Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.11.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 19.11.2016, Qupperneq 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Lára Sif og Ruth voru fjórtán og sextán ára þegar þær hittust fyrst, þá nýfluttar í nýjustu blokkina í Breiðholti. Síðan þá hafa þær unnið saman, búið saman, verið ráðskonur saman og stutt hvor aðra sama hvað dynur á. „Við Ruth kynntumst í Yrsufellinu en það var önnur blokkin sem var byggð í Breiðholtinu,“ segir Lára Sif Lárusdóttir. „Það voru búin að vera mik- il húsnæðisvandræði í Reykjavík svo það var mikið fjör og mikið af nýju fólki sem kom allsstaðar að og sumir voru mjög skrautlegir. Ég var fjórtán ára þegar ég flutti úr Blesu- grófinni og mér leist ekkert á þetta í byrjun, það var erfitt að koma ný í svona stórt hverfi. En svo kynntist ég Ruth og var mjög fljót að sogast inn í fjölskylduna. Mamma henn- ar var svona kona sem var alltaf að gefa öllum að borða og það var alltaf svo gott andrúmsloft hjá henni, mikið af systkinum og allt svo afslappað. Svo var mamma hennar spákona og ekki var það verra að hún var alltaf til í að kíkja í bollann hjá manni. Það gekk ýmis- legt á heima hjá mér því ég ólst upp við alkóhólisma svo heimili Ruthar var eins og hlýtt skjól að koma í.“ „Mamma var þannig að krakkar sóttu í hana. Það var allt í lagi að leika sér og vera með læti í kring- um hana. Það var oft mikið fjör og aldrei amast yfir neinu,“ segir Ruth Jensdóttir. „Ég flutti eitthvað að- eins á undan Láru í Yrsufellið og ég man að ég var að þvo þvott niðri í kjallara þegar við hittumst fyrst. Það söfnuðust oft krakkar í þvottahúsið þegar ég var að þvo og allt í einu var hún mætt þarna,“ segir Ruth sem er tveimur árum eldri en Lára og var því orðin sextán ára þegar þær kynntust. „Við bara smullum saman um leið.“ Óléttan sást í bolla „Alveg frá fyrstu stundu fannst mér eins og ég hefði alltaf þekkt hana,“ segir Lára. „Það var einhver mjög skrítin tenging sem við náð- um strax. Ég fann það um leið hvað hún var góð manneskja og það hef- ur hún líka alltaf verið. Við urðum miklar vinkonur og byrjuðum að djamma dáldið saman og svo varð ég ófrísk fimmtán ára. Mamma hennar var auðvitað búin að sjá það fyrir í bolla,“ segir Lára sem þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja frá óléttunni, skömmin hafi verið svo mikil. „Ég sagði ekki frá fyrr en það var farið að sjást vel á mér og svo eignaðist ég litla drenginn minn sextán ára. Við systurnar vorum þrjár saman í herbergi með drenginn,“ segir Lára og hlær að minningunni. „Við erum fæddar ‘56, ‘57 og ‘58, ég er elst, svo hann fékk þarna fjórar mæður, með mömmu, á einu bretti.“ „Við vorum allar auðvitað al- gjörlega hugfangnar af þessu litla undri,“ segir Ruth. Ráðskonur í sveit Lára hætti í skóla þegar drengur- inn fékk pláss á dagheimili og fór að vinna á sama vinnustað og Ruth, í Hampiðjunni. „Við vorum þarna í Lára og Ruth við innganginn á Yrsufelli 13 þar sem þær kynntust. Þessi örlagaríka blokk í þeirra lífi var önnur blokkin sem byggð var í Breiðholtinu. Mynd | Hari Sögur af vináttu Þurfum aldrei að þykjast nokkur ár og það var mjög skemmti- legur tími. Við gerðum allt saman og það myndaðist þarna mjög góður vinahópur sem heldur enn saman,“ segir Lára. „Þetta var svona eins og í frysti- húsi úti á landi. Unglingarnir byrjuðu að vinna þarna og all- ir þekktust og við fórum í margar skemmtilegar ferðir saman. En við Lára tókum okkur smá frí frá Hampiðjunni þegar við réðum okkur sem ráðskonur í sveit,“ seg- ir Ruth. „Bróðir minn var í sveit á þessum tíma og þegar ráðskonan á bænum hætti þá fórum við Lára bara saman með litla barnið og gerðumst ráðskonur. Við höfðum nú meiri áhuga á því að fara í reið- túra en að vaska upp,“ segir Ruth og hlær. „Fólkið sem hafði átt heima á bænum var mikið bókafólk og var áskrifandi af öllum blöðum lands- ins svo við lágum bara og lásum fram undir morgun þar til við þurft- um að fara í fjósið og fjárhúsin.“ „Þetta var voða notalegt hjá okk- ur. Við höfðum aldrei verið í sveit en þetta tókst okkur,“ segir Lára en þær stöllur voru í sveitinni í ár og fóru svo aftur að vinna í Hampiðjunni. Ófrískar saman Það var orðið þröngt um fjölskyldu Ruthar í Yrsufellinu svo hún fór að leigja og stuttu síðar flutti Lára inn til hennar. Ekki leið svo á löngu þar til vinkonurnar fundu ástina og ákváðu að byrja að búa. „Við kynntumst mönnunum okk- ar á svipuðum tíma og fórum að búa og urðum ófrískar um svipað leiti. Þann 7. febrúar árið 1980 var ég kasólétt heima hjá Ruth í Engi- hjalla þegar bróðir hennar bauðst til að skutla mér heim, en þá bjó ég í bænum. Hann keyrði svo glannalega að ég fékk hríðir þegar ég kom heim og átti um nóttina. Þegar Ruth átti svo sitt barn tíu dögum síðar heim- sótti ég hana á fæðingardeildina með Auði í burðarrúmi.“ „Já, við vorum svo heppnar að verða óléttar eiginlega í sömu viku og það munaði hársbreidd að við lægjum saman á fæðingardeildinni. Svo passaði ég Auði litlu mikið,“ seg- ir Ruth sem var eitt sinn með barnið í pössun á meðan Lára fór í stutt ferðalag. „Ég man að hún grenjaði svo mikið því hún var svo óánægð með pelann svo ég skellti henni bara á brjóstið og var svo bara með hana á brjósti þessa daga, með stráknum mínum. Svo passaði ég hana líka sem dagmamma þegar hún varð aðeins eldri og þau Elli urðu mjög náin og hafa verið bestu vinir allar götur síðan.“ Þurfa aldrei að þykjast Stuttu síðar flutti Lára líka í Engja- hjalla og samgangur milli fjölskyldna vinkvennanna var mikill. „Við vor- um svo heppnar að mennirnir okkar urðu ágætis vinir en svo skildi Lára og þá fórum við í dáldið ólíkar átt- ir. Hún eignaðist nýjan vinahóp og fór að djamma aðeins meira en við héldum samt alltaf sambandi og vor- um vinkonur. Við höfum aldrei rif- ist neitt í gegnum tíðina en ég var einhvertímann reið út í hana og ég man að ég var löngu hætt að vera reið en þóttist samt vera það til að láta hana ganga á eftir mér,“ segir Ruth og hlær. „Við erum duglegar að gera hluti saman og förum mik- ið á kaffihús. Lára er bíllaus því allt í einu langaði hana að fara til Ítalíu í heilan mánuð á ítölskunámskeið. Hún var mikið búin að tala um hvað hún væri blönk svo mér leist nú ekk- ert á hún ætlaði að kaupa sér mánað- ardvöl í einhverjum skóla. En hún seldi bara bílinn sinn og hefur ver- ið bíllaus síðan. Svo ég skutla henni stundum og þá fáum við okkur kaffi- bolla í leiðinni.“ „Ruth er rólega týpan á meðan ég er frekar ör,“ segir Lára. „Við höf- um tekið allskonar tímabil en það er aldrei neitt sem breytist. Við höfum alltaf haldið sambandi sama hvað gengur á. Ég hætti að drekka fyr- ir nítján árum síðan eftir að hafa gengið í gegnum ýmislegt en Ruth var alltaf til staðar fyrir mig eins og klettur. Hún hefur alltaf passað upp á mig. Nú er Ruth búin að vera að takast á við erfið veikindi og ég geri mitt besta til að fylgjast með henni. Hún er svo yndisleg manneskja og ekki er nú verra að hún nuddar og spáir eins og mamma hennar.“ „Það sem er svo gott við svona vinasamband er að við þurfum aldrei að þykjast,“ segir Ruth. „Lára er búin að þekkja mig alla tíð og veit nákvæmlega hvernig ég er og ég veit hvernig hún er. Og þannig er það bara.“ | hh Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 11 07 2 MOUNTAIN HARDWEAR GHOST WHISPERER VERÐ 29.995.KR VERÐ ÁÐUR 59.990.KR

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.