Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 48
Ódýrt Nýttu afganga. Taktu af- ganginn úr hádegismatnum í vinnunni með heim og hitaðu upp. Svo gott að spara svona stuttu fyrir jól. Vegan Æfðu jólasúpuna fyrir jólin til að ná henni góðri á aðfangadag. Skelltu aspas, vegan- -smjöri, vegan-rjóma og grænmetisteningi í pott og leyfðu að malla. Kryddið eftir smekk. Árstíðarbundið Nú eru margar þungar máltíðir fram undan og er því gott að gefa meltingunni smá frí. Skelltu í salat með uppáhalds grænmetinu og maís stönglum í ofninn og voila! Lauflétt og góð máltíð fyrir mallakút. GOTT Í MATINN Með eða á móti… hangikjöti og uppstúfi Júlíus Valdimarsson Ég er klárlega með hangikjöti og uppstúfi, það er ekkert sem kemur mér í jafn mikið jóla- skap og ilmurinn af hangikjöti. Svo er uppstúfurinn ómissandi með hangikjötinu. Hinrik Þór Ég segi JÁ við hangikjöti með uppstúfi. En heimareykt skal það vera og feitt og blautt og bleikt og óvottað. Ekki þurrreykt og fitusprengt og viðbjóðslegt verk- smiðjukjöt. LIFI HEIMABRUGG! Halldóra Baldvinsdóttir Hangikjöt er það besta sem ég fæ! En uppstúfur er sennilega það versta! Hangikjöt og laufabrauð er mitt kombó á jólunum. Verðmat fasteigna verdmat.com

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.