Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Fyrir utan hversu mikla ánægju vináttan veitir okkur þá sýna rannsóknir að vináttan getur minnkað stress og álag. Hún er því ekki bara holl fyrir sálina heldur líka hjartað. Vinir þurfa aldrei að þykjast og vináttan er skjólið sem alltaf er hægt að leita í, segir einn viðmælandi Fréttatímans um mikilvægi vináttunnar. Öll þurfum við að leika ýmis hlutverk í leik og starfi og þess vegna er svo gott að geta hitt hópinn og fellt grímuna, segir annar. Og svo eru það vinkonurnar Helga og Guðrún sem fundu vin hvor í annarri á tíræðisaldri. „Það væri ekki hægt að lifa án vinskapar“ Þær Helga og Guðrún kynntust á tíræðisaldri og segjast eyða öllum deginum í að blaðra um afkom- endur sína, enda þeir bestu sem hafi fæðst í Reykjavík. „Ég var nú bara sett við hlið Guð- rúnar í matsalnum og þannig kynntumst við,“ segir Helga Hobbs. Helga er 97 ára og hefur búið á Dvalarheimilinu Grund í eitt og hálft ár. „Við byrjuðum að spjalla enda Eiga bestu börnin í Reykjavík Helga Hobbs og Guðrún Eyj- ólfsdóttir segja saumklúbbana hafa komist í tísku eftir stríð. Þeir hafi verið kærkom- in hamingju- stund án barna og eiginmanna þar sem alltaf hafi verið mikið hlegið. Mynd | Hari er ég þekkt fyrir að hætta ekki að tala. Kannski er ég þannig því ég er alin upp í svo miklum félags- skap,“ segir Guðrún Eyjólfsdóttir, en hún ólst upp í hópi níu systkina með foreldrum sínum og ömmu í pínulitlu húsi við Fálkagötu. Hún varð 91 árs í vikunni og hefur búið á Grund í hálft ár. „Ég giftist líka inn í stóra barnafjölskyldu á Sel- tjarnarnesi og bjó með mágkonum mínum og þeirra fjölskyldum í litlu húsi sem var kallað Þristurinn. Svo það hefur alltaf verið mikið líf og fjör í kringum mig. Við mágkon- urnar urðum mjög góðar vinkon- ur og mínar vinkonur úr skólan- um kynntust svo þeirra vinkonum og úr þessu varð til saumaklúbb- ur sem var starfandi þar til fyr- ir tveimur árum. Við vorum níu í klúbbnum en fyrir viku síðan fylgdi ég þremur þeirra til grafar og nú erum við bara tvær eftir. En það gerir ekkert til því ég á svo mikla vináttu í fjölskyldunni.“ „Saumaklúbburinn minn varð 60 ára en nú eru þær allar dánar nema ég,“ segir Helga. „Við vorum skóla- systur úr Verslunarskólanum og héldum alltaf sambandinu. Ég var svo heppin að hafa ráð á því að vera heima með börnin, ég var mjög feg- in því, en það var samt svo gott að komast stundum úr húsi og hitta vinkonurnar.“ „Það komst svolítið í tísku eftir stríð að stofna saumaklúbba, kon- ur vildu hittast fyrir utan heimil- ið. Maður var auðvitað að sækja í vinskap og samveru með þessum saumaklúbbum, án þess að vera með börnin með sér. Það var svooo gaman að saumaklúbbum!!,“ segir Guðrún. „Maður var samt alltaf með handavinnu, annað hefði verið hneyksli,“ segir Helga. „Já, já, maður var alltaf með eitt- hvað í höndunum. En þegar strák- arnir komu að sækja kellingarn- ar sínar þá var það bara brandari. Mesta fjörið var samt í strætó á leiðinni heim, jiiii hvað það var hlegið. Við fylgdum einni okkar alla leið í Kópavog og það var svo gam- an hjá okkur að strætóbílstjórinn spurði oft hvort við kæmum ekki örugglega aftur,“ segir Guðrún. Vinkonurnar segjast eyða öllum dögum saman og flestir fari þeir í að tala um börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. „Við hittumst alltaf í morgun- matnum og svo fáum við okkur há- degismat. Og við hættum ekki að tala. Mest erum við í því að segja frægðarsögur af okkur sjálfum,“ segir Guðrún sem fær Helgu til að skella rækilega upp úr. „Við blöðrum allan daginn um afkomendurna. Ég á fimm börn og Helga fjögur og þetta er bestu börn- in sem hafa fæðst í Reykjavík. Þau eru skemmtilegasta fólkið sem kem- ur hér í heimsókn og best við okkur af öllum börnum.“ „Við erum mjög heppnar,“ segir Helga. „Auðvitað erum við orðn- ar fúaspýtur svona gamlar kon- ur en maður hefur samt þennan mannkærleika í sér að vera stoltur af afkomendum sínum og á meðan maður getur spjallað um það við vin þá líður manni svo vel í sálartetr- inu. Það er nóg að tala um börnin og hæla þeim. Það þarf ekkert að tala um náungann,“ segir Guðrún. „Nei, við tölum aldrei um náung- ann, við nennum því ekki. Svo er skemmtilegt að nú eru börnin okk- ar orðin málkunnug því við sitjum stundum öll saman hér í kaffitímanum,“ segir Helga. „Já, því þau eru svo heppin að eiga svona skemmtilegar mæður,“ segir Guðrún og Helga skellir aftur upp úr. „Það væri ekki hægt að lifa án vinskapar,“ segir hún svo. „Okkur finnst gaman að blaðra enda eiga þeir sem ekki nenna að tala bara að vera í málleysingja- kórnum,“ segir Guðrún. „Á kvöldin förum við svo hvor til síns heima, liggjum undir teppi og horfum á sjónvarpið þar við siglum í drauma- landið.“ „Og svo hittumst við aftur við morgunverðarborðið,“ segir Helga, „og þá byrjar allt upp á nýtt.“ | hh Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Úrvalið af Lifeplan finnur þú í verslunum Lyfju og í Heilsuhúsinu Korean Ginseng Kröftugur og náttúrulegur orkugjafi

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.