Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 06.01.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Ungverjaland 27.0% Danmörk 25.0% Noregur 25.0% Svíþjóð 25.0% Finnland 24.0% ÍSLAND 24.0% Grikkland 23.0% Írland 23.0% Pólland 23.0% Portúgal 23.0% Ítalía 22.0% Slóvenía 22.0% Belgía 21.0% Tékkland 21.0% Lettland 21.0% Holland 21.0% Spánn 21.0% Austurríki 20.0% Eistland 20.0% Frakkland 20.0% Slóvakía 20.0% Bretland 20.0% Chile 19.0% Þýskaland 19.0% Tyrkland 18.0% Ísrael 17.0% Lúxemborg 17.0% Mexíkó 16.0% Nýja Sjáland 15.0% Ástralía 10.0% Kórea 10.0% Japan 8.0% Sviss 8.0% Kanada 5.0% Virðisaukaskattur Danmörk 35.8% ÍSLAND 26.7% Ástralía 22.7% Belgía 21.6% Finnland 18.4% Noregur 17.9% Nýja Sjáland 17.6% Ítalía 17.5% Bandaríkin 16.5% Þýskaland 16.1% Lúxemborg 16.0% Holland 15.2% Írland 14.2% Kanada 14.1% Portúgal 14.0% Svíþjóð 13.5% Austurríki 13.1% Bretland 12.8% Eistland 12.6% Ungverjaland 12.5% Spánn 11.6% Frakkland 10.7% Tyrkland 10.6% Sviss 10.5% Slóvenía 9.7% Tékkland 9.2% Ísrael 8.9% Mexíkó 8.0% Slóvakía 7.4% Grikkland 7.1% Japan 6.7% Pólland 5.0% Norður-Kórea 4.9% Chile 0.0% Skattbyrði tekjuskatts Fyrir utan lága skatta á fyrir- tæki, fjármagnseigendur og hátekjufólk er einkenni íslenska skattkerfisins að launþegar og neytendur borga háa skatta. Það er því ekki við þá að sakast að peninga vantar til reka velferðar- kerfið. Holan er tilkominn vegna undanlátssemi við fyrirtæki og auðfólk. Skattbyrði tekju- skatts einstak- linga á meðal- laun er hærri á Íslandi en í öllum löndum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, að Danmörku undanskil- inni. Og þessi tvö lönd, Ísland og Danmörk, svífa nokkuð hátt yfir næstu löndum. Sé miðað við með- altal ríkja Vestur-Evrópu er skatt- byrðin á Íslandi um 60 prósent hærri en í okkar heimshluta; er 26,7 prósent, samkvæmt OECD, á meðan meðaltal Vestur-Evrópu er 16,8 prósent. Háir skattar á millitekjur Eins og fram kom hér að framan er þessu öfugt far- ið þegar skoðað er hæsta þrep tekju- skattsins, svokall- að hátekjuþrep. Það er lægra á Ís- landi en í nokkru öðru landi í okkar heimshluta. Samandregið segir þetta okk- ur að skattbyrði meðallauna er óvenjuhá á Íslandi á meðan skatt- byrði hæstu tekna er óvenjulág. Ís- land hefur kosið að fara þá leið að innheimta háa skatta af millitekju- fólki en lága skatta af hátekjufólki, sé miðað við skattkerfi annarra þjóða. Einhvern tímann var gert samkomulag um þetta á Íslandi, þótt ég finni ekki gögn um það. Háir neysluskattar Virðisaukaskatturinn er 24 pró- sent á Íslandi, var lækkaður úr 25 prósent af fráfarandi ríkisstjórn. Eftir sem áður er skatturinn hár í alþjóðlegum samanburði. Að- eins Norðurlandaþjóðirnar rukka það sama og við eða eilítið meira. Ungverjaland situr síðan á toppn- um með 25 prósent. Tekjuskattar einstaklinga með meðaltekjur og virðisaukaskattur er því með því hæsta í okkar heimshluta, öfugt við skatta á fyrirtæki, fjármagn og háar tekj- ur. Íslendingar hafa því sveigt skattkerfi sitt að kenningum ný- frjálshyggjunnar umfram helstu nágrannaþjóðir, trúað að það væri best fyrir heildina að lækka álögur á þeim sem best standa en halda hins vegar uppi skattheimtu á venjulegt launafólk. Eins og annars staðar, þar sem þessi til- raun hefur verið reynd, hefur hún leitt til hrörnunar velferðarkerf- anna á Íslandi. | gse Launþegar og neytendur borga háa skatta VONDU KERFIN: skattKERFIÐ Fulltingi flyst á Höfðabakka 9 Fulltingi er framsækin og traust lögmannsstofa sem veitir einstaklingum þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar og er stærsta stofan hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði. Hlutverk fyrirtækisins er að leysa vel úr málum fólks, ráða því heilt og stuðla að því að hver og einn fái þær bætur sem hann á rétt á. Sérfræðingar okkar hafa margir hverjir áratuga reynslu í meðferð slysa- og skaðabótamála. Föstudaginn 6. janúar flytjum við hjá Lögmannsstofunni Fulltingi slf aðsetur okkar að Höfðabakka 9, efstu hæð. Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýjum húsakynnum. Gott aðgengi er að húsinu og næg bílastæði. Verið velkomin! Í samanburði á skattbyrði tekjuskatts einstaklinga á meðallaunum milli aðildarríkja OECD lendir Ísland í öðru sæti á eftir Danmörku. Þetta er ekki algildur mælikvarði á tekjuskatt einstaklinga, en sýnir þó glögglega að tekjuskattar einstaklingar eru háir í samanburði við nágrannalöndin. Og í samhengi við töfluna um hæsta þrep tekjuskatts sést að fólk með meðaltekjur borgar hér háa skatta í samanburði við aðrar þjóðir á meðan fólk með hæstu tekjur borgar lága skatta í samanburði við hátekjufólk í okkar nágrannalöndum. Byggt á upplýsingum frá OECD. Neysluskattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist, aðeins Norður- löndin og Ungverjaland eru með viðlíka eða hærri virðisaukaskatt. Hár virðis- aukaskattur hækkar vöruverð. Íslenskir launþegar sem borga þegar háan tekju- skatt fá því minna fyrir það sem eftir er af laununum, ríkið tekur til sín stærri hluta eyðslunnar en í flestum öðrum löndum. Þegar við bætist að fáar þjóðir borga hærri vexti en Íslendingar, engar þjóðir jafn hátt hlutfall launa sinna í lífeyrissjóðsiðgjöld, má segja að staða íslenskra launþega sé einkar veik. Öfugt við fjármagnseigendur og fyrirtæki sem greiða lægra hlutfall tekna sinna til ríkisins á Íslandi en í flestöllum löndum í nágrenni við okkur. Byggt á upplýsingum frá OECD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.