Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 4

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 4
Spurningin er hvort notkun rafrænu skil- ríkjanna sé tekjulind sem Nova vilji ekki missa þrátt fyrir að Liv Bergþórsdóttir segi að kostnaður fyrirtækisins við innleiðingu þeirra sé „verulegur.“ 4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Trúmál „Félagið tengist ekki Alþýðufylkingunni formlegum böndum, þó að við Þorvaldur séum báðir í stjórn,“ segir Vésteinn Valgarðsson, varaformaður lífsskoðunarfélagsins, DíaMat, eða félags um díalektískar efnishyggju. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Félagið var stofnað formlega þann 7. nóvember síðastliðinn og til stendur að félagið geti annast útfar- ir, nafngjafaathafnir auk þess sem Vésteinn getur gefið pör saman. Með honum í stjórn félagsins er Þor- valdur Þorvaldsson, formaður Al- þýðufylkingarinnar, sem bauð fram í Alþingiskosningum síðast, en náði ekki inn á þing. Spurður út í trú félagsmanna svarar Vésteinn léttur í bragði: „Nafnið er kannski ekki þjált, það má vera að við höldum samkeppni um það í framtíðinni.“ Hann bætir við að félagið sé í raun tegund af trúleysi sem byggir á hugmyndum Karl Marx og Friedrich Engels sem aftur nýttu sér kenningar þýsku heimspek- inganna Georg Wilhelm Friedrich Hegel og Ludwig Feuerbach til þess að búa til heimspekilega lífsskoðun. Spurður hver kenningin er í stuttu máli útskýrir Vésteinn að um sé að ræða heimspeki sem byggir á að finna orsakir og skýringar í efn- isheiminum en ekki hinum andlega líkt og flest trúarbrögð byggja á. Aðspurður segir Vésteinn að félagsmönnum sé alvara með stofn- un félagsins. „Þetta er ekki eitt- hvert flipp eða hugmynd í anda Zúistanna,“ segir hann, og vísar þá til trúfélags Zúista hér á landi sem hafa þann eina tilgang að skila sóknarfé aftur til skráðra félaga. Félagar telja nú þegar á fjórða tug og stefnan er sett á að fjölga þeim, í það minnsta fyrir 1. desember, en þá greiðir ríkið út fé til trúar- og lífsskoðunarfélaga. Vésteinn segir félagsmenn safna fyr- ir nýju húsnæði, því hvetur hann áhugasama til þess að kynna sér málefni félags- ins á heimasíðunni dia- mat.is sem opnar nú um helgina. Stofna marxískt lífsskoðunarfélag Vésteinn Valgarðsson getur gefið saman hjón og nefnt börn. páska ferð Dvalið í höfuðborginni Delhi sem er sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa frá tímum búddadóms, hindúa, múslima og Breta. Til Agra sem státar af þremur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit. Í borginni Varanasi fáum við að kynnast hinu kaótíska og iðandi mannlífi sem víða einkennir Indland. Niður hið helga fljót Ganges og fylgjumst með borginni vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar. Indland bíður þín. ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS 8.–19. APRÍL, 12 DAGAR 489.000 KR.* farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 *Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel. eldar indlands FARARSTJÓRN: PÉTUR HRAFN ÁRNASON Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót Þurfti mörg úrræði til að stöðva ofbeldi manns Sigríður Björk Guðjónsdóttir telur ánægjulegt að nú sjáist árangur af breyttum áherslum löggjafans og lögreglunnar. Lögregla þurfti að beita fjölmörg- um úrræðum til að reyna að stöðva hrottalegt ofbeldi manns gegn barnsmóður sinni. Maður- inn fékk sex ára dóm í vikunni. „Árangur breytts verklags í ofbeldismálum er farinn að skila sér,“ segir lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Maðurinn er 25 ára gamall og hafði beitt barnsmóður sína og fyrrver- andi eiginkonu ofbeldi í nokkur ár. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag fyrir ít- rekaðar nauðganir, líkamsárás- ir, hótanir og smánun á konunni. Hann játaði brot sín skýlaust, með- al annars að hafa veist að konunni á fæðingadeildinni aðeins dög- um eftir að hún eignaðist tvíbura, og halda ofbeldinu áfram eftir að konan kom heim af spítalanum. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að um ein- beittan ásetning var að ræða í öll- um tilvikum, að brotin hafi náð yfir langt tímabil, bæði fyrir og eftir að þau gengu í hjónaband, og á með- an maðurinn sætti nálgunarbanni. Brotin hafi til að mynda verið fram- in eftir að maðurinn var látinn laus úr gæslulvarðhaldi sem hann sætti vegna málsins. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, er dómurinn þungur af elti- hrella- og kynferðisbrotamáli að vera. Það hafði þó áhrif á dóminn að maðurinn var enn á reynslu- lausn vegna ýmissa brota og bæt- ast eftirstöðvar þess dóms við refs- ingu hans. Athygli vekur að konur koma að flestum hliðum við meðferð máls- ins; saksóknari var Kolbrún Bene- diktsdóttir, dómari var Sigríður Hjaltested, réttargæslumaður kon- unnar var Lára V. Júlíusdóttir. Auk þess fór lögreglan á höfuðborgar- svæðinu með rannsókn málsins og nýtti sér breytt verklag í heimilis- ofbeldismálum, sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lét inn- leiða. Manninum var í tvígang gert að sæta nálgunarbanni, hann var eftirlýstur af Interpol áður en dóms- málið hófst, maðurinn var vistað- ur í gæsluvarðhaldi og lögregla vaktaði konuna daglega um tíma til að reyna að tryggja öryggi hennar. „Mér finnst ánægjulegt að sjá að breytt verklag skuli ganga upp, og það hefur sannað sig í þessu máli. Þarna reyndi á mjög mörg atriði sem tengjast breyttri framkvæmd í heimilisofbeldismálum. Þess vegna er ánægjulegt þegar tekst að stöðva ofbeldi með þeim verkfærum sem hafa verið í þróun í mörg ár. Þar kemur löggjafinn inn í dæmið líka, til dæmis með nálgunarbönn,” seg- ir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Neytendur Notkun rafrænna skilríkja verður áfram tekjulind fyrir Nova. Kostnaður símafyrir- tækjanna af rafrænum skilríkjum er takmarkaður. Símafyrirtækið Nova hefur ítrek- að reynt að fá fyrirtækið Auðkenni ehf., Arion banka og Íslandsbanka til að greiða fyrirtækinu fyrir notk- un viðskiptavina þeirra á rafrænum skilríkjum en án árangurs. Nova er eina símafyrirtækið sem ætlar að rukka viðskiptavini sína áfram um sms-sendingar vegna notkunar á raf- rænum skilríkjum. Liv Bergþórsdótt- ir, forstjóri Nova, sagði við Fréttatí- mann í vikunni að símafyrirtækið gæti ekki niðurgreitt kostnað fyrir viðskiptavini bankanna af rafræn- um skilríkjum og hefði því reynt að fá fyrirtækin sjálf til að greiða þennan kostnað. „Nova hefur boðið Íslands- banka, Arion Banka og Auðkenni að kaupa notkun á rafrænum skilríkjum beint af Nova og geta þannig boðið viðskiptavinum sínum þjónustuna gjaldfrjálst.“ Nova mun rukka 14 krónur fyrir hvert sms vegna notk- unar rafrænna skilríkja og mest 190 krónur á mánuði. Liv sagði við Fréttatímann að Nova hefði haft „verulegan kostnað“ af innleiðingu rafrænna skilríkja en óljóst er hversu mikill sá kostnaður er. Nova hefur hins vegar líka tekj- ur af notkun rafrænu skilríkjanna vegna sms-sendinganna sem notk- un þeirra felur í sér. Liv svaraði ekki fyrirspurn Fréttatímans um hversu miklar tekjurnar eru vegna sms- sendinganna. Haraldur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Auðkennis, vildi ekki tjá sig en ljóst er að Nova mun ekki hætta gjaldtöku vegna sms-sending- anna og Auðkenni mun ekki borga Nova fyrir sms-sendingarnar til við- skiptavina sinna. | ifv Íslenska ríkið þarf að greiða fyrirtækinu Ferskar kjötvörur yfir þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir að meina fyrirtækinu að flytja 83 kíló af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands árið 2014. Matvælastofnun kraðfist þess að kjötið yrði fryst áður þar sem stofnun- in taldi sig ekki geta farið á svig við reglugerð sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytis um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Ferskar kjötvörur töldu kröfuna um að frysta kjötið ekki samræmast skuldbindungum Íslendinga varðandi EES samninginn og stefndi ríkinu á þeim forsendum að fyrirtækinu hefði verið heimilt að flytja kjötið inn ófryst þar sem uppruni þess væri á EES svæðinu. | vg Samningaviðræður Nova og Auðkennis sigldu í strand Ráðuneytið skoðar hvort bæta þurfi verklag Hælisleitendur Innanríkisráðu- neytið rannsakar nú hvort bæta þurfi verklag við brottflutning hæl- isleitenda úr landi, þegar börn eiga í hlut svo tryggt sé að hagsmunir barnanna séu í fyrirrúmi og alþjóð- legar skuldbindingar uppfylltar Ekki fást svör við því hvort beðið verði með brottvísanir barnarfjöl- skyldna, sem þegar hefur verið ákveðið að vísa úr landi, eins og fjöl- skyldu þeirra Fadilu og Saad og barna þeirra Jónínu og Hanif, en hætt var við brottflutning þeirra aðfaranótt miðvikudags eftir að heimilisfaðir- inn lagði á flótta. Málið hefur vakið mikla athygli en Fréttatíminn var á staðnum auk fólks sem vildi styðja við bakið á fjölskyldunni. Rúmlega fjögur þúsund hafa skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að þau fái að vera áfram í landinu. | þká Ekki fást svör við því hvort beðið verði með brottflutning Fadilu og Saad og barna þeirra. Mynd | Hari Dómsmál Mega flytja inn ófrosið kjöt

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.