Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016
Í dalverpinu í
Lækjarbotnum í
Kópavogslandi hefur
Waldorfskóli starfað í 26
ár. Á sínum tíma stóð 15
manna hópur áhugafólks að
stofnun skólans árið 1990
og brautargengi hans. Þetta
var ungt fjölskyldufólk
með börn á leikskólaaldri
sem óskaði börnum
sínum óhefðbundna
skólagöngu í nánd við
náttúruna. Í kringum
skólann í Lækjarbotnum
standa nokkur íbúðarhús
einsog i Ólátagarði þar
sem aðstandendur skólans
bjuggu með börnum sínum
sem eru flest flogin úr
hreiðrinu.
Alda Lóa Leifsdóttir
aldaloa@frettatiminn.is
Börn náttúrunnar
Inger segir það vera forréttindi að
fá að búa svona í nánum tengslum
við náttúruna. Hún hafi einmitt
óskað sér búa í litlu samfélagi þar
sem börnin gætu verið í tenglsum
við önnur börn en jafnframt í
svona nánu samneyti við náttúr-
una.
„Í staðinn fyrir að fara í skíða-
lyftuna í Bláfjöll, vildu mín börn
frekar ganga sjálf upp á fjallið hérna
með snjóbrettin og renna sér niður.“
Við fluttum hingað nokkrum árum
eftir að skólinn var stofnaður árið
1990, eða þegar við fengum leyfi til
þess að flytja húsið okkar hingað.
Inger og Eiríkur búa í einföldu og
fallegu timburhúsi með ketti sem
ráfar inn og út, en börnin fjögur eru
flogin úr hreiðrinu. „Það var snjó-
þungt þennan vetur sem við fluttum
hingað, kannski alveg á mörkunum.
Við áttum eftir að klæða húsið að
innan og það var ekkert rennandi
vatn og við kynntum húsið með hita-
blásara.“
Á sama tíma unnu Inger og Ei-
ríkur við uppbyggingu skólans, þar
sem þau kenndu, elduðu og mótuðu
hugsjónir sínar. „En þetta var okkar
val,“ segir Inger. „Ég spurði börnin
mín hvort að þau hefðu upplifað að
við værum alltaf að vinna? Þau segja
að það hafi vissulega verið þannig að
við vorum alltaf vinnandi en að það
hafi verið vinna í „okkar heimi“, á
svæðinu og við skólann. Inger tel-
ur fyrir vikið að fjölskyldan sé mjög
náin. „Við erum þétt og og vel tengd
fjölskylda.“ Hún telur einnig að
ástríðan fyrir uppbyggingu og starf-
inu hafi skilað sér til barnanna sem
gott veganesti. „Kannski vilja allar
mömmur segja þetta um börnin sín,
en mér finnst þau gera allt af heilum
hug sem þau taka sér fyrir hendur
í dag.“
Virðing fyrir skyrtum
Börnin í skólanum rækta grænmeti
og plöntur sem er góður grunnur
fyrir lífið, bæði læra þau vinnulag
og starfa í tengslum við náttúruna.
Waldorfskólinn leggur mikla áherslu
á skapandi þætti eins og handverk,
og að fylgja einu verkefni alveg frá
grunni. Þennan dag voru börnin að
búa til jurtasalt fyrir markaðinn sem
verður haldinn um helgina. Hópur
barna á aldrinum 10 til 12 ára voru
í einni skólastofunni að sýsla með
þurrkaðar jurtir sem þau höfðu
ræktað frá minnsta fræi. Nokkrir
drengir stóðu í kringum mulnings-
vél og muldu jurtirnar niður í duft,
svo var öllu blandað við salt og út-
koman var fínasta jurtasalt.
„Ég man eftir stelpu sem ég
kenndi handverk í skólanum en hún
saumaði sér skyrtu. Þegar hún var
búin að sauma sagði hún, héðan í
Börnin eru full af sköpunargleði
Hjónin Inger S. Steinsson og Eiríkur K.
Gunnarsson fyrir framan
Waldorfskólann í Lækjarbotnum.
frá mun ég alltaf bera mikla virðingu
fyrir skyrtum. Það er svo mikilvægt
að fá að gera sjálfur og upplifa.“
Inger bætir við að það sé áhrifarík-
ara og risti dýpra að vekja einstak-
linginn til meðvitundar í gegnum
vinnu og sköpun frekar en með ein-
hliða vitsmunalegri nálgun.
Laukur gegn eyrnabólgu
„Það er hægt að fara aðrar leiðir í
uppeldi og það er líka hægt að nota
lauk-bakstra gegn eyrnabólgu í stað-
inn fyrir pensilin, það er hægt að
fara aðra leið en þessa hefðbundu,”
segir Eiríkur og brosir. „Á einhverj-
um tímapunkti opnuðust augu okk-
ar fyrir því að maður hefur sjálfur
eitthvað um eigið líf að segja. Við
komumst að því að það er til lækn-
isfræðileg nálgun sem horfir ekki
bara á eyrað sem einangrað fyrir-
bæri heldur sér einstaklinginn í
heild sinni í samhengi við umhverfið
og lífið. En stefnan okkar er að leyfa
börnunum að vera börn eins lengi
og þau geta. Ekki draga þau inn í
fullorðinsheiminn of snemma. Börn
þurfa að leika sér til þess að vinna
úr upplifunum og tilfinningum sín-
um,” segir Eiríkur. „Um leið og barn
er að kljást við klettaklifur, veður og
vinda þá kemst það í betri tengsl við
sjálft sig. Okkar krakkar léku sér
langt fram eftir aldri, og við héldum
sjónvarpi frá þeim hérna heima. En
þegar elsti strákurinn okkar var 12
ára sagði hann, jæja nú er ég orðinn
nógu gamall til þess að horfa á frétt-
ir og auðvitað var hann orðin það,”
segir Eiríkur og hlær.
Ef maður á síma þá þarf maður
ekki að láta sér leiðast en Eiríkur tel-
ur nauðsynlegt að kunna að láta sér
leiðast af því að í þeirri stöðu þarf
maður að finna upp á einhverju sjálf-
ur. „Við erum ekki í nógu góðum
tengslum hvert við annað, símarnir
og notkun þeirra er á kostnað mann-
legra samskipta. Það er svo mikill
munur á þeirri upplifun og skynj-
un sem vaknar innra með þér fyrir
framan skjáinn og hinsvegar þeirri
tilfinningu og skynjun sem þú upp-
lifir við að fara út í göngutúr.“
Riddarahátíð og bíóborgari
Börnin sem bjuggu hér í Lækjar-
botnum voru öll á sama reki, fædd
á árunum um og upp úr 1985. Þau
léku sér mikið saman fyrir utan að
vera saman í skólanum og tengdust
sum sterkum böndum sem haldast
enn þrátt fyrir að vera flutt úr daln-
um. Til dæmis leigja tvö yngstu börn
þeirra Inger og Eiríks íbúð í miðbæ
Reykjavíkur. Þau leigja með vin-
konu sinni úr næsta húsi, sem er
ein af fjórum dætrum þeirra Guð-
jóns og Stínu. Sú vinnur í Reykjavík
en hefur nýlokið myndlistarnámi
við Listaháskólann. Börn Inger og
Eiriks sem þarna eiga heima eru
annarsvegar dóttirin sem er í hjúkr-
unarnámi og yngsti sonurinn sem
er arkitekt og um þessar mundir
að opna veitingarstað á Vesturgötu
ásamt bróður sínum sem er kokk-
ur. Á veitingastaðurinn verður boð-
ið upp á lífræna hamborgara. Elsti
sonur Inger og Eiríks býr hinsvegar
í Frakklandi þar sem hann starfar
sem kvikmyndatökumaður.
Eiríkur minnist þess að börn-
in í Lækjarbotnum hafi alltaf ver-
ið full af sköpunargleði. „Eitt sinn
héldu þau tveggja daga riddarahá-
tíð hérna í Lækjarbotnum. Reistu
tjald og buðu krökkum úr bænum
hingað upp eftir í tveggja daga dag-
skrá. Þau skipulögðu þetta allt sjálf.
Inger hjálpaði þeim aðeins að hanna
skykkjur og hjálma.“
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS LYF 82248 11/16
Lyfja.is
Jólagjafahandbók Lyfju er komin út. Skoðaðu úrval
fallegra gjafavara fyrir alla fjölskylduna í næstu
verslun Lyfju eða í nýju netversluninni á lyfja.is.
Fallegar gjafir fyrir jólin
Ásókn í Waldorfskólann í Lækjarbotnum eykst
jafnt og þétt. Í dag eru 75 börn í grunnskólan-
um og 20 börn í leikskólanum. Myndir | Alda Lóa