Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 34

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 34
2 | helgin. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBERfjörið. MOUNTAIN HARDWEAR GHOST WHISPERER VERÐ 29.995.KR VERÐ ÁÐUR 59.990.KR Óhætt er að segja að jólaljósin frá danska hönnunar- framleiðand- anum Le Klint komi með jólaand- ann inn á heimilið. Ljósin gefa frá sér milda og fallega birtu og fara sérlega vel í glugganum í skamm- deginu. Eða bara sem hluti af fallegri jólaskreytingu inni á heim- ilinu. Ljósin fást meðal annars í Epal í Skeifunni og kosta frá 14.900 krónum. Fallegt í  gluggann Minn staður Besta sjávar rétta­ súpan í bænum „Kaffivagninn er klárlega uppá- haldsstaðurinn. Þar er hægt að gæða sér á ljúffengum fiskréttum, bæði heitum og köldum, smur- brauðum og öðru lostæti, en aðals- merki staðarins er sjávarréttasúpa sem er – leyfi ég mér að fullyrða – besta sjávarréttasúpa í bænum. By far. Og svo er prísinn góður. Góður matur, skemmtilega gamaldags decor og útsýni yfir höfnina. Gerist ekki betra. Fimm stjörnur. Af öðrum stöðum má nefna að Núðluskálin býður upp á suddalega góður súpur og Búllan og Chuck Norris bestu borgarana.“ Roald Viðar Eyvindsson, blaða- maður og ritstjóri GayIceland.is Besti jólabjórinn í ár kemur frá brugghús-inu Ölvisholti. Um er að ræða bjórinn 24, sem er 10 prósent Barley Wine. 24 þótti bera af í árlegri bragð- prófun Fréttatímans þar sem fjórir sérfræðingar sögðu sitt álit. Bjór- inn er afar margslunginn og sögðu sérfræðingarnir að hann væri frábær árstíðabjór. „Maður finnur nýtt bragð í hverjum sopa,“ voru ein ummæli sem 24 fékk. Skammt á eftir voru Askasleikir frá Borg brugghúsi, sem er rauðöl, og Boli Doppelbock. Í fjórða sæti hafnaði Fagnaðarerindið, fyrsti jólabjórinn frá Bryggjunni brugg- húsi, sem er bruggaður í belgísk- um dubbel-stíl. Fimmti besti bjór- inn er Giljagaur, sem er tíu prósent Barley Wine rétt eins og sigur- vegarinn. Alls er 21 íslenskur jólabjór á boðstólum þetta árið. Nítján þeirra voru tilbúnir þegar smökkunin fór fram síðastliðið mánudags- kvöld. Aðeins vantaði tvo bjóra frá brugghúsinu Gæðingi, sem ekki voru komnir á flöskur í tæka tíð. Jólabjórarnir eru flestir með hefðbundnu sniði en áhugavert er að nýir framleiðendur hafa bæst í hópinn, Bryggjan brugghús og Segull 67. Það er enda næg eftir- spurn eftir jólabjór meðal lands- manna - 750 þúsund lítrar seldust af jólabjór í Vínbúðunum í fyrra. Ítarlegri umfjöllun um jólabjór- ana er að finna á vef Fréttatímans. Í næstu viku verður svo farið yfir úrslit í bragðprófun á erlendum jólabjórum. Besti jólabjórinn kemur úr Ölvisholti Jólahátíðin gekk formlega í garð á þriðjudag hjá bjóráhugafól­ ki þegar jólabjórinn kom í sölu í Vínbúðirnar. Fréttatíminn birtir sjöunda árið í röð úttekt á bjórunum og fengum við fjóra valinkunna sérfræðinga til að smakka. Jólabjórinn grafalverlegt mál Dómnefndin tók starf sitt mjög alvarlega. Þau eru frá vinstri Hrafnkell Freyr Magnússon, 34 ára eigandi bruggverslunarinnar Brew.is, Margrét Grétarsdóttir, 33 ára framleiðandi, Finnbogi Rafn Jónsson, 34 ára hagfræðingur og Viðar Hrafn Steingrímsson, 43 ára kennari. Mynd | Hari Um smökkunina Smökkunin var fram­ kvæmd eftir kúnstarin­ nar reglum og bjórar smakkaðir eftir hæk­ kandi alkóhólmagni og gefin stig fyrir útlit, lykt, bragð og heildar­ stemningu. Bestu jólabjórarnir í ár 1. 24. 2.­3. Askasleikir Boli Doppelbock jólabjór 4. Fagnaðarerindið 5. Giljagaur 6. Einstök Doppelbock jólabjór 7. Jóla Kaldi 8. Steðji Almáttugur jólaöl 9. Einstök Icelandic Winter Ale 10. Jóla Kaldi súkkulaði porter 11. Víking Yule Bock 12. Heims um bjór 13. Jóla Gull 14. Egils Malt jólabjór 15. Tuborg Julebryg 16. Víking jólabjór 17. Thule jólabjór 18. Steðji Frelsarinn jólabjór 19. Segull 67 jólabjór Allra hagur að minnka umbúðanotkun Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Evrópsku nýtnivikunni í fimmta sinn. Að þessu sinni er kastljósinu beint að umbúðaaustri og leitað leiða til að draga úr umfangi umbúða. Á Íslandi er talið að hver einstakling- ur noti um 200 poka á ári sem gerir um 16 poka á viku fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu. Meðal- notkunartími burðar- poka er talin vera um 25 mínútur áður en þeir enda í urðun með öðrum blönduðum úrgangi, í endurvinnslu eða úti í náttúrunni. Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki til lengdar og rétt að hver og einn leggi sitt af mörkum með því að nota fjöl- nota umbúðir. Það gildir auðvitað um innkaupapoka en einnig fjölnota kaffi- mál, krukkur og slíkt. Neyðarsending frá Finnlandi með bók Stjörnu­Sævars Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, sendir frá sér nýja bók fyrir jólin. Bókin kallast Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna og er nokkurn veginn það sem nafnið gefur til kynna. Sævar verður með Geimsmiðju á Bókamess- unni í Hörpu klukkan 12 í dag. Þar fer hann yfir með yngri kynslóðinni hvað stjörnurn- ar á himninum eru margar og í hvaða stjörnumerki fólk er í raun og veru. Að auki fá gestir að handleika steina úr geimnum. Litlu munaði þó að Sævar hefði komið vængbrotinn til leiks í dag því útlit var fyrir að nýja bókin skilaði sér ekki til landsins í tæka tíð. Búist var við stórri sendingu frá Finnlandi en einhverra hluta vegna varð hún eftir þar í landi. Góð ráð voru dýr en eftir mikið þref tókst að troða henni í farþegavél hingað til lands frá Helsinki. Bókin kemur því í búðir um helgina og Sæv- ar getur áritað fyrir aðdáendur sína í Hörpu í dag. Stóð tæpt Sævar Helgi getur glatt að­ dáendur sína í Hörpu í dag því bók hans barst til landsins rétt í tæka tíð. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.