Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.12.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 22.12.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 „Þetta skilur auðvitað eftir djúp ör á sálinni,“ segir Borghildur. Richard hefur ekki verið á góðum stað í lífinu eftir að hann veiktist af áfallastreituröskun. Hann hafði litla stjórn á skapinu og réði ekki við reiðina innra með sér. Hann fjarlægðist strákana meira og meira þótt það stæði til boða að halda sambandi. Hann á enn mjög erfitt með vissar aðstæður, það má alls ekki láta honum bregða og hann fer auðveldlega úr jafnvægi, til dæmis í umferðinni. Hann hef- ur hinsvegar gengið til sálfræðings í mörg ár, og reynt að ná tökum á lífi sínu. Í dag hefur hann lært að vera logsuðumaður og síðan hefur hann leikið í kvikmynd. Hann er einhleypur en á tveggja ára son frá fyrra sambandi. Hann er var um sig og gætir sín á fólki og aðstæð- um. Ég er sjálf í sambandi en á ekki önnur börn.“ Hún segir að strákarnir hafi báð- ir þurft mikla hjálp til að ná sér vegna málsins en sá yngri hafi þó sloppið best. „Ég þurfti hjálp vegna þunglyndis og kvíða og eldri strák- urinn minn þurfti stuðning. Þetta kollvarpaði öllu sem okkur þótti eðlilegt á sínum tíma og skildi eft- ir sig djúp sár sem voru lengi að gróa,“ segir hún. Höldum áfram að lifa Borghildur segir að þrátt fyrir allt sé mikilvægt að ástin til barn- anna sé meiri en óvildin gagnvart fyrrverandi maka. „Þetta er líka ótrúlega erfitt fyr- ir hann og ég hef engar vondar tilfinningar til hans lengur. Hann veit að það kom út bók um málið hérna heima og samfélagið er lítið og stóð við bakið á mér en ekki honum. Þess vegna sýnir hann mikið hugrekki með því að koma samt og mér finnst það aðdáunar- vert. Hann er ekki bitur en það er ekkert amen og hallelúja. Við höf- um bæði fengið þetta tækifæri til að gera þetta fyrir börnin okkar og það er mikilvægast. Það er ekki sjálfgefið að það sé hægt að bjóða pabba í heimsókn eftir svona mál,“ segir hún. Richard segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann eldi íslenskt hangikjöt eða amerískan jólamat á aðfangadagskvöld. „Ég er ekki bú- inn að ákveða það en ég er viss um að það verður fínt hjá okkur. Aðal- atriðið er ekki maturinn heldur að við getum verið saman.“ Hann segir að það hafi ekki ver- ið erfitt að hitta móður drengj- anna þrátt fyrir það sem á undan er gengið. „Það var gott að sjá hana. Það sem gerðist í fortíðinni, er í fortíð- inni. Við þurfum að halda áfram að lifa, barnanna vegna.“ „Brian, sá eldri, fór að gráta þegar hann sá pabba sinn. Í þetta skipti kom hann, mamma. Þá leið mér vel, það fannst mér rosalega gott,“ segir Borghildur um endur- fundina á flugvellinum. „Þetta er líka ótrúlega erfitt fyrir hann og ég hef engar vondar tilfinningar til hans lengur. Hann veit að það kom út bók um málið hérna heima og samfélagið er lítið og stóð við bakið á mér en ekki honum.“ GLEÐILEGA HÁTÍÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.