Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 36
viðtal. 4 | helgin. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER
Hvert tíma bil
ævinnar krefur
mann um ákveðna
hluti og að því leyti
er ágætt að prófa
sig áfram. Vera ekki
of fastur í fyrirfram-
gefnu formi.
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is • Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn:
Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri
og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. helgin. er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Fyrsti snjór vetrarins er fallinn. Hann liggur eins dúnmjúkt sykurfrauð yfir öllu og gefur umhverfinu við Elliðavatn
ævintýralegan blæ. Nýja byggðin á
Vatnsendasvæðinu teygir sig í átt
að eldri húsunum við vatnið, en
þrátt fyrir það er tilfinningin sú að
maður sé kominn upp í sveit. Sveit
í borg. Inni á milli tignarlegra gren
itrjáa stendur glæsilegt timburhús
sem Lilja Sigurðardóttir rithöfund
ur og kona hennar, Margrét Pála
Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefn
unnar, festu nýlega kaup á. Þetta er
sannkallað draumahús og þær eru
nú aðlaga það enn frekar að draum
um sínum með því að gera lítils
háttar breytingar innanhúss.
Þegar blaðamann ber að garði
eru iðnaðarmenn að störfum í
öllum herbergjum að mála, græja
og gera. Þetta eru reyndar allt
fjölskylduvinir sem eru að hjálpa
til við að koma húsinu í þokkalegt
stand fyrir næsta dag, þegar Lilja
ætlar að slá upp veislu fyrir gesti
glæpasagnahátíðarinnar Iceland
Noir, sem fer fram um helgina.
Magga Pála er hins vegar fjarri
góðu gamni í útlöndum.
Doktor Árni, heimilishundurinn,
flaðrar upp um blaðamann þegar
Lilja opnar dyrnar. Hann þefar að
eins og gefur grænt ljós á gestinn.
„Finnst þér þetta ekki kósí?“ spyr
Lilja, bendir inn í húsið og skellir
upp úr. Sterkt flúorljós blasir við
og tveir menn í málningargöllum
með pensla gægjast fyrir horn.
Þeir kasta á mig kveðju og halda
sínu striki. Við Lilja ákváðum
nefnilega að hittast heima við til
að ná fram kósí stemningu.
Hinn fullkomni meðalvegur
„Okkur langaði að vera aðeins
nær náttúrunni. Magga Pála er
alin upp í sveit og hefur alltaf
verið mikil landsbyggðarmann
eskja. Hana dreymir um þetta
sveitalíf. Um leið er hún í krefj
andi vinnu þannig við þurfum að
vera við höfuð borgarsvæðið. Ég
er sjálf ekkert voða mikil sveita
manneskja. Mér finnst gott að
hafa mokaða vegi, póstþjónustu
og háhraðainternet. Þannig að
við fundum, að við höldum, hinn
fullkomna milliveg. Það er stutt
í malbik fyrir mig og hún fær
landsbyggðarfílinginn,“ segir Lilja
þegar við höfum komið okkur
fyrir á skrifstofunni hennar, eina
herberginu sem ekki er verið að
vinna í. „Það er stór lóðin hérna
í kring og við sjáum fyrir okkur
að það geti verið notalegt að vera
með hænur, gróðurhús og svona,“
bætir hún við og brosir.
Síðustu árin hafa hún og Magga
Pála haldið sitt hvort heimilið, en
það var kominn tími á að breyta
því. „Við höfum elskað hvor aðra
í 25 ár og það hefur verið alls
konar form á sambúðinni. Ætli
við séum ekki komnar í loka
formið núna. Segjum það alla
vega. Þetta er svona borgaralegt
„settle ment“ í einbýlishúsi við
vatn. Þetta er orðið svolítið mið
aldara,“ segir hún og skellir upp
úr. „Hvert tíma bil ævinnar krefur
mann um ákveðna hluti og að því
leyti er ágætt að prófa sig áfram.
Vera ekki of fastur í fyrirfram
gefnu formi. Maður er kannski
aðeins frjálsari með að finna út
úr svona málum þegar maður er
ekki í þessum hefðbundna ramma
sem gagnkynhneigt fólk er oft. Það
er þessi uppskrift, að vera annað
hvort saman eða í sundur. Svo eru
sumir bundnir yfir börnum sem
við erum ekki. Það gefur meiri
sveigjanleika. En við erum mjög
glaðar með nýja húsið okkar og
nú er bara að sjá hvernig sveita
borgar draumurinn mun ganga.
Vonandi vel.“
Kom í pössun og fór ekki aftur
Lilja á sjálf ekki börn en Magga
Pála átti eina unglingsdóttur þegar
þær byrjuðu saman. Hún á í dag
Hafa prófað
ýmiskonar
sambúðarform
Lilja Sigurðar og Magga Pála festu nýlega
kaup á draumahúsi við Elliðavatn. Þær hafa
elskað hvor aðra í 25 ár en verið í fjarbúð
síðustu misseri. Þeim fannst kominn tími til að
breyta því og ætla nú að lifa saman sveitalífi
í útjaðri höfuðborgarinnar.
fimm börn þannig það er nóg af
börnum í kringum þær. „Þetta
eru fimm barnabörn á aldrinum
eins til átján ára. Við erum mjög
lukkulegar að hafa þau í lífi okkar.
Það er svo dásamlegt að fylgjast
með þroska einnar manneskju frá
fæðingu til fullorðinsára. Það er
líka frábært að vera komin með
stórt hús þar sem er nóg rými fyrir
alla fjölskylduna.“
Doktor Árni, sem hefur hreiðrað
um sig á púða á gólfinu á skrif
stofunni, var upphaflega eitt af
barnabörnunum, en eftir því
sem börnunum fjölgaði á heim
ili dótturinnar, flutti hann sig um
set og varð að barni á heimili Lilju
og Möggu Pálu. „Tíminn fyrir
hundinn minnkaði smám saman
hjá þeim þannig hann fór að vera
meira hjá okkur. Svo gerðist það
bara einn daginn að hann kom í
pössun og fór ekkert aftur. Nú fer
hann bara í heimsókn til þeirra.
Gæludýr eru auðvitað alltaf
hrikalega ofdekruð á heimilum
hjá samkynhneigðu fólki.“ Lilja
segir Doktor Árna vera einstak
lega góðan félagsskap, en dokt
orsnafnbótina fékk hann vegna
þess hve sprenglærður hann er.
„Hann er með doktorsgráðu í
hunda fræðum. Hann kann mun
inn á hægri og vinstri, veltir sér og
skilur margt sem maður segir við
hann,“ segir Lilja, stolt af sínum
hundi. „Hann er sjö ára, orðinn
miðaldra eins og við, þess vegna
vildi hann fara að flytja í einbýlis
hús.“
Lilja sér meira um heimilið
Lilja segir verkaskiptingu í sam
bandi þeirra Möggu Pálu markast
svolítið af því hvernig týpur þær
eru. „Ég hef alltaf verið meira í
einbeitingarvinnu. Verið meira
heima og hugsað um heimil
ið, en hún er meira út á við því
vinnan hennar krefst þess, og
persónuleikinn líka. Ég er frekar
einræn og finnst gott að vera ein
heima dögum saman. En það er
stundum ágætt að fara út og hitta
fólk. Ég hef alveg gott af því þótt
það kalli ekkert á mig. Magga
Pála verður hins vegar bara dof
in í hausnum ef hún talar ekki í
klukkutíma,“ segir Lilja kímin.
„Við höfum því svolítið skipt þessu
þannig að ég sé meira um heim
ilið og hún um útáviðsamskipti.
Það hentar okkur báðum rosa vel.
Og ég sé í anda að þessi „semi“
sveitadraumur verði þannig að ég
geti verið meira heima að vinna
en áður. Sem er alveg dásamlegt.
Það er reyndar nýi takturinn hjá
mér að vera í útlöndum í janú
ar og febrúar til að klára bókina
sem ég er að vinna að. Jólabóka
flóðið er þannig að maður verður
voða tættur og vinnur ekki mikla
einbeitingavinnu á meðan,“ segir
Lilja en hún sendi nýlega frá sér
bókina Netið sem er önnur bókin
í glæpasöguþríleik sem hófst með
Gildrunni á síðasta ári.
Veit ekki hver endinn er
„Það er mjög skemmtilegt að skrifa
svona seríu. Lesendurnir bindast
manni svolítið og bíða spenntir
eftir næstu bók af því
þeim er annt um persón
urnar. Þriðja bókin, sem ég er
að skrifa núna, er reyndar ekki
alveg eins og ég hélt í upphafi að
hún yrði. Það hefur orðið þróun
í millitíðinni og sagan hefur stýrt
sér aðeins sjálf. Það er svolítið
spennandi fyrir mig að vita ekki
alveg hvernig þetta endar,“ segir
Lilja og hlær. Gildran fékk mikið
lof gagnrýnenda og hefur útgáfu
rétturinn verið seldur til nokkurra
landa, þar á meðal Englands. Þá
var slegist um kvikmyndarétt
inn á bókinni en það var Sigurjón
Sighvatsson sem hreppti hnossið.
„Ég er rosa þakklát fyrir þessar
viðtökur. Ég veit ekki hvort þær
hafa komið mér á óvart. Þetta er
skemmtileg saga, það segja það
allir sem lesa hana og Forlagið
batt strax miklar vonir við hana.
En ég er voða þakklát og það kom
notalega á óvart hve vinsældirnar
hafa verið miklar. Mig langar til að
gleðja fólk og skemmta því, þess
vegna er ég í þessu.“
Sæl í sveitinni Lilja segist vera frekar einræn og getur verið ein heima dögum saman. Hún kann vel við sig í sveitinni en þykir gott að hafa
aðgang að háhraðainterneti og stutt í malbik. Mynd | Hari