupmannahöfn en var alltaf að mála þegar tími gafst. Mig langaði alltaf til að læra myndlist en það var ekki stemning fyrir því á mínu heimili, ég átti frekar að læra eitthvað praktískt. Svo fyrir nokkrum árum þegar ég var búin að vera að vinna sam- fleytt í mörg ár fann ég að ég gat ekki meir og ákvað að breyta um stefnu,“ segir Ingibjörg sem byrjaði að hanna peysur á börn og stofnaði fyrirtækið Kattomanium, auk þess sem hún fór að mála af meira kappi og taka þátt í sýningum. Síðan hún flutti heim til Íslands í fyrra hefur hún eingöngu einbeitt sér að myndlistinni og opnar fyrstu einkasýningu sínu hér á landi í dag. Á sýningunni má sjá olíumálverk, silkiþrykk og útsaumsmyndir sem Ingibjörg hefur unnið síðan hún tók stóru u-beygjuna. „Olíumyndirnar eru hluti af þessu ferli, að breyta um stefnu í lífinu og lýsa tilfinn- ingum sem manni finnst frekar óþægilegar, eins og hræðslu, reiði og sorg. Þetta eru dálítið sterkar og kannski óþægilegar myndir sem taka pláss. Kross- saumsmyndirnar eru allt öðru- vísi en þær gerði ég á meðan ég var heima í fæðingarorlofi með yngsta barnið mitt. Mig langaði að vinna með konuna sem situr heima, konuna sem þjón heimil- isins. Og það er einhver frústra- sjón í því og þess vegna eru and- litin á myndunum kefluð. Ég var sjálf auðvitað rosalega ánægð að geta verið heima með barnið mitt en fór mikið að hugsa um konuna sem er föst á heimilinu, alltaf. Eins og hlutskipti svo margra kvenna víðsvegar um heiminn er. En sama hvort það er maður eða kona, þá langaði mig að lýsa þessari tilfinningu að geta ekki sagt frá því hvernig manni líð- ur.“ | hh Átti að læra eitthvað praktískt Ingibjörg Huld Halldórsdóttir lærði arkitektúr í Kaupmannahöfn og hefur búið þar og starfað síðastliðin sautján ár. Hana dreymdi þó alla tíð um að verða myndlistarkona. Hún opnar fyrstu einkasýningu sína á Íslandi í Gerðubergi í dag. „Mig langaði að vinna með konuna sem situr heima, konuna sem þjón heimilis- ins. Og það er einhver frústrasjón í því og þess vegna eru andlitin á myndunum kefluð.“ Með franskt lostæti út í geim Það er algjör óþarfi að borða ómerkilegan mat og hafa það skítt þó að maður er sendur út í geim í þágu vís- indanna. Þetta veit franski geimfarinn Thomas Pesquet manna best. Hann hringsólar nú um jörðina ásamt félögum sínum á leið í Alþjóðlegu geimstöðina. Franski geimfarinn Thomas Pesquet er smekkmaður á mat, bæði á jörðu sem á himni. Alþjóðlega geimstöðin hefur hring- sólað um jörðina frá árinu 1998 á milli 330 og 430 km hraða á klukkustund og hún fer sextán hringi í kringum kúluna okkar á hverjum degi. Á fimmtudagskvöld var þremur nýjum geimförum og íbúum stöðv- arinnar skotið upp frá Kasakstan. Þeir koma hver frá sínu stórveldi; Rússlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Ráðgert er að geim- fararnir verði að störfum í Alþjóð- legu geimstöðinni í sex mánuði og Frakkinn Thomas Pesquet sem er að fara í sína fyrstu geimferð ætlar ekk- ert að slá af kröfum sínum til lífsins. Það er ekki hægt að segja annað en Pesquet haldi hefðir heimalands- ins í heiðri, sérstaklega þegar kemur að matargerðarlistinni, en máltíðir eru víst oft dálítið einsleitar í geim- ferðum. Í farangri geimfarsins sem flytur þau í stöðina er nefnilega að finna sérútbúinn franskan sælker- amat sem Michelin-stjörnu kokkar heimalandsins útbjuggu sérstaklega. Þar má meðal annars finna nauta- tungu, foie gras, andalifur og anda- brjóst. Frakkinn ætlar samt að deila matnum með félögum sínum en skammtarnir eru sérstaklega útbúnir fyrir jóla-, nýárs- og afmæl- isveislur. Sjálfur mun hann eiga af- mæli á tímabilinu og einnig leiðtogi hópsins, hinn reynslumikli banda- ríski geimfari Peggy Whitson. Hún slær með ferðinni nýtt met í ferðinni sem sú kona sem hefur verið lengst í geimnum en þetta er þriðja ferð hennar í Alþjóðlegu geimstöðina. Til viðbótar við franska fíneríið í veislurnar tekur Pesquet líka saxó- fóninn sinn með í ferðina. Músík og matur virðast vera málið hjá franska geimfaranum og enginn afsláttur veittur af lífsgæðunum. | gt

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.