Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016
Það má ekki gera lítið úr vanda stjórnarmálafólksins okkar. Það er ekki bara að niðurstöður kosninganna
hafi ekki skaffað klippt og skorna
niðurstöðu heldur draga þær
fram veikleika einstakra flokka
og stjórnmálastéttarinnar allrar.
Traust Íslendinga á Alþingi er
miklum mun minna en traust ná
grannaþjóðanna til sinna þjóð
þinga. Á Norðurlöndunum mælist
það um og yfir 60 prósent en
aðeins 14 prósent á Íslandi. Í ljósi
þess er skiljanlegt að síðustu rík
isstjórnir hafi allar koðnað niður
undan andstöðu þjóðarinnar við
stefnumál þeirra.
Þótt kosningaþátttaka sé mikil á
Íslandi í samanburði við þjóðríkin
í kringum okkur dregst hún hratt
saman. Ef kosningaþátttaka hefði
verið viðlíka í síðustu kosning
um og árið 2003 hefðu 21 þúsund
fleiri kjósendur mætt á kjörstað í
lok síðasta mánaðar. Það er mikið
mannfall á skömmum tíma.
Höfnun Íslendinga á stjórn
málastéttinni er enn ekki eins af
gerandi og í Bandaríkjunum. Þar
vann Donald Trump stórsigur fyrr
í þessum mánuði með 750 þúsund
færri atkvæði en Mitt Romney fékk
þegar hann tapaði afgerandi fyrir
Barack Obama 2012. Það var því af
gerandi ósigur Hillary Clinton sem
færði Trump sigur, en hún fékk 5,5
milljón færri atkvæði en Obama.
Svona kosningaúrslit hafa vond
áhrif á samfélagið. Þau búa til
sigurvegara sem þó nýtur minna
fylgis en þeir sem áður töpuðu
kosningum. Einn frambjóðandi
fagnar en almenningur upplif
ir alls ekki aukið fylgi við hann.
Svipað gerðist í kosningunum um
útgöngu Breta úr Evrópusam
bandinu. Eins og í Bandaríkjunum
upplifðu íbúar stærstu borganna,
þar sem mest afl er í efnahagslíf
inu og mestur þróttur í mannlíf
inu, niðurstöður kosninganna sem
svik við sig.
Ísland er ekki enn lent á þessum
stað. Fækkun gildra atkvæða frá
2013 til 2016 er tæplega 6700.
Það jafngildir um 3,5 prósentum
atkvæða, einum Flokki fólksins.
Þetta kann að hljóma lítið en hér
er aðeins um breytingu á þremur
árum að ræða. Breytingin frá 2003
er nærri 10 prósent, eins og ein
Viðreisn.
Árið 2003 greiddu 28 þúsund
kjósenda ekki gild atkvæði. Í
síðasta mánuði var þessi hópur
kominn upp í 51 þúsund manns.
Á þrettán árum hefur þessi flokkur
kjósenda vaxið upp úr stærð Pírata
í næstum heilan Sjálfstæðisflokk.
Þetta eru mestar breytingar í
íslenskum stjórnmálum á umliðn
um árum; vaxandi sambandsleysi
stjórnmálastéttarinnar við fólkið
í landinu.
Það er erfitt að meta hvaða
áhrif þetta hafði á úrslit síðustu
kosninga. Reynslan sýnir að minni
kosningaþátttaka ýtir undir fylgi
við eldri viðhorf, sjónarmið lands
byggðar og eldra fólks. Þrátt fyrir
varnarsigur Sjálfstæðisflokksins
var sveiflan í síðustu kosning
um inn að miðjunni, um kerfis
breytingar og frá þeim kerfum
sem mótað hafa Íslandi á umliðn
um áratugum.
Það er áberandi í íslenskum stjórn
málum hversu illa meirihlutavilji
landsmanna nær í gegn á Alþingi.
Nýverið samþykkti Alþingi bú
vörusamninga þótt aðeins 16,3
prósent landsmanna hafi verið
fylgjandi þessum samningum,
samkvæmt skoðanakönnunum.
Þegar MMR spurði landsmenn
í fyrra að því hvort Alþingi stæði
vörð um hagsmuni almennings.
Aðeins 14,7 prósent sögðu já.
Þegar fráfarandi ríkisstjórn
aftur kallaði umsókn fyrri stjórnar
um aðilda Íslands að Evrópusam
bandinu sögðust 67,9 prósent fólks
vilja halda aðildarumræðunum
áfram. Samt vildi minnihluti fólks
að Ísland gengi í sambandið miðað
við stöðuna þá.
Þegar spurt var um skuldaleið
réttinguna, stærsta mál fráfarandi
ríkisstjórnar, sagðist aðeins 27,5
prósent fólks vera ánægt.
Afstaða stjórnvalda til stjórn
arskrárinnar og gjaldtöku í
sjávar útvegi er líka þvert á vilja
meirihluta þjóðarinnar.
Traust á Alþingis mælist nú um
14 prósent. Miklu fleiri Íslendingar
bera traust til Evrópusambands
ins. Miðað við það sem að ofan
greinir þarf það ekki að koma
neinum á óvart. Íslensk stjórn
völd og Alþingi hafa tamið sér
einstakt virðingarleysi gagnvart
almenningi.
Helsta verkefni nýrrar ríkis
stjórnar er að breyta þessu, þjóna
almenningi í stað þess að troða
upp á hann sérlundaðri stefnu
sinni.
Gunnar Smári
ALÞINGI ÞARF
AÐ ÞJÓNA
ALMENNINGI
Í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins
var kallaður til sérfræðingur að sunnan.
Í fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri til miðju sá Hr. Einstein
ekkert nema bullandi pólitískan ómöguleika og afstæði.
T ILBOÐ
OPNUNARTÍMI
Virka daga 11-18
laugardaga 11-16
Ármúla 44 - Sími: 517 2040 - facebook.com/skomarkadurinn
GÖNGUSKÓR
TILBOÐ I Verð: 7.995.-Áður: 9.995.-
Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn
Gildir til 28. nóvember
* Miðast við 1,5 index
Verð áður: 95.800 kr.
*Tilboðsverð: 47.400 kr.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ |
HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
MOUNTAIN HARDWEAR
GHOST WHISPERER
VERÐ 29.995.KR
VERÐ ÁÐUR 59.990.KR