Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016
mikils af þeim sem þeir umgang-
ast. Þeir vilja að á sig sé hlustað án
tafar og með fullri athygli og eru
ófærir um að átta sig á kröfunum
sem þeir leggja á aðra í umgengni
við sig.
Sjúklegt ástand
Það var síðan minni spámaður á
sviði geðheilbrigðis en Freud gamli
sem skilgreindi sjúklega sjálf-
hverfu-röskun síðar meir og reyndi
að vinna að meðferðarúrræðum.
Sá hét Heinz Kohut (1913-1981)
og fæddist reyndar í heimaborg
Freuds, Vínarborg, þó hann hafi
starfað lengst af í Bandaríkjunum.
Kohut hafði áhuga á því hvern-
ig við fáum tilfinningu fyrir okkur
sjálfum á barnsaldri og hann vann
nánar með hugmyndir Freuds um
sjálfhverfuna. Hann tengdi sjálf-
hverfu við það hvernig börn dást að
foreldrum sínum í æsku og byrja
á stundum að líta stórt á sig með
sama hætti. Áföll í æsku eða ást-
leysi foreldra geta síðan komið í
veg fyrir að viðkomandi aðlagi þær
hugmyndir að veruleikanum síð-
ar meir og tempri þær hugmyndir
niður. Botnlaus tilfinning um eigið
ágæti getur því átt það til að hald-
ast fram á fullorðinsár.
Heinz Kohut bjó til hugtakið
„narcissistic personality disorder“
árið 1968. Í þeim alvarlegu tilvik-
um missir einstaklingurinn tök á
sjálfsáliti sínu og sveiflast á milli
óskynsamlegs ofmats á eigin ágæti
og óskynsamlegrar minnimátta-
kenndar. Ýkjurnar heltaka líf við-
komandi og hann leitar í umhverfi
sitt eftir viðurkenningu. Reiðin get-
ur gripið um sig ef slík viðurkenn-
ing fæst ekki.
Kohut, sem auðvitað var skilgetið
afkvæmi sálkönnunar Freuds, sá
það sem hlutverk meðferðaraðila
að setja sig inn í hugarheim og
heimssýn þess sjálfhverfa og hjálpa
honum að skilja af hverju heimur-
inn snýst ekki bara um hann. Hins
vegar hefur árangur meðferðar-
úrræða við þessum kvillum ekki
verið rannsakaður að fullu, ekki
síst vegna þess að þeir sem haldn-
ir eru slíkri röskun líta sjaldnast á
það sem staðreynd og viðurkenna
Upprunaleg fyrirmynd hinna sjálfhverfu kemur vitanlega úr grísk-róm-
verskum menningararfi, eins og svo margt annað gott. Skáldið Óvid segir
frá konungssyninum og myndarpiltinum Narcissusi sem skógardísin Echo
var að eltast við. Narcissus vildi ekkert með hana hafa og lagðist frekar við
tjörn eina til að berja sína eigin ásjónu augum í spegilmyndinni. Svo hrifinn
var hann að því sem hann sá að hann dó að lokum úr harmi yfir því að ást
þess sem hann sá var ekki endurgoldin. Sagan segir að allar götur síðan hafi
blóm af plöntutegundinni Nacissus poeticus vaxið á bakka tjarnarinnar þar
sem konungssonurinn ruglaðist í kollinum.
Samkvæmt DSM-5 staðlinum, sem bandaríska geðlækna-
sambandið heldur utan um, þurfa flest eða öll eftirfar-
andi atriða að vera til staðar svo að einstaklingur teljist
haldinn sjálfhverfu-röskun (e. narcissistic personality
disorder):
Viðkomandi ...
...er með hugmyndir um mikilmennsku og ætlast til sérmeðferðar frá öðrum.
...er upptekinn af draumórum um eigin völd, árangur, gáfur og hve aðlað-
andi hann er.
...álítur sig einstakan, yfir aðra hafinn og telur sig jafnvel nátengdan hátt-
settum aðilum og stofnunum.
...þarfnast stanslausrar aðdáunar frá öðrum.
...upplifir sig eiga rétt á sérmeðferð og hollustu annara.
...nýtir sér aðra til að ná persónulegum markmiðum.
...er óviljugur eða ófær um samkennd og skilning á tilfinningum, óskum og
þörfum annarra.
...er innilega öfundsjúkur út í aðra og trúir því að aðrir séu álíka öfundsjúkir
út í hann.
...sýnir af sér stærilæti og hroka.
Narcissus, holdgervingur sjálfhverfunnar, festist í spegilmynd sinni í málverki
hins ítalska Caravaggio.
ekki vandann. Yfirleitt kemur kvill-
inn því upp við meðferð á annarri
og víðtækari geðröskun.
Kohut áleit sjálfhverfuna sem
slíka eðlilegan þátt í þroska mann-
eskjunnar. Hún legði þannig til
vitundar okkar um eigin persónu,
en alvarleg tilvik röskunar á þessu
sviði áleit Kohut nauðsynlegt að
rannsaka og meðhöndla.
Sjálfhverfar hetjur og skúrkar
Bandarískur staðall um geðheil-
brigðiskvilla greinir svo frá:
„Margir mjög færir og farsælir
einstaklingar sýna persónuleika-
einkenni sem geta talist sjálfhverf,
en aðeins þegar þessi einkenni eru
ósveigjanleg og endurtekin, koma í
veg fyrir aðlögunarhæfni og valda
alvarlegum félagslegum vandamál-
um eða álagi getur viðkomandi
talist haldinn sjálfhverfu-röskun.“
Litróf þessa tilfinninga er auðvit-
að á breiðum skala. Sá sjálfhverfi
er til dæmis oft heillandi í augum
margra. Til dæmis hafa sjálfhverf-
ir viðskiptamenn oft verið hafnir
upp til skýjanna í kapítalísku hag-
kerfi undanfarinna ára. Í banda-
rískum viðskiptatímaritum hefur
verið fjallað um marga slíka og
hegðun þeirra og framkoma tengd
pælingum sálfræðinnar um sjálf-
hverfu. Margir þessara einstaklinga
eru áhættusæknir og sumir telja
að sjálfhverfa á háu stigi hafi haft
mikið að segja í efnahagshruninu
árið 2008.
Mannkynssagan er líka full af
einstaklingum sem heimildir sýna
að hafi fyllt flokk þeirra sem áttu í
alvarlegum vandræðum með sjálf-
hverfu og sjálfsmynd. Þannig hef-
ur sjálfhverfu röskun verið tengd
jafn ólíkum einstaklingum og Al-
exander mikla, Hinrik áttunda
Englandskonungi, Napóleon Bona-
perte og auðvitað Stalín og Hitler
og fleiri undirsátum þess síðast-
nefnda. Í þeim tilfellum eins og
öðrum hefur skýringa verið leit-
að bæði í erfðum og umhverfi við-
komandi í æsku og á uppvaxtarár-
um. Ýktustu og alvarlegustu dæmi
sýna aftur fram á helstu einkenni
þeirrar sjálfhverfu: þeir hlusta illa
á aðra en sjálfa sig, eru sjúklega
viðkvæmir fyrir gagnrýni og eiga
erfitt með að setja sig inn í aðstæð-
ur annarra og sýna samkennd.
Reiðin hefur síðan kraumað und-
ir niðri í mörgum þessara einstak-
linga sem hafa líka haft tækifæri
til að losa um hana svo um mun-
ar, stundum með skelfilegum af-
leiðingum.
Varnarviðbragð úr skorðum
Stundum er talað um alvarlega
sjálfhverfu sem þátt í mörgum öðr-
um geðkvillum frekar en að um
eiginlegan og einangraðan kvilla sé
að ræða. Oft er líka bent á að vand-
aðar rannsóknir skorti tilfinnan-
lega á þessu sviði.
Sjálfhverfa sem slík er líka oft
álitin þáttur í varnarviðbrögðum
sem einstaklingar ala með sér til að
hylma yfir aðra bresti sína eða tak-
markanir. Eitt er víst að þegar sjálf-
hverfan er gengin úr hófi fram og
komin á sjúklegt stig er um flókið
og óhamingjuríkt ástand að ræða
þar sem einstaklingurinn festist í
grunnum heimi sinna eigin rang-
hugmynda, er yfirmáta upptekinn
af eigin ágæti og ófær um að tengj-
ast öðrum tilfinningaböndum.
Horft í lygna tjörn alla daga. Á þessum
tímum sjálfsmyndarinnar velta margir
fyrir sér hvort sjálfhverfan sé að aukast.
Árið 2013 fjallaði bandaríska tímaritið
Time um aldamótakynslóðina (e.
Millenials). Á forsíðunni stóð: „Ég, ég, ég
kynslóðin. Aldamótakynslóðin er löt og
sjálfhverf og býr enn hjá foreldrunum.
Lestu um hvers vegna þau munu bjarga
okkur öllum.“
Bergstaðir
Kolaport
Ráðhúsið
Stjörnuport
Traðarkot
Vesturgata
Vitatorg
22. DES. – OPIÐ 10–22
23. DES. – OPIÐ 10–23
24. DES. – OPIÐ 10–12
Fáðu hátíðarskapið beint í
æð og gerðu jólainnkaupin í
skemmtilegu umhverfi. Nýtt
Gjafakort Miðborgarinnar
okkar er fáanlegt
í öllum bókaverslunum
miðborgarinnar.
Þá minnum við á ratleik
Jólavættanna og ævintýri
Aðventuapans, þar sem
þú getur unnið Gjafakort
Miðborgarinnar okkar.
Sjá nánar á facebook.com/
midborgin.
Jólasveinar, kórar og
harmonikkuleikarar verða
á röltinu og heimsækja
Jólatorgið við Hljómalind og
skautasvellið á Ingólfstorgi
á milli kl. 20 og 22.
WWW.MIDBORGIN.IS
FACEBOOK.IS/MIDBORGIN
NÆG BÍLASTÆÐI OG
MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN
Kláraðu listann
í miðborginni