Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Fíkniefni Kókaínneysla var rúmlega tvisvar sinnum meiri í Reykjavík í fyrra en árið 2015 og eykst samhliða efnahagsuppgangi. Þetta kemur fram í niðurstöðum doktorsrannsóknar Arndísar Löve í lyfjafræði. Arndís mat neyslu á fíkniefnum með mælingum á frárennslisvatni frá Sunda- og Skerjafjarðarveitu með sjálfvirkum sýnatökubún- aði. Kristín Ólafsdóttir, dósent við læknadeild og leiðbeinandi Arn- dísar, telur skýringuna á aukinni neyslu kókaíns augljósa; nýtt góð- æri. „Það er áhugavert að kókaínn- eysla eykst. Neyslan á kókaíni var miklu meiri fyrir hrun en minnkaði svakalega eftir hrun. En það er að koma aftur. Það er greinilega efna- hagsuppgangur,“ segir Kristín. Kókaínneysla Reykvíkinga er sam- bærileg og Oslóarbúa og er að aukast ár frá ári. Neyslan í Reykjavík er nú örlítið minni en í París. Kókaínn- eysla er miklu lægri í Reykjavík en í helstu fjármálamiðstöðvum Evrópu, svo sem London og Zürich. | hjf Lögreglumál Síbrotamaðurinn sem höfuðkúpubraut föður sinn á Höfn í Hornafirði í nóvember, hlaut enn einn fangelsisdóminn á dögunum fyrir vörslu kannabis- plantna í bílskúr feðganna. Þegar hann réðist á föður sinn var hann að bíða eftir að hefja afplánun fangelsisdóms vegna fyrri brota. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Maðurinn er 32 ára gamall og á ára- langa brotasögu. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldi gegn lögreglu, þjófnað, vörslu fíkniefna og frelsissviptingu á manni sem hann lamdi, smánaði, hótaði og af- klæddi. Íbúar á Höfn segjast, í sam- tölum við Fréttatímann, lengi hafa óttast manninn og að mikil ógn stafi af honum þegar hann neyti vímu- efna. Hann hlaut 30 daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Austurlands í desem- ber fyrir vörslu kannabisplantna í bílskúr við heimili feðganna á Höfn. Lögregla hafði gert plönturnar upp- tækar ásamt búnaði sem notaður er til að rækta fíkniefni. Maðurinn játaði brotin. Þann 17. nóvember réðist hann á föður sinn og lamdi hann ítrek- að í höfuðið, mögulega með barefli, svo höfuðkúpan brotnaði. Lögregla var kölluð til og var faðirinn þá svo illa leikinn að hann var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu. Hann var ekki í lífshættu en dvaldi á spítala um hríð og er tvísýnt um sjón hans. Maðurinn afplánar nú dómana á Litla-Hrauni. Hrottinn á Höfn dæmdur á ný Íbúar á Höfn segjast lengi hafa óttast manninn og mikil ógn stafi af honum þegar hann neyti vímuefna. Mynd | Wikipedia Kókaínneysla snar eykst Arndís Löve komst að því að kókaínneysla Reykvíkinga hefur tvöfaldast milli ára, Nýta glufur til að smygla Fangelsismál Sæþór Bragi Sölva- son, 24 ára síbrotamaður, var á dögunum dæmdur fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla- -Hraun með því að fela þau undir bíl starfsmanns fangelsisins. Sæ- þór var dæmdur í 30 daga fangelsi en hann hefur hlotið fjölda dóma, þar á meðal 16 mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu. Í dómi kemur fram að hann hafi verið handtekinn á bifreiðastæði á Selfossi í sumar þar sem hann hugðist koma amfetamíni, MDMA töflum og LSD fyrir undir bíl í eigu starfsmanns Litla-Hrauns. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla- Hrauns, segir að fangar nýti sér allar glufur til að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. „Þetta er ekki fyrsta tilraunin til að smygla svona. Margir starfsmenn koma hingað akandi og menn eru fljótir að lesa í rútínu og grípa tæki- færin. Þetta var einkabíll sem þeir vissu að ætti reglulegar ferðir í fang- elsið. Um leið og menn reka augun í rútínu á ferðum í fangelsið þá reyna menn að finna bílinn úti í bæ. Þetta verður alltaf möguleiki ef menn eru nógu skipulagðir,“ segir Halldór Val- ur. | hjf Stjórnmál Hæstaréttarlögmaður- inn Hróbjartur Jónatansson vill kjördæmavæða Reykjavíkurborg til þess að rétta af það sem hann kallar lýðræðishalla hverfa í borginni. Langflestir borgarfull- trúar búa í mið- og vesturhluta Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðis- menn báru upp svipaða hug- mynd í fyrra en fengu lítinn hljómgrunn. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir hugmyndina ekki góða. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það þarf að tryggja að öll hverfi eigi sinn fulltrúa,“ segir Hróbjartur sem skrifaði grein í Morgunblað- ið í vikunni þar sem hann gagn- rýndi það sem hann kallaði lýð- ræðishalla í Reykjavíkurborg. Það skýrði hann með því að af níu borg- arfulltrúum meirihlutans búa sjö í mið- og Vesturbænum en hinir tve- ir búa aðeins austar en þó vestan við Elliðaár. Hann telur að þannig verði áherslan minni á önnur hverfi og tengslarof milli borgarfulltrúa og íbúa í úthverfum borgarinnar, sem þó eru sum fjölmennari en ná- grannasveitarfélög Reykjavíkur- borgar sem hafa eigin bæjarstjórnir. „Borginni er stjórnað af fólki sem býr í Vesturbænum, og þar búa 24- 25 þúsund manns,“ segir Jónatan. Hann segir tvær lausnir mögu- legar, annarsvegar að búta Reykja- vík niður í smærri sveitarfélög, „eða það sem er raunhæfara, að kjördæmavæða Reykjavíkurborg,“ segir Hróbjartur. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bókaði sams- konar hugmynd á fundi forsætis- nefndar Reykjavíkurborgar í ágúst á síðasta ári, þegar fjölgun borgar- fulltrúa úr 15 í 23 var rædd. „Ég held að það væri rétt að hafa þetta blandað, hluti borgarfulltrúa kosinn af heildinni, og svo hluti kosinn úr hverfunum,“ segir Hall- dór sem tekur undir að hann hafi fundið fyrir tengslaleysi borgarfull- trúa gagnvart íbúum í öðrum hverf- um, og þá sérstaklega í ljósi þess að hverfaráðin hafa verið gagnrýnd fyrir að vera áhrifalaus. „Mér finnst þetta ekki góð hug- mynd,“ segir Líf Magneudóttir, odd- viti Vinstri grænna og formaður forsætisnefndar. Hún segir borgar- fulltrúa eiga að vinna að hag allra, og það geri þeir. Almennt sé unnið að því að afnema kjördæmafyrir- komulag sem býður þá upp á bar- áttu fyrir sérhagsmuni. „Fyrir utan að borgarfulltrúar geta verið búsettir í miðbænum þó þeir hafi alist upp í Árbænum,“ seg- ir Líf. Hún segir hinsvegar hugmyndina endurspegla það að borgarfulltrú- ar geti gert betur og að þeir þurfi að efla hverfisráðin, meðal annars með því að skipa þau kjörnum full- trúum. „Ég held að við getum gert bet- ur,“ segir hún og bætir við að það sé fáránlegt að ætla að borgarfulltrúar taki eingöngu mið af eigin hverfum við störf sín. Langflestir borgarfulltrúar búa í miðborginni eða Vesturbæ. Lýðræðishalli að borgar­ fulltrúar búi allir á sama stað Hróbjartur Jónatansson segir lýðræðis- halla vegna borgarfulltrúa úr Vesturbæn- um. Líf Magneu- dóttir segir hugmyndina um kjör- dæmavæð- ingu ekki góða. Halldór Halldórsson stakk upp á hugmyndinni en fékk lítinn hljómgrunn. Lárus Páll Ólafsson er ráðgjafi Bets- son.com og segir veðmálafyrirtækin ekki vilja steypa neinum í skuldir. Mynd | Hari Veðmálasíður ekki siðlaus starfsemi Fjárhættuspil Lárus Páll Ólafsson hefur í áratug starfað sem ráðgjafi í markaðsmálum fyrir veðmála- síðuna Betsson.com þar sem hægt er að spila upp á peninga um úrslit íþróttaleikja. Hann segir Betsson hvorki siðlaust né vilja steypa fólki í skuldir. Þeir geti þó mögulega ýtt undir freistnivanda. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is 2,4% íslenskra knattspyrnumanna stríða líklega við spilafíkn og 7% hafa veðjað á úrslit eigin leikja. Þetta kemur fram í rannsókn Dan- íels Þórs Ólafsson, prófessors við sálfræðideild Háskóla Íslands. Lárus Páll Ólafsson segir veð- málafyrirtækin ekki siðlaus. „Alls ekki. Stór hluti af starfsemi þeirra er að styrkja íþróttafélög. Lógó Bet 365 er á treyjum stórra íþróttaliða og fyrirtækið kostar sjónvarps- útsendingar. Veðmálasíðurnar tengjast starfsemi félaganna með margvíslegum hætti í mörgum löndum. Betsson var einu sinni að- alstuðningsaðili Arsenal.“ Hann segir fjölda fólks vilja veðja á íþróttir. „Þannig hefur það verið allt frá því Rómverjarnir voru með hringleikahúsin. Á vinnustöðum er veðjað um úrslit á íþróttaviðburð- um. Einhverjir freistast alltaf til að svindla. Við því er lítið að segja. Eftir að hafa starfað nálægt þess- um geira í um tíu ár er upplifun mín ekki sú að veðmálafyrirtækin vilji steypa mönnum í skuldir. Fólk vill þessa þjónustu og það er boð- ið upp á hana í öruggu umhverfi. Rauði þráðurinn hjá fremstu veð- málafyrirtækjunum er ábyrg spila- mennska og þau leggja mikið á sig til að sinna upplýsingagjöf. Þau reyna að tryggja að menn fari ekki fram úr sér og tapi ekki stórum fjár- hæðum, það hagnast enginn á því, heldur er lagt upp með að fólk spili reglulega og leggi lítið undir.“ Hann segir veðmálasíðurnar starfa eftir strangri löggjöf. „En auðvitað er það ekki fyrirtækjun- um í hag þegar einhver reynir að svindla með mútum eða að hag- ræða úrslitum. Ég gef mér að þau taki því mjög alvarlega. Ég er hins- vegar hissa á að veðmálafyrirtækin marki sér spor í neðri deildunum. Með þeim er minna eftirlit og auð- veldara að múta eða svindla.” Hefur þú áhyggjur af því að íþróttamenn spili á veðmálasíðum? „Ég held að það ýti undir freistni- vanda og ég held að það sé ekki ráð- lagt. Enda er það víða bannað.“ Sjá nánar bls. 8. Páskar í Provence sp ör e hf . Vor 3 Páskahátíðin er að ganga í garð, sól fer hækkandi og vor er í lofti. Í þessari glæsilegu ferð höldum við um hið dásamlega Provence hérað í suðurhluta Frakklands og frönsku Alpana. Leið okkar liggur um friðlýsta vatnasvæðið Camargue, til miðaldabæjarins Aigues Mortes, Arles, klettabæjarins Les Baux og að Pont du Gard vatnsleiðslubrúnni frá tímum Rómverja. Undursamleg leið til að fagna vorkomu. 13. - 22. apríl Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 212.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.